Vikan - 27.07.1978, Blaðsíða 31
Náttkjólaplatan kom mér þannig fyrir
sjónir að Spilverksmennirnir hafi spanaði
þig upp í að gera ýmsa hluti, sem þú sem
einræðisherra hefðir aldrei þorað að gera.
Ja, ummmmm. Jú, til að mynda
punkið. Ég hefði ekki lagt út í að gera
Við sem heima sitjum upp á eindæmið.
Eg var í upphafi með allt aðra laglínu
þar, en hún var of flókin. Þar var of
mikið af hljómskiptum svo að að lokum
gerðum við lagið eins og það kom fyrir
eyru hlustenda. Mér fannst það falla
mjög vel að textanum.
Þú skrifar nótur eins og herforingi.
Ertu eitthvað tónlistarmenntaður?
Ég var í einn vetur hjá Jóni Þórarinssyrii
í Tónlistarskólanum.
Hvers vegna varstu ekki lengur?
Ég var í menntaskóla um leið og i
handíðaskóla. Ég lærði bara undirstöðuna
í tónfræði. Þessi vetur átti eftir að koma
mér að geysilega miklum notum, svona i
útsetningum og þess háttar. Það var fyrst
á Millilendingu sem ég fann hversu mikla
þýðingu tónfræðinámið hafði haft, — það
hjálpaði mér mikið við útsetningar fyrir
alls konar hljóðfæri. Ég vissi til dæmis
ekkert hvað vibrafónn var. Hafði aldrei
séð hann einu sinni. En ég skrifaði samt
heilmiklar línur fyrir víbrafón og það kom
bara helviti vel út.
Er það tilfellið að sköpunargáfa
tónlistarmanna skemmist við að þeirfari í
tónlistarskóla — að allir tilburðir til
frjálsrar tjáningar séu eyðilagðir?
Ég vil nú ekki taka svo djúpt í árinni.
Það fer sjálfsagt talsvert eftir kennurum.
Ég held. að tónfræðinámið eitt, undir-
stöðuatriðin, örvi frekar sköpunartilhneig-
ingar en að það dragi úr þeim.
Hvað flnnst þér um þá. sem eru
leiðandi í íslensku poppmúsíklífi þessa
dagana. Eru þeir eins konar síðustu
móhíkanar og leggst tónlistarlíf niður að
þeim horfnum?
Nei, það held ég fjandakornið ekki. Ég
er hins vegar ekki alveg sáttur við texta-
gerðina. Ég held að textasmiðir mættu
almennt leggja svolítið að sér og fara í
gegnum það, sem eldri skáld hafa gert.
Alltaf má eitthvað læra af Hallgrími
Péturssyni (glottir við tönn).
Liggur þú í Ijóðabókum?
Ekkert svo óskaplega. Stundum pæli ég
í gegnum nokkur, alveg eins og ég pældi
í gegnum Passíusálmana á sínum tíma.
Það þurfti til dæmis að klippa þá tals-
vert til niður í fjögurra til fimm mínútna
rokklög. Það segir sig sjálft að maður
kemur ekki frá sér heilum Passíusálmi á
svo stuttum tima. Þá var ekki um annað
að ræða en að stytta, en þó ekki þannig
að það sem eftir stæði væri eitthvað út í
bláinn. Þess vegna var nauðsyn að velta
vöngunum talsvert yfir þessu.
Það sem særir ihest eyrað á mér er að
heyra góðri hugmynd að texta spillt með
lélegri tækni. Eitt held ég líka að fari illa
með popparana og það er það að treysta
sér ekki til að byrja bara smátt, semja
eitthvert léttmeti en þjálfa sig um leið i
tækninni. Allir eða flestir erlendir popp-
arar hafa byrjað ákaflega lélega. Sjáðu
Kinks. Það voru ekki burðugar bók-
menntir. sem þar komu í upphafi. En með
árunum óx þeim slíkt ásmegin að á end-
anum voru þeir hraktir frá Bretlandi fyrir
góða úttekt á breska smáborgaranum.
Nú er búið að hrekja þigfrá Reykja-
vík. Erþað fyrir úttektá reykvíska
smáborgaranum?
Það er nú aðallega fyrir tilraunir til að
brenna niður Ásgrímssafn (hlær hálf
feimnislega).
Hvernig kanntu við þig á Siglufirði?
