Vikan - 27.07.1978, Blaðsíða 34
að neita að koma. Er Stjörnumessan ekki
samkoma fyrir ,sanna" listamenn?
Ja, ég veit það ekki. Það er dálítið erfitt
að átta sig á Bjólunni. Þetta er sjálfsagt
eitthvað pólitiskt hjá honum. Nú, og svo
er náttúrlega hægt að vera andstyggilegur
og hugsa sem svo að hann telji það betri
auglýsingu að koma ekki fram. Ég vil nú
ekki þó ætla honum slíkar hugsanir.
Hann hlýtur að hafa sínar ástæður,
hverjar sem þær eru.
Ég verð að játa það að ég var dálítið
ragur við að koma fram þarna á Hótel
Sögu. Það stóð í sambandi við það fólk,
sem ég taldi að myndi koma á svona
skemmtun. Ég átti von á svona jet set
liði. En ég var ánægður með áheyrendur
þegar til kom. Skemmtunin lukkaðist
mjög vel.
Þú nefndir pólitík áðan. Ertu
pólitískur?
Ja, maður kemst ekki hjá því að vera
pólitískur. Hins vegar er mér úthýst úr
öllum flokkum — held ég.
Nú lítur þorri almennings eflaust á þig
sem argasta vinstrimann.
He, he. Ekki Alþýðubandalagið. Þeir
halda að ég sé einhvers konar öfgasinni,
anarkisti eða eitthvað þess háttar.
En þú hneigist frekar til vinstri en
hægri, er það ekki?
(Hugsar sig um) Jú, sennilega bara.
(Hlær bersýnilega innra með sér)
Hefurðu nokkurn tíma verið beðinn
um að semja áróðurskveðskap?
Já, ég hef samið eftir pöntun fyrir
Fylkinguna. Það var á ensku.
Nú?
Já, það byrjar svona:
Yankee, yankee go home
go home yankee, go straight.
Ég held ég hafi heyrt þig flytja þetta
lag á hljómleikum. í Félagsstofnun
stúdenta.
Já, það getur passsað.
Þú kemur talsvert fram opinberlega,
eða öllu heldur hálfopinberlega, þvíað
skemmtanir þínar eru sjaldnast auglýstar.
Ég kem já aðallega fram hálfopinberlega
í skólum, — mestan part í skólum. Svo
skemmti ég á framboðsfundi Fylkingar-
innar fyrir alþingiskosningarnar á
dögunum.
Ergott að skemmta stúdentum?
Sko. Ef maður getur sagt sem svo að
maður eigi einhvers staðar ætt og óðul,
þá eru stúdentar alltaf pottþéttir
áheyrendur. Eins er með mennta-
skólanemendur.
Snobba þeir fyrir þér?
Það held ég ekki. Ég held bara að
þeim falli textarnir mínir í geð. Ég get
leyft mér allan djöfulinn á skemmtunum
hjá þeim. Hæðist að sjálfum mér og þeim
og geri hvað sem er. Maður byrjar svona
á lágu nótunum á hljómleikum í Félags-
MEGAS
Framhald
stofnuninni og hjá menntaskólunum og
spanar síðan atmosferuna upp.
Þú heldur mjög langa hljómleika
leikur í tvær klukkustundir í senn. Ertu
ekki dauðþreyttur að svona löngum
hljómleikum loknum?
Jú, en ég hef meira gaman af að spila í
langan tima í einu. Ég hef náttúrulega hlé
á milli. Það er skemmtilegra að byrja með
því að hita sig rólega upp.
Mér sýnist þú vera ákaflega tauga-
óstyrkur í upphafl hljómleika.
Jú. Ég er mjög senuhræddur.
Fer það aldrei af þér?
Nei. Ef maður er senuhræddur á annað
borð, þá losnar maður aldrei við það.
Þegar þú svo stendur þarna uppi á
sviði syngjandi og spilandi á kassagítar,
ertu þá með heila hljómsveit í höfðinu?
Á köflum já, en reyndar ekki alltaf.
Ertu með eitthvað ákveðið í huga?
Já, lagið Grísalappalísa.
í endinum á Grísalappalísa er ég með
heila hljómsveit i huganum.
Talningin í laginu ersvo hárrétt hjá þér
að þú gœti ekki gert betur með trommu-
leikara þér til aðstoðar.
