Vikan - 27.07.1978, Blaðsíða 30
Þeir eru í tísku núna.
Já, þeir eru í tísku núna.
Þú œtlar kannski að sjá til og láta þá
byigju ganga yfir og taka þá loks til við
þína slagarapiötu?
Já, það kæmi til greina.
Lítum aðeins á plötuna, sem þú vannst
með Spilverki þjóðanna, Á bleikum nátt-
kjólum. Sumir textarnir, sem þú söngst
þar, eru orðnir nokkuð gamlir?
Yfirleitt eru textarnir á plötunum
mínum mjög misgamlir. Tökum til að
mynda Gamli skrjóðurinn. Hann er frá
’57 held ég. ’56 eða ’57. Paradísarfuglinn
er það nýjasta. Textarnir þar hafa flestir,
sýnist mér, komið í þessum fjölrituðu
bókum, sem ég gaf út hér um árið.
Síðan sá ég að þú endursamdir braginn
um Jón Sívertsen. Hann var einnig á
fyrstu plötunni þinni.
Ég er eiginlega búinn að endursemja
alla fyrstu plötuna. Til að mynda
Súlnareki. Hann er útúrsnúningur á Um
óþarfa fundvisi Ingólfs Arnarsonar.
Hafa Ijóðin þín ekki staðist tímans
lönn.fyrst þú ert byrjaður að yrkja þau
upp aftur?
Jú. Sko, lengi eftir að fyrsta platan
kom út fékk ég engan útgefanda. Allir,
sem ég leitaði til, sögðu já og amen og
voru jákvæðir, en síðan breyttist það í
nei. Þeir drógu mig helvíti lengi á svarinu.
En síðan fcerðu inni hjá Demant. Sérðu
eftir því samstarfi?
Nei. Það kom mér alla vega á
framfæri, þó að ég hafi ekki haft eitt
einasta sent út úr því. Hjá Iðunni vinn ég
á allt öðrum kjörum. Ég er mjög
ánægður með samstarfið hjá Iðunni.
Við vorum að rœða um gömlu Ijóðin.
Ætlarðu að endurútgefa þau öll?
Ég veit það ekki (smáþögn). Einn af
endursömdu textunum heitir Dauði
Snorra Sturlusonar endursýndur slowmo..
... Alveg geggjaður texti.
Textarnir minir eru yfirleitt frekar
gamlir þegar að því kemur að nota þá.
Þegar ég fer í stúdíó, þá þarf nú fyrst að
raða saman prógramminu, —
prógrammera plötuna — og svo breytast
textarnir eftir hendinni.
Ertu sísemjandi?
Nei. Ég tek þetta dálítið í periódum.
Bæði lög og texta?
Já. Ég sem hvort tveggja yfirleitt
saman. Fyrst fæ ég ídeu að texta. Síðan
formast bragarhátturinn með einhverri
músíkalskri ídeu.
Hve langar skorpur tekurðu þegar þú
semur?
Ja ... þær eru kannski ekki svo
óskaplega langar, en hins vegar er óskap-
lega mikið gert þegar þær standa yfir. Ég
samdi til dæmis lög við alla Passíu-
sálmana á rúmum mánuði og samdi mörg
lög við hvern (hlær).
Hvernig er það með Passíusálmana?
Verða þeir gefnir út?
Ja, það kom nú í klausu einhvers
staðar, þegar ég var að fara í hljómleika-
ferðina mína að til stæði að gefa út
rokkverkið — tvöföldu plötuna — og svop
var minnst á Passíusálmana. Það veitir
ekki af tvöfaldri plötu fyrir þá líka.
Það bíður þá mikið efni birtingar?
Já. Nú, og svo á ég mikið af efni, sem
er fullboðlegt, en kemur aldrei út. Með
tvöföldu plötunni ætla ég eiginlega að
stoppa það sem ég á á lager og taka til
við það, sem síðar hefur verið samið.
Er nokkuð farið að slá í gamla efnið?
Nei, það er ekki það. Mér finnst tími til
kominn að fara að vinna betur úr þvi,
sem ég á nýjast. Mín síðasta tryllingslega
períóda í lagasamningu var ’72-3. Þá var
unnið alveg botnlaust og galið. Frá þeim
tíma er talsvert mikið af þeim textum,
sem voru á Náttkjólunum og ég hef verið
að nota alveg síðan fyrsta platan kom út.
