Vikan


Vikan - 27.07.1978, Blaðsíða 38

Vikan - 27.07.1978, Blaðsíða 38
STJÖRNUSPÁ llrulurinn 21. mars 20.iifiríl NauliA 2l.;ipríl 2l.mai Gerðu þér enga rellu út af háttalagi einhvers vinar þíns. Þér finnst framhjá þér gengið, en athugasemd úr réttri átt breytir öllu. Þú ferð út úr bænum um helgina. kr.-'hliinn 22. juni 2J.júlí Fyrir löngu gerðir þú ákveðinni persónu rangt til. Þaðmá vera, að þú verðir var við, að það er geymt, en ekki gleymt. Þér mun vegna vel í samskiptum við ákveð- inn vinnufélaga. Aætlanir þínar munu standast prýðilega og koma mörgum á óvart. Þú skalt vara þig á keppinauti, sem kemur ekki alveg heiðarlega fram. Ekki gera neina bindandi samninga á næstunnni. I.joni'l 24. jiiIí 24. í|i|i«l Varastu alla tauga- spennu og óþarfa áreynslu. Þú átt skemmtilega daga í vændum, ef þú tekur hlutunum skynsamlega og krefst ekki of mikils. Gættu að þvi, hvað þú segir. Þú hefur lengi átt von á breytingum, sem nú eru loks i aðsigi. Gættu þín á vissum persónum, sem vilja gera sam- komulag við þig. Þú færð heimsókn, sem hefur mikil áhrif á framtíð þína. Mcingcilin 22.des. 20. ian. Samband þitt við ákveðna persónu er ekki eins vonlaust og þú heldur. Þú ættir að láta til skarar skríða á fimmtudagskvöld. Var- astu ógreinilegt orðalag, það borgar sig ekki. Valnsherinn 2l.jan. 1‘í.fehr. Ósjálfstæði ákveðinnar persónu gremur þig, en reyndu samt að vera til hjálpar. Þú færð fréttir, sem þér finnst vera mjög óréttlátar, hvað þig snertir. Líkur eru á sjóferð. Þú færð ástarjátningu, sem veldur því að öll þín framtíðaráform breytast. Skelltu ekki skollaeyrum við ráð- leggingum frá þeim, sem eldri eru. Líkur eru á stuttu ferðalagi. Tiíhurarnir 22.mai 21. júní Þú átt skemmtilega daga í vændum í þínu einkalífi. Hikaðu ekki við að slá öðrum gull- hamra, þú færð það margfalt borgað. Þú færð góðan gest seinni hluta vikunnar. Maður nokkur hefur mikinn áhuga á framtíð þinni og vill þér vel. Þú ættir að koma því í verk að skrifa bréf, sem þú hefur trassað lengi. Skemmtu þér af hóf- semi, það borgar sig. Ho^madurinn 24.noi. 2l.dev. Eyddu ekki miklum tíma í að hugsa um álit annarra á þér. Þann veikleika þarft þú að komast yfir. Þú færð sendingu frá manni, sem þú metur mikils. Mundu, að æ sér gjöf til gjalda. Kiskarnir 20. fehr. 20.mar« Hafðu gát á skapi þínu, óhöpp geta alltaf átt sér stað og gera ekki boð á undan sér. Þú hefur slakað á kröfum þínum um fullkomnun og finnur, að þú hefur þroskast mikið síðustu mánuði. „Hættu þessarri þvælu, Donald,” sagði feita konan og hló viðkunnanlega. „Ástamál, skárra væri það nú! Það eina, sem þú myndir spyrja hana um, væri hver ynni þrjú-þrjátíu hlaupið í Doncaster.” Isabel jafnaði sig smám saman eftir því sem bátnum miðaði lengra á leiðinni til Port Ellen. „Nú er skammt eftir,” sagði feita konan og brosti til hennar, þegar bátur- inn kom inn á höfnina í Port Ellen. „Ekki nema tíu mínútur eða svo.” En Isabel var enn ringluð. Hún vissi, að vökudraumur hennar um víkingabát- inn var ekki annað en einmitt það — imyndun, sem byggðist á staðreyndum og nærðist á rómantískri ást hennar á sögum. Hún vissi, að víkingar höfðu siglt á þessum leiðum, og fjörugt ímyndunarafl hennar hafði séð um afganginn. En um harmleikinn í kastalanum gilti öðru máli. Það var eins og hann hefði gerst núna. 1 dag. Fyrir framan augun á henni. í raun og veru. En, auðvitað ekki i raun og veru. Enginn annar hafði séð hann. Fáeinum mínútum