Vikan - 27.07.1978, Blaðsíða 19
Efri mynd: Þessi braggahluti er f nömunda við
Blómvang ö Reykjamelum. Takið eftir spýtunni
með rafmagnskaplinum, en þannig var gengið
frö rafmagnsinnlögn f braggana.
Neðri mynd: Þetta hús er að stofni til þvotta-
hús hersins, og heitir nú Reykjaveii'ir,
Sveinbjörn Steinsson, garðyrkjumaður ö
Reykjum, innréttaði húsið upphafiega.
og þeirra samt á vissan hátt formlegri. Við
strákamir þurftum að útvega okkur passa,
sem við sýndum, þegar við fórum að selja
blöð í kömpunum. Það var meiri fyrir-
gangur i bandarísku hermönnunum inn-
byrðis, enda höfðu þeir sterkan bjór og áttu
greiðari aðgang að víni en Bretarnir. Ég
man að braggahverfi fyrir ofan Álafoss var
lokað í nokkra daga vegna þess að
hermaður hafði verið drepinn í einhverjum
átökum, sem áttu sér stað eftir jóla- eða
áramótagleði.
Einu sinni, eftir að Kaninn var búinn að
taka yfir, fundum við ekki kindurnar
okkar, en sáum að nýbúið var að girða af
svæði rétt fyrir ofan Álafoss. Við sáum að
kindurnar höfðu lent innan girðingar, svo
við fórum innfyrir girðinguna og stefndum
að vaktmanni.sem snéri í okkur baki. Þegar
hann heyrði til okkar snéri hann sér eld-
snöggt við og kallaði: Hold! Who goes
there? Við urðu skíthræddir þegar við
horfðum beint framan í byssuhlaupið, en
þegar hann sá að fjandaflokkurinn var ekki
beysinn, þá kallaði hann í annan varðmann
sér til aðstoðar. Við vorum færðir til yfir-
heyrslu í vaktskúrnum. Þar var fyrir lið-
þjálfi, sem við könnuðumst við. Við
héldum reyndar að hann væri skáld, því
hann fór oft einförum. Hann segir kíminn:
„Eru nú landgönguliðarnir (Bandaríkja-
menn sendu hingað í fyrstu úrvalssveitir
sínar, Marines, sem reyndar kölluðu sjálfa
sig Lögreglu heimsins) búnir að stela kind-
unum ykkar? Við verðum að bjarga þessu
við”. Síðan fór hann með tveimur mönnum
er rufu gat á girðinguna til að hleypa okkur
og kindunum út. Myrkur var að skella á og
vorum við ósköp fegnir að komast aftur
heim.
„YOU CANT GIVE PONIES
KRAFT”
— Áttu ekki íslendingar einhver
viðskipti við hermennina?
— Jú, það var talsvert um það að seld
væru egg í kömpunum, og svo tísu upp
svínabú, því matarúrgangurinn var mikill.
Gunnar Sveinsson, sem átti heima á
Álafossi setti á stofn hestaleigu, en það
gekk á ýmsu hjá honum í þeim bissness. Eg
var einu sinni að forvitnast hjá honum, og
hitti á hann fjúkandi reiðan, því tveir
hermenn, sem höfðu tekið hesta á leigu hjá
honum, voru búnir að vera miklu lengur en
um hafði samist. Þeir komu að lokum
flengríðandi á bullsveittum klárunum og þá
sagði Gunnar með miklum þjósti: „You
can give car bensín, but you cant give
ponies kraft!” Hann gafst upp að lokum á
hestaleigunni, og kynni það að hafa gert
útslagið að einu sinni skildu hermennirnir
hestana eftir með hnakk og beisli uppi á
Mosfellsheiði og fengu sér far með bíl heim!
254SÆTA BÍÓ
ERNÚ HÆNSNABÚ
— Vannstu ekki við bíóið stóra við
Reyki?
— Jú, ég vann þar við aðgöngumiðasölu.
Þetta var mikið hús á þeirra tíma mæli-
kvarða, tók 254 í sæti. Það er útbreiddur
misskilningur, að Kaninn hafi byggt þetta
bíó. Það var íslenskt hlutafélag, sem reisti
bíóið og bíóstjóri var Stefán Guðnason.
Rétt við bíóið var reistur veitingaskáli og
þar var Jónas Lárusson, bryti, yfirmaður.
Á þessum tíma byggðu Kanamir mikið af
bröggum, einkum á svæðinu frá Reykja-
hvoli að Hafravatni, og gerðu allir ráð fyrir
að þeir væru að fjölga mikið í hemum hér.
En braggarnir stóðu auðir, og eftir á hef ég
heyrt að Kaninn hafi gert þetta til að
blekkja Þjóðverja — viljað láta þá halda,
að hér væri miklu meira lið en var í
rauninni. En Kaninn blekkti fleiri en
Þjóðverja, því Jónas bryti lét stækka
veitingaskálann, þar sem hann átti von á
vaxandi hóp viðskiptavina, sem komu svo
aldrei. Kanarnir kölluðu þetta reyndar
Boom Town, en gullgrafarabæirnir vestra
voru kallaðir þetta á sínum tíma. Nú er
bíóið hænsnahús en veitingaskálinn er hluti
af íbúðarhúsi á Reykjum.
Það er margs að minnast frá þessum
árum, en svona í lokin, get ég sagt þér frá
því, að þegar Kaninn var að búa sig undir
að fara frá Brúarlandi, þá buðu þeir pabba
að kaupa allt sem þeir skildu eftir sig, húsin
braggana og allt sem í þeim var, fyrir að
mig minnir 20 þúsund krónur. Pabbi, sem
aldrei var neinn bissnessmaður, sagði þá, að
hann kysi heldur að hreppurinn nyti
forkaupsréttar, þar sem braggarnir höfðu
verið reistir í landi hreppsins, sem pabbi
hafði að vísu fengið á leigu til lífstiðar. En
Kaninn hafði bara engan áhuga á að selja
hreppnum þetta og því fór þetta verðmæti
á tvist og bast. pT
30. TBL.VIKAN 19