Ég kann ágætlega við mig. Gallinn er
bara sá að aðkomumenn eru þar illa séðir
eins og á svo mörgum smærri plássum.
Verðurðu fyrir aðkasti?
Það hefur verið öskrað á mig. Nú, og
svo vitna menn gjarna í textana mína,
þegar sá gállinn er á þeim.
Hvað er helst vitnað í?
Er ekki lagið að verða búið (Vögguljóð
á tólftu hæð) og í skoti utan í grjótinu
(Heimspekilegar vangaveltur um
þjóðfélagsstöðu). (Brosir.)
Heldurðu að Siglufjörður sé of lítill
fyrir þig eða þú of stór fyrir hann?
Nei. Ég kann prýðilega við mig þar nú
orðið. Þar er ágætis fjallasýn og mér líkar
vel að búa svona utan í brekku. Annars
reikna ég með því að flytja til Reykja-
víkur í næsta mánuði ef af tveggja platna
verkefninu verður.
Þú átt sem sagt afturkvæmt tilReykja-
víkur?
Ja, ég vona að ég fái húsnæði þegar ég
kem til baka. Ég sá fram á að ég myndi
ekki vera allt of vinsæll hjá húseig-
endum svona stuttu eftir brunann á Berg-
staðastrætinu.
Kvöldið fyrir brunann hafðirðu verið
barinn til óbóta, ekki satt?
Uuuuu. (Dálitil þögn) Jú!
Hvers konar fólk finnur helst hjá sér
hvöt til að berja þig?
Það er fólk sem ekki getur skrifað á við
mig...
... og verður að nota eina tjáningar-
miðilinn, sem það hefur völ á.
Já.
Ráðast menn oft á þig?
Já, ég hef lent furðulega oft í þessu.
(Brosir kankvíslega).
Ertu þá með kjaft við fólk?
Nei, nei. Yfirleitt kemur þetta
algjörlega eins og þruma úr heiðskíru
lofti.
Það er óþægilegt að eiga svona yfir
höfði sér.
Já, svona frekar.
En þetta kemst ekki upp i vana.
Nei! Þetta kemst ekki upp í vana.
Eitt langaði mig alltaf til að spyrja þig
að, Megas. Leiðstu nokkuð fyrir að koma
fram á Stjörnumessu Vikunnar og
Dagblaðsins á sínum tíma?
Nei. Mér þótti einmitt heppilegt að fá
þarna nokkurs konar generalprufu á
tveimur lögum, sem eiga að verða á tvö-
földu plötunni. Sko, flestir fluttu þarna
lög frá fyrra ári. Ég hefði aldrei getað fellt
mig við það. Mér þótti eiginlega
furðulegt, hve Stjörnubandið tók vel í að
æfa ný lög.sem það hafði aldrei heyrt
áður.
Gætirðu hugsað þér að syngja aftur á
Stjörnumessu?
Já, já. Með þeim fyrirvara þó að ég fái
að komast inn í þeim fötum, sem ég vil
vera í.
Nú. Gekk það ekki snurðulaust síðast?
Nei, ekki alveg. Ég var fyrst rekinn frá.
Ég kom þarna að á réttum tíma, en
einhver dyravörðurinn stöðvaði mig og
sagði mér að fötin mín hentuðu ekki
samkvæminu. Ég sagði honum að ég væri
að vinna þarna, en hann tók engum
sönsum og vísaði mér burt. Ég þóttist
hins vegar viss um að þetta yrði leiðrétt
og settist því inn á barinn þarna á fyrstu
hæðinni á Sögu, hvað hann nú heitir. Já,
Mímisbar.
Svo kemur þessi sami dyravörður
nokkru seinna dálítið lúpulegur og skimar
allt i kringum sig. Hann kemur auga á
mig og biður mig að heyra sig aðeins. Þá
hafði í millitíðinni komið einhver yfir-
dyravörður og kippt málunum í lag. —
Nú, í kjölfarið slapp þarna inn dálitið af
fólki, sem undir fyrri kringumstæðum
hefði ekki þótt nægilega vel klætt til að fá
að vera viðstatt. (Flissar).
Sigurður Bjóla tók ekki jafn vel í það
ogþú að koma þarna fram. Þykirþér
hann hafa eitthvað til síns máls með því
Framhald á bls. 34.
30. TBL.VIKAN 31