Vikan


Vikan - 27.07.1978, Blaðsíða 15

Vikan - 27.07.1978, Blaðsíða 15
 ER ÞETTA DONALD? Áður en við ljúkum að segja frá fjór- menningunum, þá er rétt að segja skemmti- Stríðið Mosfells- sveit FYRSTI HLUTI stóð við Tjörnina á aðfangadag árið 1940 og heyrði sálminn Heims um ból sunginn í kirkju. Félagarnir þrír, sem voru hér í nágrenni Reykjavíkur, störfuðu á vöktum við fram- kvæmdir á Reykjavíkurflugvelli milli þess sem þeir stunduðu heræfingar. Þeir minntust slæmra vega frá þessum tíma, og þeir minntust þess, að fiskur var út um allt, ýmist hangandi eða útflattur á jörðinni. ALLT ANNAÐ ÍSLAND Nú fóru konur þeirra að hlæja, og það kom upp úr dúrnum, að þær voru búnar að gera mikið grín að eiginmönnunum sínum, því lýsing þeirra á landi og þjóð passaði alls n sioru rnynuinni m vinstri ern tnglena- ingarnir, sem voru hér á striösárunum, ásamt konum sinurn. Myndin hér að ofan var tekin í Hafnarfirði og sýnir Donald Collins ásamt fjölskyldunni að Öldugötu 4. Myndin hér fyrir neðan er tekin á Reykjamelum (Reykir i baksýn) og sýnir Kanadamenn á svonefndum Bren skrið- drekum. Myndin birtist á sínum tima í ensku riti, sem heitir „Hutchinsons Pic- toríal History of the War" ekki við ísland nútímans, hvorki lýsing á fólki, vegum eða veðri (þau fengu ótrúlega gott veður meðan þau dvöldu hér). Þau áttu reyndar ekki orð til að lýsa ánægju seinni með ferðina og kynnin af landi og þjóð. Þau skoðuðu Borgarnes, Álafoss, Þingvelli, Gullfoss og Geysi og Vestmanna- eyjar, sem þeim fannst mikið til um, og báðu fyrir kveðju til allra, sem greiddu götu þeirra. Þá fannst þeim ákaflega heimilislegt að búa á Gistiheimilinu við Snorrabraut, og þau borðuðu fisk og aftur fisk, því þau hafa ekki smakkað hann betri annars staðar. En hvað varð svo um félagana fjóra þegar þeir hurfu héðan eftir tveggja ára dvöl? Þeir fóru aftur til Englands og voru við heræfingar þar og í Wales og Skotlandi. Þá voru þeir komnir með miklu betri vopn en þeir höfðu í byrjun stríðsins, og stríðsgæfan var að snúast Bandamönnum i vil. Tíminn leið, og upp rann D-dagurinn svonefndi, innrásardagurinn mikli, þegar Bandamenn réðust inn á meginland Evrópu. Þrir úr hópnum fóru yfir til meginlandsins næstu daga á eftir, en einn þeirra, Kenneth var eftir í Englandi. Því miður var enginn tími til að spjalla um þessa örlagaríku tíma, en þessir hressu og skemmtilegu menn eyddu sjö bestu árum ævi sinnar sem hermenn og sluppu í gegnum þá eldraun óskaddaðir á sál og líkama. En einhvern veginn var minningin um ísland alltaf nálæg. Þegar ég kvaddi þá á Snorrabrautinni, benti einn þeirra á Esjuna, og sagði: „Þessu fjalli man ég alltaf eftir, ég leit alltaf til þess á hverjum morgni þegar ég kom út úr bragganum”
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.