Vikan


Vikan - 27.07.1978, Blaðsíða 20

Vikan - 27.07.1978, Blaðsíða 20
Framhaldssaga eftir HAMMOND INNES 2. hluti Forsaga: Söguhetjan, atvinnulaus blaðamaöur, hittir af tilviljun gamlan kunningja úr hernum, þekktan kvikmyndaleikstjóra, Engles að nafni. Engles býður honum gott kaup fyrir að fara i ákveðinn skíðaskála suður I ítölsku Ölpunum, ásamt kvikmyndatökumanni og látast vera að skrifa kvikmyndahandrit. Blaðamaðurinn hefur engin efni á að hafna boðinu, enda er hann ákveðinn i að nota tækifærið til að skrifa svo gott kvikmyndahandrit, að það verði notað — og hann fær sannarlega nóg efni í það. „Ef þig vantar eina af því taginu, ætt- irðu ekki að vera lengi að finna hana hér.” Þegar við höfðum lokið máltíðinni, fór ég að leita að eiganda gistihússins. Mig langaði til þess að forvitnast dálitið um Col da Varda og togbrautina. Ég bjóst við, að hann gæti sagt mér eitthvað umCol da Varda. Eduardo Mancini var litill, kröftugur karl, mjög ljós yfirlitum af ítala að vera. Hann hafði verið i Englandi i nokkur ár og talaði vel ensku. Hann hafði eflaust einu sinni verið grannur og tígulegur, en nú var hann orðinn vel i holdum. Honum lá aldrei á. Á unga aldri hafði hann stundað bobsleðaferðir, en hafði loks margbrotið á sér hægri handlegg- inn, svo að hann var næstum máttlaus. Hann drakk mikið. Liklega hefur hann byrjað að drekka, eftir að hann braut á sér handlegginn. Það var auðvelt að finna hann í mannfjöldanum. Líklega var ekki til það bein í öllum kropp hans, sem hann hafði ekki brotið eða brákað einhvern tíma á lífsleiðinni. En hann var enn unglegur og þar að auki auðugasti gistihússeigandinn í Cortina. Allt þetta sagði mér Amerikumaður, sem ég kynntist við barinn. Ég fann Eduardo Mancini á barnum. Hann og kona hans voru að skála við vin minn, Ameríkumanninn, og tvo breska herforingja. Ameríkumaðurinn kynnti mig. Ég kvaðst vera á leið til Col da Varda. „Einmitt já,” sagði Mancini. „Þið eruð tveir, er það ekki? Og þið ætlið að taka þar kvikmynd, eða eitthvað á þá leið. Þér sjáið, að ég þekki mína gesti,” hann brosti út undir eyru. Hann talaði mjög hratt með undarlegum itölskum hreim. En það var erfitt að skilja hann. Ef til vill hefur hann kjálkabrotnað ein- hvern tíma. 20 VIKAN 30. TBL. „Col da Varda tilheyrir gistihúsinu, er það ekki?” spurði ég. „Nei, nei — guð almáttugur, nei.” Hann hristi ákaft höfuðið. „Þér megiði ekki halda það. Ég er ekkert viðriðinn þennan kofa. Það væri mikill álitshnekk- ir fyrir mig. Gistihúsið hér er heimili mitt. Þið eruð gestir mínir. Þannig hugsa ég mér þetta fólk, sem gesti mína.” Hann bandaði hendinni í áttina til fólks- ins. „Ef einhverjum mislíkar eitthvað, finnst okkur hjónunum við vera vondir gestgjafar. Þessvegna vil ég ekki láta neinn halda, að ég sé neitt viðriðinn Col da Varda. Það er ekki þægilegt að dvelj- ast þar. Aldo er aumingi. Hann er eng- inn gestgjafi. Hann er latur og óábyggi- legur. Er þaðekki satt, Momosa?” Kona hans kinkaði kolli brosandi. Hún var lítil vexti og öll hin viðkunnan- legasta. „Ég ætla að kaupa Col da Varda ein- hvern tíma,” sagði Mancini. Hann talaði enskuna vel. Hefði ég talað ítölskuna eins vel og hann ensku, hafði ég verið hreykinn afþvi. „Já,” hélt hann áfram. „Ég ætla að reka Aldo, þegar að því kemur.” Hann breytti umræðuefninu. „Á föstudaginn er uppboð, þá ætla ég að kaupa tog- brautina. Ég er búinn að sjá fyrir þvi, að hún verður seld mér. Sannið þið til.” „Ég skil yður ekki fyllilega,” sagði Ameríkumaðurinn. „Þurfa menn ekki að bjóða i hlutina hérna á ítaUu? í Bandarikjunum myndi hópur fjárglæfra- manna safnast saman til þess að kaupa leikfang, eins og þessa togbraut. Að vísu eruð þér ríkasti gistihúseigandinn hér. En ég geri ráð fyrir, að fleiri girnist tog- brautina.” „Þér skiljið mig ekki,” sagði Mancini píreygður. „Við erum engir kjánar hér. Við erum kaupsýslumenn. Og við kunnum að versla. Við sjáum allt fyrirfram. Aðrir vilja ekki togbrautina. En ég hef stórt gistihús hér, og ég er framfarasinni. Ég á eftir að græða mikið á skíðakofanum. Enginn mun bjóða í togbrautina nema ég. Það þorir blátt áfram enginn annar að kaupa hana.” „Mér þætti gaman að sjá ítalskt upp- boð,” sagði ég. „Hvað verður það hald- ið?” „í salnum á Luna gistihúsinu. Langar yður virkilega til þess að koma?” „Já,” sagði ég. „Ég er nú hræddur um það.” „Þá getið þér komið með mér,” sagði Mancini og hristi höfuðið. „En það verður lítið gaman að því. Fyrst verður boðið. Mjög lágt. Síðan er uppboðið bú- ið. En ef yður langar til þess að koma, þá skuluð þér koma hingað um ellefu leytið á föstudaginn. Við getum orðið sam- ferða. Og á eftir skulum við fá okkur eitthvað að drekka — lika vegna þess, að ef þér fáið ekki eitthvað að drekka á eftir, myndi yður finnast tímanum sóað til einskis.” Hann hló við. „Stjórnin skiptir sér ekkert af uppboðinu. Það er líka vissara, því að okkur er illa við stjórnina hérna. Okkur likaði miklu betur við austurrísku stjórnina. Ef menn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.