síðar voru þau komin til Port Ellen, og Isabel, sem enn var svolítið órótt, rölti letilega upp Hafnarstrætið. Til að dreifa hugsunum sínum svolítið, skoðaði hún í búðar- glugga og dáðist að litriku Fair Isle prjónlesinu og hinu fíngerða Shetlands- prjóni, sem þar var til sýnis. Hún fór inn í eina verslunina og keypti undurfallegan knipplingavasaklút handa frú Cameron og vasahníf með alls kyns spennandi aukahlutum ,þanda Angusi. „Er hann handa litlum dreng?” spurði móðurlega afgreiðslukonan. „Sá verður hrifinn. Hann hefur meira að segja áhald til að hreinsa hesthófa úr stein- um”, „bætti hún við annars hugar, um leið og hún leitaði að skrautlegum umbúðapappír. Þegar Isabel var búin að skoða litla bæinn vandlega, var hana farið að svengja, og hún gekk yfir torgið í átt að Royal Hotel. Hún nam staðar hjá blaða- sala til að kaupa sér enskt dagblað I leið- inni. Royal Hotel var notalegt, gamalt gistihús. Isabel kaus sér homborð í viðarklæddri borðstofunni og byrjaði á góðri heimatilbúinni súpu, með blaðið fyrir framan sig. Þetta var eitt æsifréttablaðið, og hún tók eftir grein um Rimini kvikmynda- hátíðina, þar sem Clive var. Það var eins og ein myndin bókstaflega stykki á móti henni. Hún var af Clive með handlegg- inn utan um dökkhærða unga konu, sem virtist ekki vera klædd i mikið annað en kögur-vesti. Hann glotti sauðarlega. og hafði perlufesti, sem Isabel kannaðist ekkert við, um hálsinn. Rómantík I Rimini, var fyrirsögnin. Auglýsingamaðurfrá London fremstur i flokki. Ulla Rhinemark, kát stjarna I ....stöðugir félagar ... bara góðir vinir... . Orðin runnu saman fyrir augum Isabel. „Dagblöðin ýkja allt,” sagði hún ákveðin við sjálfa sig, og reyndi að hafa stjórn á tilfinningum sínum. „Líður yður illa?” spurði mild rödd við eyra hennar, og er hún snéri sér við, sá hún litlu gengilbeinuna horfa áhyggjufulla með disk með steiktu kindakjöti í annarri hendi en grænmetis- disk i hinni. Isabel tók sig á, og brosti til stúlk- unnar. „Nei, það er allt í lagi, þakka þér fyrir. Ég sá bara nokkuð i blaðinu, sem kom mér á óvart.” „Má bjóða yður eitthvað að drekka?” „Nei — Jú, þakka þér fyrir, hálfan „pint” (hálfpottur) af lageröli.” Isabel mokaði reyniberjahlaupi á disk- inn sinn og hugleiddi málið. Þegar hún var laus við fyrsta áfallið, komst hún að því, að það var reyndar satt, sem hún hafði sagt þjónustustúlkunni. Sterkasta tilfinning hennar var ekki annað en undrun. Þegar Isabel fór frá hótelinu eftir máltíðina, kom þaé henni á óvart að hitta Floru MacLean og Ross bróður hennar á leiðinni yfir torgið. „Ah — ungfrú MacArthur — Isabel — mikið er gaman að hitta þig — finnst þér það ekki, Flora? Þú litur líka svo vel út, ef mér leyfist að nefna það. Öll hressari eftir ferska loftið á eyjunni okkar.” Ross tók í hönd hennar og hélt henni eins og hann væri að vega hana og dæma um samsetningu hennar. í þetta sinn var bros hans tvímælalaust flíru- legt, og Isabel reyndi að draga að sér höndina, en gat það ekki, fyrr en Ross þóknaðist að sleppa henni. Hún fór furðu mikið hjá sér, og leið illa, og henni gramdist það. Hana grunaði, að þessi maður væri samnefn-. ari alls, sem hun fyrirleit hjá karlmönn- um. Hann hafði flöktandi augnaráð, virtist undirförull, gæddur yfirborðs töfrum og sleipri framkomu. En dýrsleg karlmennska hans fór ekki milli mála, og hann hafði sjálfsöryggið, sem 38 VIKAN 30. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.