Já, þú átt við talninguna, þegar ég
stoppa í laginu. Maður hefur nú lært
sitthvað af Little Richard. (Hlær) Þetta er
pæling í þvi frumstæðasta rokki, sem hægt
er að hugsa sér.
Þú hefur oft verið ásakaður um að
vera undir sterkum áhrifum frá Dylan. Á
sú ásökun rétt á sér? Er Dylan fyrirmynd
þín?
Fyrirmyndirnar hafa bara verið svo
margar. Hvers vegna nefna menn ekki
Kinks? Hvers vegna nefna menn ekki
Rolling Stones? — Dylan byrjaði á kassa-
gítar og samdi texta, sem gengu í berhögg
við hugsunarhátt sumra venjulegra
borgara. Þess vegna þótti handhægt að
heimfæra hann uppá mig ... það er
alltaf verið að reyna að feðra menn.
Donovan var alltaf á annarri
bylgjulengd. Ég hafði mjög gaman af
honum, á tímabili allavega. En auk þess
átti Dylan til ýmsa röff takta og þegar
fólk gat ekki skýrt hlutina með öðru móti
þá feðraði það hann við mig.
Á hvað hlustarðu helst núna?
Ég hlusta nú eiginlega ekki á neitt
sérstakt, — ég er alveg alæta. Fyrir
skömmu var ég kominn í klassiskt flipp,
ekkert þó í samhengi við Nú er ég
klæddur og kominn á ról. Þetta var mikið
til Stravinsky sem ég hlustaði á. Hún er
ákaflega roxy, músíkin hans. Já, ég hlusta
á hvað sem er, það háir manni bara hvað
maður er ógurlega fáfróður. (Hlær við.)
Ég hef dálítið verið að spá í Bowie.
Hann er helvíti góður. Nú, og svo er það
Lou Reed. Nema hvað ég hlusta ekki á
hann, en viðurkenni hann sem mikinn
snilling. Ég fékk lánaða plötuna Berlín og
hún var svo þunglyndisleg að ég hlustaði
ekki á hana nema einu sinni.
Nú?
Já, hún dró mig svo ógurlega niður, án
þess að þar væri nokkur kafli.sem hifði
mann upp aftur.
Ertu hræddur við að hlusta á annarra
tónlist af ótta við að verða fyrir áhrifum?
Nei, það er ekki það. Mér finnst ágætt
að verða fyrir sem mestum áhrifum.
Maður semur jú alltaf út frá þeim
áhrifum sem maður verður fyrir. Svo fær
maður ideur án þess beint að vera að
stæla nokkurn. Það sprettur bar upp ídea
þegar maður hlustar á einhverja músík án
þess þó að hægt sé að leiða neinn skyld-
leika til þess sem gefur manni
hugmyndina, sko.
Bítlarnir hafa viðurkennt að hafa stolið
miklu af sinni tónlist.
Það er voðalega erfitt að komast hjá
því að stela. Hins vegar læt ég þess alltaf
getið þegar ég stel.
Áður en við Ijúkum þessu rabbi langar
mig til að spyrja þig um hljómleikaferða-
lag, sem þú fórst í um nokkur Evrópu-
lönd fyrr á árinu.
Já, ég hélt sex konserta í útlöndum.
Það voru stúdentar í Kaupmannahöfn,
sem borguðu fyrir mig miðann. Þaðan fór
ég til Oslo, og síðan aftur til Köben og
Árósa. Þaðan lá leiðin til Lundar og eftir
það til Köben og loks Amsterdam í
gegnum Þýskaland. Ferðin endaði síðan í
París.
Hafðirðu einhverjar tekjur af þessu
ferðalagi?
Nei, þær fóru nú mestan part í uppi-
hald.
En ómælda ánægju?
Já og svo náttúrlega auglýsingu.
Hverjir komu til að hlusta á þig?
Jaaa. Það var alveg troðfullt í Köben
og mjög margt i Osló, Lundi og Árósum.
Það eru ekki margir íslendingar í Amster-
dam, en ég söng þar á krá ... (Brosir
breitt)
Hvers vegna glottirðu svona drýg-
indalega?
Haa, jú það var bara þannig að hann
Tryggi Ólafsson listmálari, sem var með
34 VIKAN 30. TBL.