Vikan


Vikan - 27.07.1978, Blaðsíða 39

Vikan - 27.07.1978, Blaðsíða 39
af henni leiddi, og þaö vakti athygli hennarósjálfrátt. Maöurinn er ekkert annað en fress, hugsaði hún önug. Ross þrýsti hönd hennar eins og hann hefði lesið hugsanir hennar og sagði —: „Ég verð að lokka þig frá nýja vininum — nýju vinunum þinum, og sýna þér eyjuna okkar. Skuggsæl skóglendi og kyrrláta dali." Hann þrýsti hönd hennar einu sinni að lokum, og sleppti henni svo, og hún néri henni af yfirveguðu ráði og áberandi við pils sitt, þó svo að hönd hans hefði verið hlý og þurr. Ross hló svolítið við. Flora stóð hjá þeim, fylgdist með þessum stutta gaman- leik með lítið laumulegt bros á vörum sér, leit svo á bróður sinn augnaráði, sem Isabel gat engan veginn skilið. „Þú ættir ekki að striða vesalings Isa- bel svona. Ross,” sagði Flora og hló við. „Mundu að hún er gestkomandi, og er ekki vön okkur hérna. „Ég vona. að veðráttan eigi eftir að eiga jafn vel við þig," hélt hún áfram, og snéri sér að Isabel. „Við kunnum vel við hana. en við erum harðgert fólk, og ókunnugum finnst loftslagið stundum ekki jafn heilsusamlegt og okkur. Það þarf vissa manngerð til að blómstra hér." Isabel fannst hún greina dula hótun í þessum orðum, en horfði kuldalega á hana. „Flestir hafa verið mér mjög alúðlegir,” sagði hún stutt í spuna. „Mér finnst ég satt að segja ekki vera gest- komandi." „Það gleður mig," mælti Flora. „Við Ross munum gera það, sem i okkar valdi stendur. til að dvöl þin hér verði ógleymanleg. hversu stutt sem hún kann að vera. Er ekki svo. Ross?” „Ég lofa því.” Bros færðist hægt yfir andlit Ross. „Þú mátt treysta ntér. Isabel. Satt að segja mun mér finnast það afskaplega leitt. þegar þú ferð. Af- skaplega leitt." „Ó, það er ár og dagur þar til Isabel fer, ekki satt. Isabel?" Rodd Floru var hunangssæt. „Og þú ættir að fá Ross til að sýna þér kastalann okkar einn góðan veðurdag. Hann er mjög myndrænn." „Ég hef að visu ákveðið að fara þangað," sagði Isabel. „En ég fer að öll- um líkindum með systur minni. Hann hefur verið tengdur fjölskyldu okkar í aldaraðir. Mjög sögulegur staður, skilst mér.” „Þú ættir eiginlega að spyrja Torquil Cameron um það mál." sagði Flora með eitruðu brosi. „Hann er maðurinn með áhugaverðu fortiðina — með áhugann á fortiðinni, ætti ég að hafa sagt." Isabel ákvað að reyna að blekkja hana. Hún horfði beint á Floru og sagði „Já, hann er búinn að minnast á ýmsa liðna atburði og fólk við mig. Mér fannst það mjögathyglisvert." Hún hlaut umbun, þvi i augum Floru mátti lesa varkára forvitni og undrun. Hún vissi, að hún hafði hitt i mark, en henni varekki fullkomlega ljóst hvernig. Flora hnykkti höfði. og Ross virtist eitthvað ætla að segja. en i þvi kom vagninn frá Edinburgh inn á torgið og nam staðar skammt frá þeim. lsabel brosti. „Ef þið vilduð afsaka mig, þá ætla ég að finna systur mína og dótlur hennar litlu. sem eru með vagninum.” Hún snéri sér frá, ánægð yftr þessari truflun og var hvort tveggja ringluð og áhyggjufull yfir því, sem gerst hafði. Þetta er greinilega niinn dagur fyrir óþægileg atvik, hugsaði hún mæðulega. En hún hafði ekki mikinn tima til að sinna óþægilegum hugsunum, þvi Fiona klöngraðist út úr vagninum með Emmu áannarri mjöðminni. „Halló!" hrópaði hún, og systurnar föðmuðu hvor aðra af mikilli blíðu, með Emmu á milli sín. Emma svaf meiri hluta sjóferðarinnar i kjöltu Fionu, en Fiona skimaði hins vegar allt i kringum sig og var margorð um fegurðeyjanna. Isabel snéri baki við Caisteall Barran. þegar þau fóru þar framhjá, en Fiona var svo áköf í hrifningu sinni, að hún HAFIÐ SAMBAND YIÐ SÖLUMENN OKKAR, SEM VEITA ALLAR UPPLÝSINGAR UM BÍLINN, VERÐ OG GREIÐSLUKJÖR. INGVAR HELGASON Vonarlandi v/Sogaveg — Simar 84510 og 8451 1 30. TBL.VIKAN 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.