Vikan


Vikan - 02.11.1978, Síða 13

Vikan - 02.11.1978, Síða 13
Hildigunnur Ólafsdóttir afbrotafræflingur. Hvers vegna kæra þær tala við hann, en það var til einskis. Hann reif í þær leifar af fötum, sem enn héngu utan á mér. Ég hrópaði og bað. Allt í einu lá hann en sleppti þó ekki takinu á mér. Það var eins og hann væri að bíða eftir einhverju. Ég endurtók stöðugt, að ég skyldi afklæðast og sofa hjá honum af fúsum vilja, bara ef hann sleppti mér. Ég hef ekki hugmynd um, hversu oft ég endur- tók það — ein^nærgætnislega og varlega og ég gat. Þó að hann héldi enn um háls minn, náðu orðin smám saman til hans. Hann leit á mig — og var nú loksins með sjálfum sér — og hann trúði mér, ef hægt er að orða það svo. Ég veit ekki, hvað hefði gerst, ef ég hefði haldið áfram að veita mótspyrnu. Maðurinn var eins og dýr og það í orðsins fyllstu merkingu. Ég er hrædd við ofbeldi, og ég óttast dauðann. En hvernig get ég verið hrædd við kynlif án ofbeldis? Ég veit ekki, hvernig mér heppnaðist að stöðva æðiskast mannsins, en mér tókst það þó. Ég fór úr fötunum, hann flýtti sér að leggjast ofan á mig, en forðaðist að líta í augu mér. Hann fékk strax fullnægingu og lagðist á bakið við hlið mér. Ég lagðist á hliðina og horfði á hann. Ég held, að ég hafi aldrei séð jafnhjálparvana og örvæntingarfullt andlit. Andartak gleymdi ég sjálfri mér og hafði óendanlega meðaumkun með honum, þar sem hann lá þarna og þorði ekki að líta á mig. Ég veit ekki, hvað hefur gerst. Ég hlýt að hafa rofið skyndilega hina leiðslukenndu nautn, er ofbeldið veitti honum, og andartak tekist að gera honum ljósar gerðir hans og tilfinn- ingar. En kjarkur minn varði ekki lengi. Og það tók hann heldur ekki langan tíma að safna saman karlmennskunni og útskýra það fyrir mér, hvar ég fyndi baðið. Við brögð mín urðu eins og við var að búast, ég staulaðist fram á baðið, og þegar ég fann hlýjan vökvann renna milli fóta mér, náði gráturinn yfirhöndinni, ég brotnaði algjörlega saman. Hátt og skerandi barst kjökrið inn í herbergið — en aðeins einu sinni. Svo stöðvaðist það og festist einhvers staðar inni í mér. Ég þvoði mér og klæddi mig. Hann opnaði fyrir mér dyrnar og fylgdi mér að neðanjarðarlestinni. Við töluðum ekkert saman, en þegar við komum á stöðina, spurði hann, hvort ég vildi borða með sér. Það leið langur tími, þar til ég megnaði að hugsa um allar þær tilfinningar kynþátta- og karlmannahaturs, sem þessi atburður hafði vakið hjá mér þetta síðdegi í Paris. Ég reyndi ekki að fara til lögreglunnar. Ég vissi sjálf, að ég hafði brotið óskráð lög og hlotið mína refsingu fyrir það. Ég hafði svo sannarlega átt minn þátt í því, að þetta hlaut að gerast. Wenche Múhleisen Þýð. J. Þ. ekki? Mjög er áberandi, þegar skýrslur um nauðganir eru skoðaðar, hversu margar konur, sem kært hafa, draga kæru sína til baka. Einnig höfum við rökstuddan grun um, að fleiri konum sé nauðgað en kærur segja til um. Við leituðum álits Hildigunnar Ólafsdóttur afbrotafræðings á þessu, ásamt með öðru. — Það er mjög erfitt að fjalla um þessi nauðgunarmál af einhverri vissu. Bæði er, að þau hafa lítt verið til umræðu í gegnum tíðina, og einnig, að litlar sem engar kannanir hafa verið gerðar. Það er ekki fyrr en með nýju kvennahreyfingunni, að eitthvað er farið að ræða þessi mál, og er það vel. Varðandi það, hvort og hvers- vegna konur skirrist við að kæra meinta nauðgun, kemur náttúrlega ýmislegt til. Þó held ég, að aðalatriðið sé, hvað konan er illa í stakk búin að taka á móti nauðgun, á ég þá bæði við andlega og líkamlega. Uppeldi kvenna hefur fram á þennan dag verið á þann veg, að þeim hefur verið kennt, að það sé karlmaðurinn, sem eigi að hafa frumkvæðið í flestum málum. Konan meðtekur þessa kennslu, og karlmenn eru að sjálfsögðu á sömu skoðun. Einnig er það alkunna, að konan er eðli málsins samkvæmt veikari líkamlega, þannig að þegar allt kemur til alls er staða konunnar gagnvart nauðgurum afskaplega slæm, hvort sem litið er á líkamlegu eða andlegu hliðina. Það er einnig athyglisvert, að þegar konu er nauðgað, þá á hún eingöngu við karlmenn að etja. Henni er nauðgað af karlmanni, lögreglan, sem kært er til, er yfirleitt eingöngu skipuð karlmönnum o.s.frv. Þannig að ef um er að ræða eitthvert rótfast viðhorf til kvenna á þá leið, að þær séu veikari, þá er náttúrlega mjög erfitt fyrir hana að leita réttar síns í þessum heimi karlmannsins, með þá einu kæru, að karlmaður hafi neytt aflsmunar í samskiptum sínum við hana. Enda kemur á daginn, að flestum kærum er vísað frá vegna sannanaskorts. í hugum fólks er líklega hin dæmigerða nauðgun sú, sem á sér stað í Hljómskála- garðinum eða einhverjum álíka stað, eftir að rökkva tekur. Enda eru mjög margar konur hálfsmeykar við að vera einar á ferli á slíkum stöðum í myrkri. En ég tel þetta alrangt, því það er örugglega mikill minni- hluti allra nauðgana, sem á sér stað undir slíkum kringumstæðum. Hinar dæmigerðu nauðganir eiga sér yfirleitt stað í heima- húsum, oft tengdar gleðskap, og eru þá yfirleitt einhver tengsl á milli nauðgarans og þeirrar konu, sem er nauðgað, þ.e.a.s. þau þekkjast. Það ætti að skýra að tölu- verðu leyti, hvers vegna fleiri nauðganir eru ekki kærðar. Það gæti haft ófyrirsjáan- legar afleiðingar að kæra mann bestu vinkonu sinnar fyrir nauðgun, þannig að útkoman verður oft sú, að skásti kosturinn sé að láta satt kyrrt liggja. Annar, ekki minna alvarlegur hlutur, sem hlýst af þessu rótgróna viðhorfi til 44. tbl. Vikan 13

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.