Vikan - 27.07.1978, Blaðsíða 36
Það, sem gerst hefur:
Isabel fer til eyjar forfeðranna eftir
andlát foreldra sinna og kynnist þar
mörgum sérstæðum manngerðum.
Jessie-Anne, — gömul kona með vald
yfir huldum öflum, — Flora, ung kona
með hættulegt augnaráð, — Torquil,
dökkeygi maðurinn með dularfullu for-
tíðina og — Mary-Chaterine, sem lést
á dularfullan hátt.
Hún hefur ekki lengur vald á eigin
hugsunum og sér bæði liðna og óorðna
atburði. Er þetta allt fmyndun, eða
•>
Framhaldssaga
eftir Eleanor Ross
En þá gerðist hið hræðilega óumflýjanlega
atvik. Litla veran á veggnum steyptist fram
fyrir sig og . . .
„Hvers vegna segirðu þetta?” spurði
hann alvörugefinn.
„Nú, eru ekki alltaf draugar I
gömlum höllum? Þeir hringla í
hlekkjum og hafa höfuðið undir hand-
leggnum."
Ferge skipti um gír með miklu sargi.
bölvaði I hálfum hljóðum og sagði
upphátt—:
„Hlekkir. já?” Hann var svo þungur á
brúnina. að undrum mátti sæta að svo
góðlegt andlit gæti haft þann svip. Svo
brosti hann. Eilitið tvibeittu brosi,
fannst Isabel.
Louis Masterson
ÆVINTYRIÐ UM MORGAN KANE
Morgan Kane bækurnar koma út í milljónum eintaka, í Evrópu og
Bandaríkjunum. Bókaflokkurinn er á góðri leið með að verða eitt
vinsælasta lestrarefnið um Ameríska vestrið sem út hefur komið til
þessa.
Á íslensku hófst útgáfa bókanna 1976 og fást þær alsstaðar þar sem
bækur og blöð seljast.
PREIMTHÚSIÐSF.
Barónsstíg 11b
Sími: 26380.
„Torquil Cameron er maðurinn með
allan sagnfræðifróðleikinn," sagði hann.
„Þú ættir að spyrja hann.”
Rétt í þessu opnaðist skærblátt hlið,
og Jessie-Anne skaust fram á veginn og
veifaði bílnum að nema staðar. Hún var
i kunnuglegum teygjubomsunum og
með hattinn, eins og vanalega, en nú var
þreklegur vöxtur hennar hulinn
skærlitum nælonslopp.
Hún beygði sig áfram og stakk
höfðinu inn í bílinn.
„Hó,” sagði hún og horfði hugsandi á
isabel með kíminn glampa i augunum.
„Góður dagur fyrir ferjuferð.”
Hún beindi athygli sinni að Fergie.
„Þú manst eftir að segja Donald frá
unghænunum, drengur.”
„Ój, já," svaraði hann. Hann snéri sér
að Isabel,' og hafði greinilega létt við
þessa truflun.
„Þú hefur hitt Jessie-Anne, er það
ekki? Jessie-Anne kann allar sagnir um
eyjuna.” Hann snéri sér að gömlu kon-
unni. „Við vorum einmitt að tala um
kastalann, þegar við komum hingað.”
Jessie-Anne virtist ekki hafa heyrt
þetta. Hún horfði beint á Isabel og var
næstum því hátíðleg.
„Þú ættir að koma og fá þér tesopa
með mér einhvern tímann. Bráðum. Ég
hef margt að segja þér, sem þú gætir
haft áhuga á að heyra.”
Isabel minntist þeirrar ákvörðunar
sinnar, að fara til Jessie-Anne og spyrja
hana um leyndardómana og undir-
straumana, sem virtust vera undir hinu
rólega yfirborði eyjarlífsins.
„Þakka þér fyrir, það þætti mér
gaman,” sagði hún.
Augu Jessie-Anne hvildu hugsandi á
henni um stund, en svo snéri hún sér
snögglega aftur að Fergie og sagði á sinn
venjulega hressa máta: „Þú manst eftir
unghænunum, ha?”