Hvenær kom hún aftur út?
Hún var tekin upp í Noregi og kom út
árið 1972. Uppúr því kom ég hingað
heim og byrjaði að vinna á höfninni. Þá
um það leyti fékk ég lánað segulband og
alla sunnudaga sat ég með gítarinn fyrir
framan segulbandið og söng inn lög, lét
þau þróast og þurrkaði út það.sem mér
fannst ég geta gert dálítið skár.
Það var árið eftir, ’73, sem ég samdi
lögin við Passíusálmana. Síðan hef ég
alltaf verið að, en ekki eins stíft og
áður. Ég á talsvert mikið til af efm sem
ég hef samið á tímabilinu ’73 til ja, ’78.
Ljóðabækurnar þínar — hve margar
eru þœr?
Þær eru þrjár. Þær komu út árið 1973.
Fyrstu tvær, ég númeraði þær bara, No
I og No II höfðu reyndar komið út árin
1968 og ’70, sprittfjölritaðar, en svo voru
þær endurútgefnar mjög breyttar.
Eiga fleiri Ijóðabækur eftir að koma út
eftirþig?
Nei.
Hvers vegna ekki?
Það líður alltaf svo langur tími frá því
að bókin kemur út þar til textarnir eru
sungnir inn á plötur að það þýðir ekkert
að vera að gefa þetta út í bókarformi.
Breytingarnar eru svo miklar að ljóðabókin
yrði eins og hálfkarað handrit þegar til
kæmi.
MEGAS
Framhald
Hefurðu eingöngu fengist við bundið
mál?
Nei. Það hafa birst eftir mig þrjár
klassískar smásögur.
Hvar?
Ja, ein kom í Lesbók Morgunblaðsins.
Önnur var prentuð i tímaritinu Núkynslð
árið 1968. Sú þriðja birtist á skólaárum
mínum, í Skólablaði Menntaskólans í
Reykjavík.
Þegar rýnt er í textana þína, þá kennir
þar margra grasa. Þú yrkir hrein og klár
gamankvæði, háalavarleg Ijóð og jafn-
framt má meðal annars flnna mikið af
sagnfræðilegum fróðleik, þar sem þú
bregður á leik með staðreyndir oft á
tíðum. Lastu sögu á háskólaárum þínum?
Nei, ekkert sérstaklega.
En þú ert þó vel lesinn í þeim fræðum?
Já, ég gorta ekkert af þvi.
Á plötunni Á bleikum náttkjólum er
eitt kvæði, Orfeus og Evridís, sem ég
botnaði ekkert í. Viltu útskýra þaðfyrir
mér.
Það botna nú fáir í því held ég.
(Þurrlega) Því er er skipt í þrennt. End-
anlegar drykkjuvísur, endanlegar
kvennavísur og endanlegar hestavísur.
Hve gamalt er þetta kvæði?
Það er, hja, frá ’68 eða ’69.
Þú meinar ekkert með þessu kvæði? Þú
ert bara að yrkja?
Ja, jú. Það er nú meining á bak við
þetta.
Hvernig tengirðu kvæðið sögninni um
Orfeus og Evridís?
Iðnó sýndi á þessum árum leikrit, sem
nefndist Orfeus og Evridís. Það var samið
upp úr seinni heimsstyrjöldinni.og var
uppfullt af ægilegri dauðahvöt. Ég setti
kvæðið saman stuttu eftir að ég sá
leikritið.
Þegar upptökur af plötunum þínum
hefjast ertu með fullmótaða hugmynd af
þeim í huganum, lögin skrifuð út og
þannig?
Já, ég skrifa þau út. En ef hljóð-
færaleikararnir neita því algjörlega að
mínar útsetningar séu gjaldgengar og
koma með betri hugmyndir, þá hliðra ég
til. Á Millilendingu og Fram og Aftur
blindgötuna var ég algjör einræðisherra
eða til þess að gera. En á Náttkjólunum
var það skilyrði fyrir samvinnunni að
Spilverkið hefði talsvert mikið að segja,
sem það og hafði. Ég var mjög ánægður
með þá samvinnu. Stundum datt mér í
hug eitthvert algjört flipp, sem hinir
höfðu enga trú á. Ég hætti þá gjarnan ekki
fyrr en þeir samþykktu að spila það og
það gekk allt ágætlega.
30 VIKAN30. TBL.