Vikan - 27.07.1978, Blaðsíða 37
sannfærð um, að í kastalanum væri að
finna svarið við öllum spurningum og
efasemdum, sem höfðu kvalið hana
siðustu mánuði.
Ég verð að komast í kastalann,
hugsaði hún. Einhvern veginn. Bráðum.
Ég ætla að minnast á það við Torquil.
Hún var í þann veginn að snúa sér
undan, þegar hún hafði tekið þessa
ákvörðun, en er hún leit á kastalann í
síðasta sinn sá hún mannveru, örsmáa
vegna fjarlægðarinnar, og sem stóð
hættulega nærri brúninni á hálfhrund-
um veggnum.
Hún saup hveljur af hryllingi, og snéri
sér að manninum við hlið sér og greip i
handlegg hans.
„Líttu þama upp!” Rödd hennar var
hás. „Hún hlýtur að detta. Við verðum
að gera eitthvað. Hvað getur hún verið
að gera þarna?” Hún hristi handlegg
granna síns og snéri sér í sama mund
tryllingslega að stýrimanninum. Hann
varð að snúa bátnum — það var að
verða hræðilegt slys — þau urðu að
hjálpa — reyna að koma i veg fyrir það.
En þá gerðist hið hræðilega óum-
flýjanlega atvik. Litla veran á veggnum
steyptist fram fyrir sig og hrapaði niður
með löngu, kveinandi ópi, niður í
gegnum loftið, snérist og endaventist,
máttvana eins og tuskudúkka, og skall í
öldurötið fyrir neðan
Isabel greip höndunum fyrir andlit sér
og veinaði...
„Sjáðu, hún er að opna augun.”
Isabel rankaði við sér með höfuðið á
þægilegri öxl feitu konunnar, trygginga-
salann fyrir framan sig veifandi einum
bæklingnum sinum og kjúklinga-
manninn að hella viskísnapsi i tappann
af vasapelanum sínum handa henni.
„Drekktu þetta," sagði hann.
„Læknar alla hræðslu á svipstundu.”
Isabel starði á stýrimanninn og síðan
á feitu konuna.
„Hvers vegna snúum við ekki við?”
spurði hún. „Við ættum aðsækja hjálp.
Lögreglan.”
Feita konan og kjúklingamaðurinn
HLUTI
litu hvort á annað, en tryggingasalinn
ræskti sig. Það varð stutt þögn.
„Þess þarf ekki,” sagði feita konan
loks.
„Hvað áttu við með að þess þurfi
ekki?” Það lá við, að Isabel hrópaði orð
sin. „Stúlkan féll niður —
„Nei vinan,” sagði feita konan
blíðlega en ákveðin. „Það var enginn
þarna. Þegar þú bentir, litum við öll
þangað, og þar var engan að sjá. Alls
engan.”
Isabel hallaði sér aftur, og drakk
viskiið ósjálfrátt. Róandi vökvinn hressti
hana svolítið við.
„Ég skil þetta ekki,” sagði hún loks.
Feita konan klappaði á hönd hennar.
„Þetta var ekkert. Bara sjónhverfing i
ljósaskiptunum. Eða ímyndunaraflið að
leika sérað þér.”
„En þetta var svo raunverulegt. Ég
hefði getað svarið, að þetta gerðist,”
sagði Isabel.
Tryggingasalinn horfði þungbúinn á
hana um stund.
„Það gerðist,” sagði hann eftir nokkru
stund.
Feita konan stirðnaði upp og leit
aðvarandiá hann.
„Nei, þegiðu, Dougie,” sagði hún
ásakandi, en maðurinn virtist ekki taka
eftirþví.
„Það var einu sinni stúlka, sem féll
þarna niður og drukknaði, vesalings
skinnið,” sagði hann.
„Nú er nóg komið!” sagði konan
hvasst, og i þetta sinn leit maðurinn upp
og mætti augnaráði henni. Isabel fann,
að á milli þeirra fóru þögul skilaboð.
Svo lyfti tryggingasalinn brúnum,
yppti öxlum og hélt áfram með breyttri
og jarðneskari röddu.
„En það var allt fyrir langa löngu,
fyrirævalöngu.”
Isabel tók eftir þvi, að félagar hennar
þrír slökuðu nú á, eins og hætta, sem
naumlega hafði verið komist hjá, væri
loksliðin.
Upp um hvaða leyndarmá! hafði
tryggingasalinn næstum því komið?
Hvers vegna hafði feita konan þaggað
svona ákveðið niðri í honum? Hana
langaði að spyrja, en hún þorði því ekki.
„Ég skil þetta ekki,” sagði hún aftur.
„Aye, nú, jæja, hver getur skýrt
slíkt,” sagði kjúklingamaðurinn og stakk
flöskunni aftur í vasann.
„Kannski hefurðu sjónina!” Hann
brosti glaðlega við Isabel. „Þú gætir
orðið góð, ef þú æfir þig, og þá gætum
við öll leitað til þín með ástamál okkar.
Þúgætir orðiðfræg!”
Isabel hló titrandi hlátri.
30. TBL.VIKAN 37