Eftir að hann hafði fullvissað hana
um það, að hann myndi ekki voga sér að
gleyma þeim, ók hann áfram og setti
Isabel af á bryggjunni rétt i þvi sem
ferjan var að fara. En í huga Isabel
hringdi bjalla, og spurning skaut þar upp
kollinum: Hvernig vissi Jessie-Anne, að
hún væri á leiðinni i ferjuna?
Staðarferjan var lítið gufuskip, opið
miðskips og með lítinn klefa framan á.
lsabel kaus að sitja undir beru lofti, og
hún kom sér þægilega fyrir á bekk milli
feitlaginnar konu með stóra innkaupa-
tösku og manns, sem hafði kjúklinga i
kassa við fætur sér. Gegnt henni var raf-
magnseftirlitsmaðurinn, sem var á leið
aftur til Port Ellen eftir að hafa lesið af
mælum á eyjunni og tryggingasali með
stóra bók og litla ferðatösku.
Hafið var slétt og kyrrt og þau voru
búin að vera á ferð I um það bil tuttugu
mínútur, þegar Caisteall Barran kom í
Ijós. Kastalinn var hið gamla virki ættar
hennar, og hún sá, að báturinn myndi
fara beint undir klettana. sem hann stóð
á.
Þó hann væri kominn i rúst, þá var
kastalinn enn stórfengleg sjón. Hann
hafði verið reistur á súlulaga klettasyllu,
þannig að hann virtist vaxa út úr
klettunum sjálfum. Á einum stað gat
steinn, sem fleygt væri ofan af
veggnum, fallið hindrunarlaust i hafið
sex hundruð fetum neðar.
Á öðrum stað hafði hafið sorfið
mikinn klett úr bjarginu. og þar hafði
hluti af múrnum hrunið með því, þannig
að innri hluti kastalans sást frá sjónum.
Að mestu leyti var kastalinn ekki
annað en rúst, en þó var nóg eftir af
upphaflegum veggjum hans, til að hægt
væri að gera sér i hugarlund, hvernig
hann hefði litið út á blómaskeiði sínu.
Isabel hallaði sér notalega aftur á
bekknum, og lét sig dreyma um liðna
daga.
Nokkur breyting varð á birtunni, og
litur sjávarins varð örlítið annar.
Einkennilegt skip kom fyrir höfðann og
stefndi hljóðlega í átt til kastalans.
Isabel horfði dreymin á flöktandi
myndina fyrir augum sér, sem smám
saman tók á sig hvassa og ákveðna
lögun. Báturinn var með eitt ferhyrnt
segl með ryðrauðum og rjómalitum
röndum.
Drekahöfuð var á löngum framstafn-
inum, og skrokkurinn var Iangur, lágur,
öldóttur og kolsvartur. Langar árar voru
auk seglsins, sem var slakt i golunni, og
þær hreyfðust i fullkomnun takti við
söng, sem stýrimaðurinn söng með
hárri, einkennilegri röddu.
Isabel greindi ekki orðin. íslenska?
Norska?
Þá skvetti einhver úr fötu fullri af
leifum og úrgangi yfir borðstokkinn, og
máfahópur, sem hafði letilega elt skipið,
skaust niður meðgaggandi skrækjum.
Isabel hristi höfuðið og tók sig á.
„Aftur að láta þig dreyma,” sagði hún
ávítandi við sjálfa sig. Hún hló
vandræðalega. Enn einu sinni hafði
hún leyft ímyndunaraflinu að hlaupa
með sig í gönur, og það var mjög slæmur
siður. Hún snéri sér aftur við og horfði á
kastalann, sem nú var fyrir skutnum.
Inni á landi kom hún auga á einn eða
tvo kofa, sem tilheyrðu kastalaþorpinu,
en hæðin huldi þá flesta.
Isabel leit upp eftir brotnum og
skörðóttum veggjunum, og sá gullinn
örn með útbreidda vængi svífa I tignar-
legum hringjum til himins yfir tindinum.
Það var eitthvað við andrúmsloftið
þarna, sem laðaði hana að sér. Hún var
36 VIKAN 30. TBL.