Vikan


Vikan - 02.11.1978, Qupperneq 9

Vikan - 02.11.1978, Qupperneq 9
konu: ænt, mis- nauðgað nokkrir strimlar sem hengu niður eftir lærinu, allar tölur farnar af blússunni og þrjár tennur brotnar. Andlitið var tvöfalt, — munnurinn hékk niður á höku. Ég lá í rúminu i tíu daga með taugaáfall og gat ekki hreyft mig vegna eymsla. Ég mundi ekkert og vildi ekkert muna. Niðurlægingin var hræðileg. — En þú kærðir ekki? — Nei, hverju hefði ég verið nær. Ég vissi ekki, hvað hafði komið fyrir og hafði engan áhuga á að fá að vita það einhvern- tíma seinna, eftir nákvæmar yfirheyrslur og önnur leiðindi. Mér fannst niður- lægingin þegar orðin nógu mikil, gæti varla hafa verið meiri. Það var ekki nóg með það, að þeir laumuðu svefn- eða deyfilyfjum í teið mitt, heldur rændu þeir mér einnig. Ég segi þeir, vegna þess að það er tæpast á eins manns færi að dröslast með meðvitundar- lausan kvenmann eitthvað út í bæ. Einnig var ég svo mikið marin, að ég trúi því ekki, að einn maður nenni að berja svo mikið. Annars voru áverkarnir á fótunum svo miklir, að engu var likara en ég hefði verið dregin upp og niður langar tröppur og slegist í við hvert þrep. Síðan var mér nauðgað og það ekki af minna krafti en allt það, sem á undan var gengið. Eftir þetta er mér svo skilað á tröppurnar heima hjá mér aftur, þaðan sem þeir tóku mig, eins og um bílaleigubíl væri að ræða. Nei, meiri niður- læging erekki til. Lengi vel þurrkaði ég þetta alveg úr huga mínum, en nú er orðið svo langt um liðið, að ég er farin að henda reiður á, hvað þarna var um að vera. Ég var einfaldlega svæfð, mér var rænt, nauðgað og misþyrmt og síðan skilað aftur. Meira virðingarleysi get ég ekki hugsað mér, og annarri eins niður- lægingu vil ég gleyma. En ég segi þessa sögu aðeins til þess að fólk skilji, að nauðgun er ekki hlutur, sem skilyrðislaust á að kæra. í tilviki sem mínu er konum full- boðið strax að atburðinum loknum og engin þörf á því að framlengja það með yfirheyrslum. Hvaða refsing væri líka nógu hörð til þess að bæta upp slíka niður- lægingu? Þetta er ekki spurning um refsingu eða makleg málagjöld, heldur frekar um virðingarleysi fyrir öllu mannlegu. Við látum nú viðtalinu lokið. Hún gengur með mér til dyra, og ég kveð. En hún hverfur inn til blómanna sinna. EJ Nauðgurum má skipta f ákveðna hópa Flestir þeirra, sem ákærðir eru fyrir nauðgun eru látnir sæta geðrannsókn, svo unnt sé að ákvarða sakhæfi þeirra. Ingvar Kristjánsson, geðlæknir á Kleppsspítal- anum, veitti okkur upplýsingar um þessi mál, en hann hefur m.a. starfað við réttar- geðdeild í Lundúnum. — Vegna þess m.a., hve nauðganir eru viðkvæm mál fyrir konur, er í þeim lenda, kjósa margar þeirra að kæra ekki þennan ofbeldisverknað. Af því er erfitt að ákvarða um raunverulegan fjölda nauðgana. Ein besta athugun sem fyrir liggur á aauðgurum var gerð af Gebhart, en hann bendir á, að nauðgarar geti verið af hvaða manngerð sem er, en þótt flestir þeirra séu svokallaðir normal menn, má einnig finna þar hóp manna með glæpahneigð, sem eru vanir að verða sér úti um hvaðeina sem hugurinn girnisti, og þar með talið kynlíf. í miklum minni Hluta nauðgara finnast svo enn djúpstæðari truflanir á sálarlífi, blandaðar kvalalosta og sterkum fjandsam- legum hneigðum. í athugun Gebharts skiptust nauðgarar í flokka á eftirfarandi hátt: Ingvar Kristjánsson geðlæknir. 44. tbl. Vikan 9
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.