Vikan - 27.07.1978, Blaðsíða 35
mér, fór í yfirþjóninn og spurði hvort
hann myndi gangast inn á að ég upphæfi
mina raust þarna.
Þessi krá var á tveimur hæðum.
Hollendingarnir voru uppi, en íslend-
ingarnir lögðu undir sig neðri hæðina.
Yfirþjónninn samþykkti að ég fengi að
syngja þarna, en þó með þeim fyrirvara
að ef mjög margir Hollendingar kæmu
inn þá yrði ég að hætta ef þeir vildu
heldur fá að hlusta á einhverja diskó-
tekmúsík. Nú en svo urðu Hollingingarnir
bara svo djöfull imponeraðir að ég spilaði
þarna mitt prógramm.
Já. það segja mér margir að Hollend-
ingarséu mjöggóðir áheyrendur.
Mjög góðir. Þeir komu alveg í staðinn
fyrir trommur hjá mér. Þeir klöppuðu
stöðugt í takt.
Nú, í Paris lék ég á stað, sem var bæði
matsölustaður og krá. Þar var búið að
drekka upp allan bjór klukkan hálftólf.
Eigandinn þurfti að senda sérstaklega eftir
varabirgðum. Fólkið,sem kom þarna.var
íslendingar og síðan þeirra vinir. Mér
þótti gaman að því að það komu einir
þrjátíu íslendingar til að hlusta á mig í
Paris. Hins vegar þykir það metaðsókn á
SÍNE fundum þar, þegar mæta svo sem
átta manns.
Já, og á Norðurlöndunum hafa þá
væntanlega einnig aðallega komið íslend-
ingar til að hlusta á þig. Þú ert ekki
orðinn nafn í Skandinavíu, ennþá að
minnsta kosti?
Ja, ég veit ekki betur en að ég sé eini
maðurinn á íslandi, sem er nefndur í
nýjustu rokkhandbók Politiken. Ég hef
ekki séð þessa bók en mér var sagt frá
þessu.
Það kom hingað Dani, mig minnir
þegar ég var að taka upp Náttkjólana, og
hanr. spurði mig spjörunum úr. Það var
víst sami maður og hafði eitthvað með
ritstjórn þessarar bókar að gera. Mér
finnst undarlegt að ég sé eini íslend-
ingurinn sem getið er i þessari bók.
Maðurinn hlýtur að hafa kannað
músíkmarkaðinn hér.
Honum hefur þá líkað svona vel það
sem hann heyrði hjá þér.
Ja, það hefði naumast getað verið
annað en textar sem honum hefði líkað.
En varla hefur hann skilið þá. Auk þess
er músikin hjá mér ákaflega afturhalds-
söm. Það er ekki hægt að neita því.
Afturhaldsöm?
Jaá. Nema kannski punkið. Miðað við
aðrar plötur þá eru mín lög ansi
gamaldags. Lítum hérna á Saga úr
sveitinni sem dæmi. Tvö vers, viðlag,
tvö vers, viðlag, tvö vers, viðlag, tvö vers,
viðlag. Það er ekkert skrítið að Pétur
Kristjánsson skuli hafa sagt það í
gagnrýni sinni á Millilendingu i Samson
að greinilegt væri að ég semdi fyrir kassa-
gítar. Ég hef naumast aðstöðu til annars.
En þú getur útsett lag fyrir víbrafón án
þess nokkurn tíma að hafa litið hann
augum.
Já , en það er uppbyggingin í lögunum,
sko. Uppbygging laganna er óskaplega
kassakennd, þjóðlagakennd. Ekki mjög
flóknar kaflaskiptingar. Meðan músíkin á
þessum plötum, sem er verið að gefa út, er
mun flóknari. Enda er þar voðalega mikið
samið í sameiningu. Það er kannski
einhver einn skrifaður fyrir lagi, en þarna
liggur samvinna að baki.
Við vorum víst að ræða um hljóm-
leikaferðina. Hefur komið til tals að þú
farir aðra ferð?
Nei. Ég varð þreyttur á útlandinu.
Er nokkuð fleira um ferðina að segja?
Neiiií. Ja, jú. Ég var tekinn sem
hryðjuverkamaður þegar við komum frá
Danmörku til Þýskalands. Við fórum þar
í gegn á leiðinni til Hollands. Við vorum
samferða, ég og Tryggvi Ólafsson list-
málari. Það var svona röð af fólki sem fór
úr ferjunni frá Danmörku, hópur af fólki.
