Vikan


Vikan - 27.07.1978, Blaðsíða 18

Vikan - 27.07.1978, Blaðsíða 18
reið á vaðið og gaf út blað sem hét War News. Ég seldi það meðal annars niðri við Lágafell, en herinn hafði lagt undir sig stóru hlöðurnar hans Thors Jensens. Mér fannst skrýtið, að þeir elduðu úti og þar komst ég fyrst í kynni við enskt te og stóru hveitibrauðssneiðarnar, sem þeir borðuðu yfirleitt með sultu eða marmelaði. Þetta þótti mér mikið sælgæti. Eftir að War News hætti að koma út byrjaði Sigurður Benediktsson, síðar uppboðshaldari, að gefa út blaðið Daily Post, sem síðan kom út reglulega í langan tíma. Þegar það kom fyrst út voru Kanadamennirnir komnir, og mér er minnisstætt, að ég seldi kanadískum loftskeytamanni blað. Hann fann eitt- hvað áhugavert i því og sendi frétt úr blaðinu til stöðvar í Hveragerði. Eftir smástund var allt komið í háaloft, loft- skeytamaðurinn var færður til yfirheyrslu, því fréttin, eða frettirnar, sem hann sendi til Hveragerðis, voru frá Berlín og höfðu ekki verið ritskoðaðar af breska hernum. Loft- skeytamaðurinn slapp með skrekkinn, þvi hann gat sýnt þeim blaðið, em hann hafði lesið í góðri trú. Þessi Kanadamaður var af dönsku bergi brotinn. Starfsaðstaða hans var ekki upp á marga fiska, því hann mátti fyrstu vikurnar híma við loftskeytatækin undir tjaldi aftan á vörubíl, eða hálfkassabíl. Eitt sinn, er hann var illa haldinn af kvefi eða lungnabólgu, bað hann okkur strákana að fylla nokkra brúsa af heitu vatni, sem við settum síðan upp á bílpallinn til að hita upp íverustað hans. — Hvernig bíla höfðu þeir? — Englendingar höfðu mestan part 3/4 tonna vörubíla af gerðinni Bedford, en Kanadamennirnir voru mest með Ford og Chevrolet. Svo voru þeir með opna skrið- dreka, svonefnda Bren-vagna, og voru þeir staðsettir á Reykjamelum. Upp við Helga- fell höfðu þeir fallbyssur, en heima við voru þeir með litlar skriðdrekabyssur, sem okkur þótti að vonum mikilfengleg verk- færi. DRUKKNIR KANADAMENN í HEIMSÓKN — Manstu eftir einhverjum árekstrum við Bretana? — Nei, ekkert, sem orð er á gerandi, en aftur á móti varð allt ókyrrara eftir að Kanadamennirnir komu, enda var sam- band þeirra og Englendinga oft nokkuð stirt, einhver landarigur. Eitt sinn höfðu nokkrir Kanadamenn komist yfir vín, sem geymt var í kjallaranum heima. Þegar þeir voru orðnir vel hífaðir, bönkuðu þeir uppá hjá okkur og pabbi bauð þeim til stofu. Kokkur liðsforingjanna hafði komist að þessu og klagaði í mann, sem alltaf var kallaður mister Loftson, en hann var Vestur-íslendingur. Hann kom til að sækja Kanadamennina, en pabbi sagði, að hann sækti hvorki þá né aðra gesti sína nema með sínu samþykki. En þeir fóru samt inn. Þegar Kanadamennirnir sáu hver var þarna kominn þorðu þeir ekki annað en gefa sig fram. Þe;' voru allir settir undir lás og slá i vaktskúrnum hjá hliðinu hima. Pabbi kærði aftur á móti Mister Loftson og mann að nafni Lawrence, sem með honum var, fyrir ókurteisi. Mister Loftson fékk ákúrur, en Lawrence missti strip- umar sínar þrjár, sem honum hefur eflaust fallið þungt. ÍSLENDINGUR FÉKK SKOT í FÓTINN — Ég minnist þess að hafa heyrt um íslending, sem fékk skot í fótinn á hlaðinu heima á Brúarlandi. — Það er rétt. Þessi maður hét Einar. Hann var undir áhrifum þegar þetta gerðist Magnús Lárusson starfar i dag sem smiður 6 Reykjalundi og var eitthvað aðgangsharður við vaktmann- inn, sem missti þolinmæðina og skaut hann í