Vikan


Vikan - 02.11.1978, Síða 4

Vikan - 02.11.1978, Síða 4
íslensku ferðafólki í París vísað til veitingahúsavegar Drukkum Bonnes Mares á fremstu krá Parísar Við vorum heppin að hafa pantað, þvi að matstofan var full af frönskum kaup- sýslumönnum og frönsku sveitafólki i kaupstaðarferð. Það borgar sig raunar alltaf að panta I síma, ef maður ætlar að heimsækja verulega góð veitingahús í París. Heimilislegt var inni í litlu bakherberginu. Smámyndir héngu uppi Næst á eftir Le Bistrot de Paris, sem lýst var I siðasta tölublaði Vikunnar, fengu sérfræðingar blaðsins bestan mat á kránni „Allard”. Þar við bætist, að okkur fannst umhverfi og andrúmsloft hvergi skemmtilegra en á Allard. Þess vegna eru þessi tvö veitingahús jafnir óskastaðir okkar i París. Allard er viðurkennd sem fremsta krá Parísar. Hún hefur verið fræg siðan 1930. Nú er hún í eigu sonar stofnand- ans og er vinsælli en nokkru sinni fyrr. André Allard stjórnar I veitingasalnum, og kona hans, Fernande Allard, sér um eldhúsið. Hún er talinn einn besti kvenkokkur Parísar. UMVAFIN LOFISÉR- FRÆÐINGA Matstofan er umvafin lofi sér- fræðinga. Hún varð í sjötta sæti í atkvæðagreiðslu Kléber-akademíunnar um veitingahús ársins 1978. Árið 1967 var hún kjörin veitingahús ársins. í Kléber-bókinni fær hún einkunnina: Pottur með kórónu, sem þýðir: Frábær matur i einl'öldu umhverfi. Michelin gefur henni eina stjörnu. Og Gault- Millau gefa henni 15 stig af 20 möguleg- um eða einkunnina: Tvær kokkahúfur, sem er hin næsthæsta mögulega. Kráin er í gömlu hornhúsi frá dögum Mariu af Medici og Richelieu kardínála frá fyrri hluta sautjándu aldar. Hún er aðeins fimm mínútna gang frá Saint- Michel brúnni. Gengið er frá Saint- Michel torgi inn aðliggjandi Saint-André des Arts torg og þaðan inn Rue Saint- André-des-Arts. Er kráin fljótlega á vinstri hönd. SAG Á GÓLFUM, MARM- ARIÁ BORÐUM Innréttingar eru fornlegar, sag á gólfum og marmaraplötur á borðum. Fremst er zink-bar, sem Frommer segir, að Alain Delon og frú Pompidou venji komur sínar á, að visu ekki saman. Hvorugt var viðstatt, þegar við komum og fengum sæti i bakherberginu, sem er friðsælla. I Králn ber þess merki, að IMu hefur verið breytt I nœrri hálfa öld. Hún er I húsi frá dögum Mariu af Medici og Richelieu kardfnála Hvítklædda mamman á myndinni er hins vegar klœdd eftir sumartisku ársins 1978. á fóðruðum veggjunum. Þjónarnir voru á miðjum aldri, glaðlegir og broshýrir, með skósíðar svuntur og einstaklega elskulegir við gesti. Þetta var greinilega staður, þar sem heppilegt var að láta þjóninn ráða matarvali. Við fórum þá leiðina og fengum frábæran mat. FYRSTA FLOKKS 37 EKRU VÍNGARÐUR l annan forréttinn fengum við persiljukryddaða svínakjötskæfu (jambon persillé), mjög góða. í hinn fengum við tólf vínakrasnigla (excargots de bourgogne), aldeilis frábæra. I annan aðalréttinn fengum við þunnar kálfakjötsneiðar, steiktar á teini (veau a la berrichonne), mjög góðar. í hinn fengurn við lambalæri með gulum baunum (gigot d’agneau flageolet), frá- bært á bragðið-. I annan eftirréttinn fengum við hind- ber og litil, skógartínd jarðarber (frambois et fraises de bois), stórkostlega góð. í hinn fengum við grænsítrónu- ísfroðu (sorbet au cotron vert), mjög góða. Þarna voru á boðstólum vín á ýmiss konar verði. Við ákváðum að gera 4VUun44<tfel

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.