Vikan - 02.11.1978, Page 51
Hann tók um hönd hennar. Kalli ró-
aðist, þegar hann snart hana. Þetta var
Tommi. sem stóð við hlið hennar og
sagði henni, að þeir Róbert hefður s.æst
á mál sin. Tommi — maðurinn hennar.
Hún færði sig nær honum og skildi
ekkert í því, hvers vegna hún hafði
kviðið þessari stundu. Hún brosti og
lauk upp vörunum til að segja eitthvað
vingjarnlegt I sáttaskyni, en Tommi
varð fljótari til.
„Heyrðu, Kalli.” Hann hélt áfram urn
hönd hennar. „Ég veit, hvað þér finnst
um kvöldið i kvöld. Við höfum minnst á
þetta einu sinni eða tvisvar og ég veit, að
þú vilt aðeins hafa þetta sýndarhjóna-
band. Hvers vegna reynum við ekki að
hreinsa andrúmsloftið með þvi að fara
út að ganga? Eða fara i sund. Ég hef ekki
farið i sund frá þvi að ég kom frá
Astralíu.
Manstu eftir miðnætursundferðunum
okkar i gamla daga? Ætli gamli pollur-
inn sé nægilega fullur af vatni núna?”
Þau horfðust i augu. „Hvernig list þér
á það, Kalli?"
„Já! Ó, Já!" Hún gein svo sakleysis-
lega við agninu. Allt til að rjúfa innri
þensluna, sem sífellt jókst eftir þvi, sem
leið á kvöldið.
„Gott, farðu upp og náðu I sundbol.”
Augu Tomma glömpuðu, þegar hann
ýtti henni aðstiganum.
Stundarfjórðungi siðar óku þau út af
hlaðinu og í áttina að ánni.
DaRT-FLJÓT niðaði og söng,
þegar þau komu að djúpum, fjarlægum
hylnum, sem var umkringdur vatnsbörð-
um klettum, sem voru silfurgráir i
tunglsljósinu.
Voru virkilega rúm sautján ár frá þvi,
að þau höfðu baðað sig þarna siðast?
Buslað og hrópað i svölu vatninu, legið i
sólbaði másandi af hita. þrætandi og i
striðsham á þessum sömu klettum?
„Allt er óbreytt.” Það var hrifningar-
blær i rödd Kalla og Tommi tók óvænt
um hönd hennar. Hún nam staðar og
leit á andlit hans, sem bar við himin.
„Náttúran breytist ekki, Kalii. Fólk
ekki heldur innst inni. Auðvitað eru
skapbrigðin mismunandi ör en innst inni
breytist þaðekki.”
Eitthvað snart hjarta hennar, ný
vissa, ný viska, sem gladdi hana.
„Tommi! Þú komst með mig hingað I
ákveðnum tilgangi. Til að gera mér skilj-
anlegt. . .”
Tommi kinkaði kolli og þau störðu
þegjandi hvort á annað. Hann rauf
þögnina.
„Ofan í með þig,” sagði hann glað-
lega. „Ferðu fúslega ofan i sjálf eða þarf
ég að henda þér?"
„Þú þyrðir það aldrei!” Kalla iðraði
þessara orða, þegar hann stökk til henn-
ar.
„Eftir andartak." sagði hann og
hneppti frá sér skyrtunni. En Kalli flýði
niður árfarveginn og hneppti líka frá sér
fötunum á hlaupunum.
Hún komst í vatnið rétt áður en
Winther
vinsælustu og bestu þríhjólin
Tomrni náði henni og greip andann á
lofti, þegar tunglskinsbjart, iskalt vatnið
luktist um hana. Eitt sekúndubrot var
henni of kalt til að hún gæti hugsað og
hún synti niður ána, þegar skvampið
sagði henni, að Tommi hefði stungið sér.
Eftir nokkrar minútur kom hún að
fljótsbakkanum og hélt sér í trjágrein,
sem hékk yfir bakkann.
Tommi kom úr kafi við hlið hennar.
Hann strauk hárið úr augunum og
brosti.
„Þú náðir mér ekki! Þú hefúr aldrei
haft við mér!” Það glitraði á augu Kalla I
tunglsljósinu, þegar hún sagði þetta._
„Nei, það hef ég aldrei getað .. .”
Hann var þarna við hlið hennar og
horfði á hana eins og aldrei fyrr, ákaft
og ástúðlegt augnaráð, svo að Kalla
hlýnaði um hjartarætur. Hún máttiekki
egna hann lengur, ekki þennan nýja,
ókunna Tomrna.
„Ég ætla að klæða mig,” sagði hún og
fór upp úr. „Mér er kalt.”
Hún gekk eftir árbakkanum að hand-
klæði sínu og fötum og heyrði fótatak
Tomrna að baki sér.
