Vikan


Vikan - 02.11.1978, Síða 15

Vikan - 02.11.1978, Síða 15
aðra þætti rannsóknarinnar, það fer eftir þeim gögnum, sem fyrir liggja og aðstæðum hverju sinni. Geðlæknirinn úr- skurðar, hvort maðurinn sé sakhæfur. Sé maðurinn ekki sakhæfur, er ekki höfðað opinbert mál á hendur honum, heldur fær hann þá meðhöndlun, er læknirinn ákveður. Hann er þá ekki lengur á vegum dómsyfirvalda. Tvær lögreglukonur starfa hjá rann- sóknarlögreglu rikisins, báðar í þeirri deild, er fjalla um nauðgunarafbrot. Það er engin launung, að þær hafa fengið smjörþefinn af þessum málum. Stúlkur, sem kæra nauðgun, verða að segja sögu sína án þess að draga undan minnsta smáatriði. Það er áreiðanlega auðveldara og minna auð- mýkjandi fyrir þær að lýsa þessu fyrir annarri kynsystur heldur en karlmanni. Við reynum að gera þeim þetta eins létt- bært og unnt er í þessum kringumstæðum. 194. grein hegningarlaganna hljóðar á þessa leið. Ef kvenmanni er þröngvað til holdlegs samræðis með ofbeldi eða frelsis- sviptingu, eða með því að vekja henni ótta um líf, heilbrigði eða velferð hennar sjálfrar eða náinna vandamanna, þá varðar það fangelsi ekki skemur en eitt ár, og allt að 16 árum eða ævilangt. Sömu refsingu skal sá sæta, sem kemst yfir kvenmann með þvi að svipta hann sjálfræði sínu. Bræóraborgarstíg 16 Sími 12923-19156 Þetta eru gömul lög, samin löngu áður en jafnréttismálin komu í brennipunktinn og þess vegna alls ekki gert ráð fyrir, að karlmaður geti kært nauðgun. Við höfum heldur aldrei fengið slíkt mál í hendur, en að sjálfsögðu fengi mál hans sömu meðferð frá okkar hendi og ef um stúlku væri að ræða. T. DEA TRIERM0RCH VETRARBORN Þýðing: Nína BjörkÁrnadóttir Þetta er skáldsaga um 18 konur og baksvið þeirra í þjóðfélaginu og innan veggja fjölskyldunnar. Þær eru allar staddar á fæðingar- deild. Aðrar persónur eru eiginmenn, börn og venslafólk, ræst- ingarkonur, sjúkraliðar, hjúkrunarfólk, Ijósmæður, læknar, pró- fessorar — og öll nýfæddu börnin. í sögunni speglast hið sér- kennilega andrúmsloft sem þar ríkir, blandað kvíða og tilhlökkun, þar sem konurnar deila sorg og gleði. Sumar hafa fætt, aðrar bíóa þess að fæða. Milli kvennanna skapast gagnkvæmur skiln- ingur og samúð og órjúfandi tengsl, þó svo að Jeiðir þeirra eigi eftir aó skilja. Myndirnar gerði höfundurinn sem einnig er grafíklistamaður. Bókin hefur hlotið óhemjugóóar viðtökur í Danmörku og selst í nálega 100 þúsund eintökum. Hún var sæmd dönsku bókmennta- verólaununum „Gullnu lárberin“ árið 1977. Sagan hefur verið kvikmynduð. Ógleymanlegur lestur bæði körlum og konum. Höfundurinn lýkur upp veröld sem aöeins konur hafa hingað til átt aðgang að. 44. tbl. Vikan 15

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.