Vikan


Vikan - 06.04.1978, Page 54

Vikan - 06.04.1978, Page 54
Gott ráð Þegar ég mala möndlur eða hnetur í hakkavélinni minni, þá læt ég alltaf plastpoka, sem ég festi með teygju, framan á hakkavélina. Á þann hátt fer ekkert til spillis út um allt borð. Að sjálfsögðu má nota þessa aðferð, þegar grænmeti er rifið eða kjöt hakkað. Skór í 3000 ár Það er ekki á hverjum degi, að fólki gefst kostur á að sjá töflur Píusar páfa VII, mánastígvél Johns Glenn, brúðarskó Elísabetar Englandsdrottningar og jafvel sandala úr pálma- blöðum frá 1250 fyrir krist. Ekki alls fyrir löngu var þó skósýning haldin í versluninni Magasin Í Kaup- mannahöfn. Þessi sýning var haldin í samvinnu við skófyrirtækið Bally, og þótti hin athyglisverðasta. Hún spannaði 3000 ára tímabil. Hér er sýnishorn frá þessari sýningu. A Útsaumaðir skór með aukasóla, sem bundinn er utan um sjálfan skóinn (tímabil ekki vitað). B Fallegir ,,Art-Nouveau skór. C Súperglæsileg lakkstígvél frá Bally 1977 D Sandali úr pálmablöðum frá árinu 1250 fyrir Krist. E. Þessi glæsilegu stígvél eru ekki nýjasta nýtt frá París, eins og maður gæti þó haldið, heldur 75 ára gömul B 54 VIKAN14. TBL,

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.