Okkur var kipot út. Við vorum leiddir
þarna inn í eitthvert tollherbergi. Það
þurfti náttúrlega að athuga gítarinn til
þess að sjá hve margar vélbyssur væru
faldar í honum. Töskur voru rifnar upp.
Svo sá maður að á veggnum hékk
mynd eða svona stórt plakat með
myndum af Baader-Meinhof hryðjuverka-
mönnunum. Bráðum kemur mynd af
mér, mæta góða á vegginn hér, datt
okkur I hug. Svo þegar ekkert fannst á
okkur reyndi tollarinn að hanka okkur á
lambslæri sem Tryggvi var með handa
kunningja sinum í Amsterdam. Tollþjónni
hringdi í allar áttir vegna lambslærisins,
en öllum bar saman um að allt væri í lagi
með það transit í gegnum landið. Þá varð
hann ægilega fúlll og sagði: „Þið eruð að
missa af lestinni ykkar.”
Þeir eru helvíti strangir þarna í
Þýskalandi út af borgarskæruliðum.
Já. Þeir eru það. Og svo verkar þetta
hvað á annað. Á spjaldinu stóð að
milljón marka verðlaun væru í boði fyrir
upplýsingar um þetta fólk, svo að til
mikils er að vinna.
Skrítið að þessir hryðjuverkamenn eiga
þaðflestir sameiginlegt hversu lágvaxnir
þeir eru.
Já, — er þaðjá? Það er skrítið. Svo
er þetta oft af góðu fólki. Það hefur oft á
tíðum byrjað sína pólitísku starfsemi oft á
tiðum með munninn og pennann. En svo
bara verður það örvæntingarfullt og fer
lengra og lengra í þetta borgarskæruliða-
amstur.
Skyldum við íslendingar eiga eftir að
eignast okkar borgarskæruliðahóp?
Ja, það gerðist nú einu sinni að
Bandarikjamenn urðu illa hræddir.
Hvenœr var það?
Það var þegar ikveikjusprengjan
mistókst þarna uppi í Hvalfirði. Þá fóru
yfirheyrslurnar þannig fram að íslenska
löggan sem yfirheyrði þurfti alltaf að vera
að fara á klósettið. Sömuleiðis var hún
alltaf að spyrja þann sem hún yfirheyrði
hverju sinni, hvort hann þyrfti nú ekki
að skreppa fram. Þegar viðkomandi sagði
nei, fór löggan samt fram fyrir. En svo
kom hún aftur fermd af spurningum.
Þá var amerískur séffi í næsta herbergi.
Hann mátti náttúrlega ekki yfirheyra, —
það mátti ekki vitnast. Þetta var voðalega
gagnsætt.
Hverjir lentu aftur í þessu máli? Var
Ragnar Stefánsson ekki eitthvað flæktur í
það?
Ragnar Stefánsson gerði það glappaskot
að stela batteríi frá Veðurstofunni. Þetta
var dálítill hópur. (hógværlega) Ég var
aðeins blandaður í þetta.
Komstu einhvers staðar nœrri þessu?
Nei. Ég átti sko að vera alibí fyrir
hópinn. Konan mín fyrrverandi var
formaður Reykjavíkurdeildar Fylkingar-
innar og við áttum að bera það að
samkvæmi hefði verið hjá okkur um
nóttina og fólkið allt þar. Það kom aldrei
til þess að við þyrftum að bera það, þvi
að þetta komst svo greinilega upp frekar
fljótt.
Það var vandlega passað upp á að
menn væru ekki teknir i vinnunni og ekki
heima hjá sér, heldur fylgst með þeim og
þeir teknir einhvers staðar úti á víða-
vangi. Það benti til þess að einhver
hræðsla væri út af þessari tilraun. Menn
vissu greinilega ekki hvort þetta var bara
eitthvað út í bláinn eða upp var kominn
öflugur hópur, sem hafði mistekist þarna
en gæti gert eitthvað annað.
Ég var í Landsbankanum þegar þetta
komst upp. Um leið og ég var búinn þar
dreif ég mig upp í strætó og fór beinustu
leið til kunningja míns og svaf þar um
nóttina. Enda var hvítur Volkswagenbíll
alltaf að sveima í kring þar sem ég átti þá
heima. (Hlær).
Varstu yfirheyrður?
Nei, ég slapp.
Þú ert þá ekki á skrá.
Nei, æili ég sé ekki á öðrum skrám.