Vikan


Vikan - 27.07.1978, Blaðsíða 43

Vikan - 27.07.1978, Blaðsíða 43
í höndum lögreglunnar Kæri draumráðandi! Mig langar að biðja þig að ráðafyrir mig draum. En hann er svona. Ég var að labba hjá lögreglustöð Akureyrar og kom þar við til að fara í sjoppu, sem var þarna inni. Það var einhver með mér, sem ég þekkti, en vissi ekki, hver var í draumnum. Svo fór ég og bað um allskonar sælgæti, og það var lögga I búningi, sem afgreiddi mig, og hann sagði, að þetta kostaði tuttugu krónur, en ég átti ekki nema fimmtán krónur, og hann lét það nægja, nema hann skráði það I einhverja bók, að ég hefði ekki borgað allt. Svo liðu nokkrir dagar, og ég átti þar leið um og ákvað að kaupa gott fyrir fimm krónur, en þegar ég kom inn, þá vildi löggan ekki afgreiða mig. Hún skipaði mér að labba inn I herbergi, svo kom hann með blöðru og bað mig að blása hana upp. Þegar ég var búin að því, þá sagði löggan, að ég væri ólétt, þá hló ég að honum. Þá sagði hann við mig, að ég skyldi fara fram og láta keyra mig heim, en ég hlustaði ekki á hann og labbaði beinustu leið að útidyr- unum, og á leiðinni voru tveir lögregluþjónar að krota niður skýrslu, svo labbaði ég bara út (þá var ég ein). En úti var bróðir minn á bílnum sínum og manneskjan, sem fór með mér í fyrra skiptið. Ég fór upp í bílinn, og það fyrsta, sem ég sagði við bróður minn, var: Viltu ekki segja mömmu ogpabba, að ég lenti I höndum lögreglunnar. Meira þurfti égekki að segja, því hann var búinn að fylgjast með öllu I gegnum gler. Svo vaknaði ég- P.S. Mérfannst þessi manneskja, sem ég fór með í fyrra skiptið og sem var í bílnum hjá bróður mínum, að það væri strákur, sem ég þekki (var með honum á föstu fyrir hálfu ári). Ein sem bíður spennt eftir birtingu. Þessi draumur boðar þér lítilsháttar erfiðleika, sem þér reynist þó ekki um megn að sigrast á. Þú þarft að vera vel á verði gagnvart þeim, sem þú umgengst, ekki aðeins gagnvart óheilindum þeirra í þinn garð, heldur ekki síður að varast sjálf að sýna óheilindi. I söngvakeppni Kæri Draumráðandi! Vinkonu mína dreymdi draum fyrir stuttu, sem hana langar að fá ráðningu Mig dreymdi á. Draumurinn var svohljóðandi: Henni fannst strákur (sem er jafn- gamall henni) vera heima hjá henni, og þau trúðu hvort öðru fyrir ýmsu, til dœmis sagði hann henni, hvað hann ætlaði að verða. Sagðist hann œtla að verða skipstjóri og hann sæi svo eftir því að hafa ekki byrjað fyrr að læra það. Svo fannst henni frændi sinn vera þarna (hann er eins og hálfs árs), fannst henni hann detta og fara að gráta, þá kom þessi strákur og kyssti á meiddið. Ég tek það fram, að þessi strákur og vinkona mín eru, ef svo má segja, óvinir. Svo langar mig að biðja þig að ráða fyrir mig tvo drauma. Þeir eru svona: Mér fannst ég vera að syngja í Evrópsku sjónvarpskeppninni, og keppti ég auðvitað fyrir íslands hönd. Það var verið að lesa upp stigin, og var lagið, sem égsöng, með þeim efstu, mig minnir í öðru eða þriðja sæti, svo kom eitthvert annað land, og þau, sem kepptu fyrir það, hentu mér frá. Mérfannst ég ekki kunna neitt I ensku, þar var ungur maður, sem ég þekki (hann er fimm árum eldri en ég), og mér fannst ég taka í hönd hans, og var hún köld. Hann leiddi mig út og sýndi mér húsið, sem sungið var I. Var þar einn gangur, sem mér er minnis- stæður. Hann var stór og dimmur, þar varenginn. Þegar við vorum á miðjum ganginum, snéri hann sérsnöggt við, og stóð ég beint fyrir framan hann. Þannig endaði þessi draumur. Sá síðari er svona. Mér fannst ég vera að gifta mig, og var ég I svörtum kjól. Þegar ég er komin út úr kirkjunni og presturinn stendur í dyrunum, þá hleyp ég af stað, og nær maðurinn, sem ég var að giftast (ég kalla hann bara x), I höndina á mér. Svo fannst mér ég vera komin í íbúðina, sem X gaf mér, hún var lítil ogfalleg. Hún var öll dúklögð, nema stofan var teppalögð. Eannst mér ég segja við X, að þarna væri gottfyrir barnið okkar að skríða (ég er hvorki gift né ófrísk og var ég það heldur ekki í draumnum). Svo fannst mér ég vera ein í húsinu og vera að taka til. Með fyrirfram þökk fyrir biriinguna. Draumur vinkonu þinnar boðar henni mótlæti, sem er á einhvern hátt tengt velgengni piltsins, sem var með henni í draumnum. Fyrri draumur þinn er þér ekki alls kostar góður fyrirboði. Það mun verða komið óheiðarlega fram við þig, og þótt allt fari vel að lokum, mun beiskja sitja eftir í hug þínum lengi á eftir. Síðari draumurinn boðar, að þér verður trúað fyrir leyndarmáli, en það veldur þér nokkrum óþægindum. Úr þeim rætist þó brátt, og þú mátt búast við fjörlegu skemmtanalífi. Hann hvarf í fjarska Kæri draumráðandi! Mig langar til þess að biðja þig að ráða fyrir mig draum, sem mig dreymdi um daginn og hann er a/gjörlega fastur í hausnum á mér. Mig dreymdi, að það væri partý heima hjá mér, og þar var fullt af fólki, þar á meðal var strákur, sems ég hef verið með á föstu, en er bara með honum stundum og stundum núna. Ég var með honum þetta kvöld í draumnum. Svo fór ég út að labba með vinkonu minni, og þegar ég kom til baka, þá ætlaði ég að tala við strákinn. Tók ég í öxlina á honum, en þá sá ég, að hann var með annarri vinkonu minni. Fór ég í burtu eftir að hafa sagt eitthvað við þau. Svo fór ég aftur út að labba og sá þau saman fyrir utan húsið, sem ég á heima I. Þegar ég kom heim, ællaði ég að tala við hann aftur, en þá sá ég hann hverfa úr dyrunum á leið heim til sín. Ég hljóp á eftir honum, en þegar ég leit út, sá ég hann langt I fjarska hverfa á milli trönustaura. Ég tek það fram, að ég er mjög hrifin af honum núna. Kolla Draumur þessi er vini þínum fyrir góðu, en þér er hann viðvörun um, að atburðir kunni að gerast öðru vísi en þú vildir, og þú mátt gæta þín að verða ekki að athlægi í sambandi við ástamál þín. 30. TBL.VIKAN 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.