Tomrni var fljótari að klæða sig en
Kalli. „Við skulum fá okkur gönguferð
til að hlýja okkur,” sagði hann og snéri
sér að Kalla. sem var að hneppa að sér
skyrtunni. Hann brosti og hún fann per-
sónutöfra hans umlykja sig og rósemi
hans gagntók huga hennar.
„Já.”
Hann setti blaut sundfötin i körfuna,
sem Kalli hafði haft meðferðis og tók
um hönd hennar. „Komdu, við skulum
klifa tindinn."
Brott frá niðandi ánni umlukti þögnin
þau. Þögn, sem ekkert rauf nema andar-
dráttur þeirra. sem dýpkaði, þegar sótti á
brattann.
Yar Tor gnæfði yfir þeim, þegar þau
komu út úr skógarjaðrinum við fljótið.
Ofar, ofar klifu þau og horfðu yfir tungl-
skinsbjarta heiðina.
„Sjáðu stjörnurnar . . ." Kalli nam
staðar til að kasta mæðinni ogstara upp
I stjörnuglóð himinhvelfingarinnar.
„Hugsaðu ekki um stjörnurnar. Haltu
áfram!” Tom tók þéttar um hönd henn-
ar og það var ákefð I rödd hans, sem hún
skildi ekki i fyrstu. Uns þau komu að
steinhrúgu.
Kalli leit á hann.
„Þetta eru kofarústir," sagði Tommi
lágt og hún starði á steinhringinn, sent
eitt sinn hafði verið undirstaða húss.
„Frá brons-öld . . .”
Kalli var ringluð. „Hættu þessu
grobbi. Ég þekki sögu sveitarinnar jafn-
vel og þú . . .”
Þá skildi hún hann og hjarta hennar
var þrungið von.
Hún brosti hrifin framan í Tomma.
„Ó, Tommi! Þú sagðist ætla að gera mér
þetta skiljanlegt og þú hefur gert það!
Fólkið, sem hér bjó.var alveg eins og við.
Það var jarðbundið, það lifði á afrakstri
jarðar eins og við — það unni heiðinni
og tók þvi, sent hún gaf.”
„Já?" sagði Tommi uppörvandi og
þrýsti henni aðsér.
„Hér bjó það. elskaðist, eignaðist
börn. Það ól upp fjölskyldur sínar hér.
Tonimi. . .”
„Guði sé lof! Loksins!” sagði hann
innilega. „Ég hélt. að þú skildir þetta
aldrei! Stúlka ntin, barátta okkar, von
brigði og sigur eru öll hluti lifsins. Þetta
hefur allt komið fyrir áður og á eftir að
koma fyrir til eilifðar. Jafnvel á Moor-
hill. Sérstaklega á Moorhill. Skilurðu,
hvaðégá við.elsku Kalli mín?”
Hún kinkaði kolli sigri hrósandi i
hamingju sinni. „Já, já, ég skil."
Hann leit i andlit hennar. „Viðeigum
eftir að rifast. sáryrði rnunu falla, en ég
held, aðokkur takist það, sem við viljum
i sameiningu." Hann kyssti hana og
brosti svo spyrjandi um ieið og hann
leiddi hana inn í steinhringinn. „Hér
hefst upphafið, Kalli."
Í tunglsljósinu sá hún burknaflet við
einn steinvegginn. Það var af honum
ferskur og hreinn ilmur tengdur heið-
inni, meira tælandi en nokkurt rúm gert
af mannlegum mætti.
„Ó, Tommi!" Þetta var eins og kjök-
ur, sem breyttist þó fljótlega i hlátur,
þegar hann tók hana í fang sér og bar
hana að burknarúminu.
Þau vöknuðu bæði í dögun. Gullið
höfuð Tomnia hvíldi við hlið hennar á
ilmandi burknunum. Stjörnurnar á
himinhvelfingunni bliknuðu ein af ann-
arri og fyrsti fuglasöngurinn hljómaði i
tæru morgunloftinu.
Kalli skildi hann eftir og tindi græna
burkna af fötum sinum, þegar hún gekk
út um innganginn á steinhringnum.
Hún settist undir stóran stein og leit yfir
sveitina.
Heiðin var að vakna úr næturdvala.
Heiðin, sem varð purpurarauð i sólskin-
inu. Steinarnir, sem voru í gráum og
svörtum litbrigðum og skinu i birtunni.
Lævirki hóf sig til himins og söng sína
silfurtæru tóna.
Kalli leit letilega yfir öxlina og breiddi
faðminn gegnt Tomma, þegar hann reis
á fætur og stóð upp af burknabeðinum.
„Þetta er himneskt, Tommi. Komdu og
sjáðu.”
Þau ræddust ekki við þar, sern þau
sátu. Þau gætu talað seinna. þegar
gömlu, hversdagslegu vandamálin létu á
sér bæra — þegar hringrás lifsins liefði
aftur heimt þau til sin. Nú voru þau al-
sæl með endurminningu hamingju
stunda; endurminningu. sem var horn-
steinn lifs þeirra saman.
ENDIR.
44. tbl. Vikan 51