Vikan - 27.07.1978, Blaðsíða 49
wSí
Sneiö meö nauta-
tungu: Rúgbrauð, sýrð-
ur rjómi, nautatunga,
persilja og tómatsneið-
ar til skrauts.
Sneiö meö hrognum
eöa lifrarkæfu: Heil-
hveiti eða fransk-
brauðssneið með
niðursoðnum hrogn-
um, eða lifrarkæfu. Til
skrauts er örlítið af
mæjónesi, dill, sítrónu-
sneiðar, salatblað og
tómatbátur.
Síldarsneið: Hluti af
reyktu síldarflaki á
brauðsneið. Til skrauts
er gott að nota hrært
egg, radísur og gras-
lauk.
.jmJm
Iw
A
% i
44
Rækjusneiö: Rækjur
og hálft harðsoðið egg.
Hrærið eggjarauðuna
saman við smávegis af
mæjónesi og sprautið
því aftur í eggið. Dill
til skrauts.
Avaxtasneiö: Leggið
lítið salatblað á brauð-
sneið. Hrærið vínber,
appelsínur, hnetur og
súkkulaðibita út í
sýrðan rjóma.
Kokkteilber til
skrauts.
Kjúklingasneiö: Kjúkl-
ingakjötbiti, eða læri á
rúgbrauðssneið. Stráið
papriku yfir og leggið
kjötið á salatblað.
Ananassneið, hálf vín-
ber og hnetur til
skrauts.
*
* *
Rjómasneiö. Hrærið
hakkaðar radísur og
graslauk út í sýrðan
rjóma. Salt eftir
smekk. Setjið á hrökk-
brauð.
Ostasneiö: Flögur af
gráða-osti á fransk-
brauðssneið. Vínber og
mandarínubátar til
skrauts.