fótinn. Einar komst einhvem veginn upp að Garði til Magnúsar Sigurðssonar, sem ók með hann í bæinn til læknismeðferðar. Einar þessi varð aldrei ajfngóður í fætinum, og dó nokkru seinna. Eitt sinn varð dauðaslys í brekkunni þar sem Hlégarður er núna, og var aðdrag- andinn sá, að hermenn.sem voru í Brautar- holti. voru að koma úr Sundhöllinni í Reykjavík. Þeir sátu aftan á 3/4 tonns bílum og þegar bílarnir komu niður brekk- una, sem var öll í beygjum, fór einn bílinn skyndilega þversum. Þar sem stutt var á milli þeirra, þá ultu þarna þrír bílar og hermennirnir hentust út af þeim. Margir slösuðust, en hjálmarnir á höfðum þeirra björguðu flestum frá alvarlegum meiðslum, en samt lét einn maður lifið í þessu slysi. — Máttu hermennirnir koma á skemmt- anir í Brúarlandi eftir að liðsforingjarnir fóru úr kjallaranum? — Nei, þeir máttu það ekki. Þeir höfðu sína eigin samkomustaði. Fyrst í stað höfðu þeir bíósýningar í tjöldum, annað bíóið, sem ég man eftir, var á túninu á Reykjum, en hitt var á túninu á Reykjahvoli. Bresku hermennimir höfðu lltið fé handa á milli, en þeir fengu ákveðinn skammt af sígarettum og rommi vikulega. Margir söfnuðu romm- skammtinum til að geta gert sér glaðan dag inn á milli, en þegar sígarettunum var út- hlutað var algengt að þeir spiluðu um skammtinn. Ef sígarettuskammturinn dugði ekki, þá gátu þeir keypt sígarettur af hinum litlu launum sínum. Ég man eftir einum mjög háttsettum enskum herforingja.sem var heima. Hann átti kolanámur í Englandi og einn í herliðinu heima hafði unnið hjá honum áður en striðið braust út. Sá var kallaður Tommy, en þótt hann væri ekki nema 19 ára, var hann samt kominn með þrjár strípur (liðþjálfi). Félagar hans sögðu að þann frama ætti hann eingöngu að þakka þessum herforingja, sem hann hafði áður unnið hjá. Þeir litu Tommy alltaf hornauga vegna þessara tengsla! OG ÞÁ SPANGÓLAÐI HRINGUR GAMLI Þá var eftirminnilegt þegar Gort lávarður, yfirmaður stórs hluta enska hersins, kom i heimsókn. Hluti af móttöku- hátíðinni var fólginn í sekkjapípuleik Kandamanna, sem voru af skosku bergi brotnir. Mig minnir að þeir hafi kallað sig Cameroun Highlanders of Ottawa. Þeir tóku eina æfingu á hlaðinu heima, en um leið og gamli hundurinn okkar hann Hringur heyrði í sekkjapípunum, kom hann hlaupandi, settist fyrir framan stjóm- andann og byrjaði að spangóla allt hvað af tók. Yfirmennirnir báðu okkur blessaða að loka hundinn inni, þegar lávarðurinn kæmi og var þvi lofað. Þegar stóra stundin rann upp, lokuðum við Hring inni í hesthúsi, en rétt þegar sekkjapípu- leikarnir voru byrjaðir, kom Hringur hlaupandi og se.ttist spangólandi fyrir framan stjómandann. Þegar við fómm að rannsaka málið, kom í ljós, að eina rúðu vantaði í glugga í hesthúsinu, og þar hafði Hringur troðið sér út er hann heyrði hina mögnuðu tóna sekkjapípanna. — Var ekki mikil breyting þegar Kaninn kom? — Jú, allur útbúnaður þeirra var svo miklu fullkomnari. Þeir voru mun snyrti- legar klæddir og höfðu meiri fjárráð en Bretarnir. Þeir voru miklu fjölmennari og mjög margir braggar bættust við í þeirra tíð. Til dæmis stækkaði kampurinn heima mikið við komu þeirra. Þá sáum við fyrst 10 hjóla trukka og alvöru skriðdreka, sem voru staðsettir í námunda við Helgafell. Þótt Kanarnir væru á margan hátt frjáls- legri en Bretarnir, þá urðu samskipti okkar 18 VIKAN 30. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.