Vikan - 27.07.1978, Blaðsíða 5
11. grein
ikjur í
1 rauninni er Fiskekœlderen
bara kjallarinn undir kunnu
veitingahúsi, sem heitir Den
Gyldne Fortun. Sagt er, aö þar
uppi sé í hádeginu boöiö upp á
eitt glæsilegasta kalda borð
Kaupmannahafnar. 1 apríl
kostaði aðgangurinn aö því 75
krónur danskar eða 4000
íslenskar, en átti 4. maí aö
hækka upp I 82 krónur.
Einhvern tíma verð ég aö prófa
það.
Húsiö er greinilega merkt
veitingastofunni Den Gyldne.
Fortun, en Fiskekælderen er
aðeins auðkenndur á hurðinni
að horndyrunum, sem liggja
niður I kjallarann. Á töflum
beggja vegna dyranna eru þó
skráð sértilboð dagsins, sem fara
eftir ajlabrögðum næturinnar.
LAXAFROÐA OG LÍKJÖR
MIKIÐ NOTAÐ
Dagprísar voru á öllum
réttum matseðilsins, og voru
þeir greinilega ekki gefnir. 1 for-
rétt var til dæmis hægt að fá
hina frægu, frönsku fisksúpu,
Bouiílabaise, á 82 krónur og
reyktan lax á 72 krónur. Fisk-
súpan er ekki afgreidd fyrir fœrri
en tvo í senn.
Meðal annarra forrétta var
laxafroða á 22 krónur, rækju-
brauð á 26 krónur, síld á 13
krónur, þrenns konar síld á 34
krónur, gravlax á 29 krónur,
laxabrauð á 38 krónur og rækju-
salat á 29,50 krónur.
Meðal aðalrétta var hvítvíns-
soðin lúða á 48 krónur, ofn-
bakaður körtufóki á 72 krónur,
hvítvíns- og líkjörsoðinn laxá 72
krónur og skarkoli í laxafroðu á
51 krónu.
Einnig var hægt að fá lax,
sandkola ogskarkola, gufusoðna
hlið við hlið íþurru amontillado-
sérríi, á 68,50 krónur, blandaða
sjávarrétti í riesling — hvítvíni
frá Alsace á 69 krónur, djúp-
steiktan humar á 62 krónur og
fakaðan silung, fylltan laxa-
froðu, soðinn í fólíu, á 64,50
krónur.
líkjör
SK ARKOLINN VAR
ALDEILIS EKKIFRYSTUR
Við vorum tvö og fengum
okkar í annan forréttinn eina af
sérgreinum hússins, svonefnt
„Cassolette d’Escargots Farcies
Duc de Bourgogne. ” Það
reyndust vera vínakrasniglar í
Iaxafroðu, bornir fram í
kuðungunum. Ég tek ekki of
djúpt í árina, þegar ég segi þá
hafa verið æðislega góða.
Hinn forrétturinn var einnig
mjög góður. Það var „Marmite
de Pecheur” eða sjávarrétta-
súpa, ættuð frá Miðjarðar-
hafinu, soðin í eldfastri leirskál.
Annar aðalrétturinn var „La
Cassolette des Moules Nicoice”
Það var blanda af krœklingi í
skelinni og skarkola, hvort
tveggja gufusoðið í hvítvíni.
Þetta varfrábært, enda varskar-
kolinn greinilega ekki frystur,
eins og of oft vill brenna við á
íslenskum veitingahúsum.
Frystur skarkoli verður bragð-
laus.
Hinn aðalrétturinn var enn
betri. Það var „Le Gratin de
Fruits de Mer Selon Fernand
Point", fullt fat af blönduðum
sjávarréttum. Þar voru lax,
körtuflóki, þykkvalúra, jóm-
frúrhumar og rækjur, gufusoðið
með dilli, papriku, sveppum,
A töflum beggja vegna dyranna
niflur i Fiskekœtderen eru skráð sér-
tilbofl dagsins, sem fara eftir afla-
brögðum næturinnar.
tómati og fleiru í NouiIIe Prat
líkjör og síðan bbndað humar-
súpu og kremsúpu.
ÞETTA KOSTAÐI 5.400
KRÓNUR Á MANN
Allur þessi góði matur var I
rauninni of mikill, þótt lystin
væri í besta lagi. Við lögðum því
ekki í eftirrétt, en drukkum sem
svarar einni flösku af hvítvíni
hússins með matnum.
Vínið kostaði 48 krónur,
sniglarnir 38,50 krónur, sjávar-
réttasúpan 36,50 krónur,
kræklingurinn 46 krónur og
Idag:
Fiskekœlderen
blönduðu sjávarréttirnir 66
krónur. Alls nam reikningurinn
237 dönskum krónum á tvo eða
5.400 krónum íslenskum á
mann.
Þeim, sem treysta sér til að
verja miklu fé til kaupa á góðu
hvítvíni með matnum, má
benda á, að þarna fæst ágœtur
árgangur, 1969, af Chateau
Issan, sem er 3ieme Cru frá
Margaux í Medoc-sveit Borde-
aux-héraðs. En flaskan kostar
líka 195 krónur danskar, sem
þykir þar í rauninni vera
hagstætt verð.
Mér þætti gaman að frétta,
hvort einhverjir hafa svipaða
reynslu af öðru hinna tveggja
fiskihúsanna í götunni. Ef svo
er, þá má Kaupmannahöfn vera
stolt af þessari grein á veitinga-
húsameiði sínum.
RÚMAR EKKIMIKINN
FJÖLDA GESTA
Fiskekœlderen lætur lítið yflr
sér og rúmar ekki mikinn fjölda
gesta. Innréttingar eru notaleg-
ar, og vel menntaðir þjónarnir eru
vingjarnlegir. Ég hefði gjarnan
viljað snæða þar aftur þegar að
kvöldi sama dags, en til j)ess var
akki aðstaða, úr því að lesendur
Vikunnar verða að fá að frétta
af fleiri veitingahúsum í Kaup-
mannahöfn.
(Fiskekælderen, Ved
Stranden 18, sími 12 2011).
Jónas Kristjánsson
í nœstu viku:
Kong Hans
Kælder
30. TBL.VIKAN 5