Vikan


Vikan - 08.03.1979, Blaðsíða 10

Vikan - 08.03.1979, Blaðsíða 10
Vikan og Um málefni neytenda er fjallað í samráði við Neyt- endasamtökin. Neytendasamtökin hefja „Vikan er bara orðin eitt allsherjar neyt- endablað,” sagði einn ágætur lesandi við ritstjóra nýlega og var síður en svo að kvarta yfir þróun mála. Sá hinn sami, svo og aðrir lesendur blaðsins, geta þá fagnað með starfsmönnum Vikunnar þeim áfanga, sem nú hefur náðst, þar sem undirritaður hefur verið samningur um samstarf Vikunnar og Neytendasamtakanna á sviði neytendamála. Samkvæmt þessum samningi er einkum um að ræða birtingu á efni úr erlendum neytendablöðum, sem heimila slíka birtingu aðeins i Vikunni, en einnig er fyrir- huguð birting á íslensku neytendaefni, eftir þvi sem efni standa til. Verður allt slíkt efni auðkennt með setningunni „Birt i samráði við Neytendasamtökin” og birtist á a.m.k. fjórum síðum i mánuði, en getur orðið miklu meira. Vikan hefur vissulega í auknum mæli látið til sína taka á sviði neytendamála, þótt ofangreind ummæli lesanda Vikunnar séu ofrausn. Ber þar fyrst að nefna hinn viku- lega neytendaþátt, Vikan á neytenda- markaði, sem hefur vakið mikla athygli. Höfum við sérstaklega orðið vör við, að þær markaðskannanir, sem þátturinn hefur staðið fyrir, nú síðast í sambandi við bílana í 8. tbl., hafi mælst vel fyrir. Einkum höfum við heyrt ánægjuraddir lesenda utan af landsbyggðinni, sem fá þarna mikil- væga aðstoð við val á vörum, sem þeir hafa annaðhvort pantað beint eftir að hafa samstarf kynnt sér slíka markaðskönnun, eða að hún hefur sparað þeim mörg sporin, þegar þeir bregða sér í snögga ferð til höfuð- staðarins. Slíka þjónustu er ætlunin að veita áfram sem hingað til. En Vikan býður upp á margt fleira til hagræðis neytendum, þótt það sé ekki beinlínis merkt sem slíkt. Má þar til dæmis nefna þáttinn Vikan kynnir, sem hefur nú birst reglulega í blaðinu i meira en ár. Þar geta lesendur fylgst með tískunni og verð- laginu, þvi það er föst regla að birta verð þess, sem kynnt er hverju sinni. Léttvinsprófun Vikunnar flokkast með réttu undir neytendamál, en greinaflokkur Jónasar Kristjánssonar um léttu vínin í Ríkinu hófst í 1. tbl. þessa árs, og samkvæmt upplýsingum sölumanna í Rikinu hefur þessi þáttur haft veruleg áhrif á áfengiskaup landsmanna. Menn biðja nú frekar um létt vin i stað sterkra vína, og í stað þess að biðja um eina flösku eða einn kassa af hvítvíni, biðja menn um vissar tegundir í samræmi við léttvínsprófun Vikunnar. Áður hafði Jónas skrifað greina- flokk um veitingastaði i nágranna- löndunum, og hafa margir orðið til þess að notfæra sér leiðbeiningar hans í þeim málum. Mataruppskriftir hafa alltaf átt sitt rúm í Vikunni, og samvinna Vikunnar og Klúbbs matreiðslumeistara, sem hófst á síðastliðnu hausti, hefur tekist með ágætum og vakið athygli. Handavinnuefni á alltaf vinsældum að fagna, og hefur Vikan verið að sækja i sig veðrið í þeim málum. Heilla- ráðin flokkast einnig undir neytendaefni, og þá má ekki gleyma uppeldisþættinum, Börnin og við, í umsjá Guðfinnu Eydal sálfræðings, sem hóf göngu sína seint á siðasta ári. Vikan er stolt af öllu þessu efni, og lesendur virðast kunna vel að meta. Samstarfið við Neytendasamtökin er okkur kærkomin viðbót í þeirri viðleitni að gera málefnum neytenda skil. k.H. Það er gaman að bjóða til fondueveislu. En fondue- potturinn getur verið vara- samur. Það er ekki óalgengt, að skaftið á honum losni. Og oft er potturinn ekki nógu stöðugur. Reynið ekki að slökkva með vatni, ef kviknar í olíunni. Þá getur orðið ,,sprenging''. Höf: Helena Stálnert, Rád & Rön. Þýð: K. H. Birt í samráði við Neytendasamtökin. Nokkrar manneskjur safnast saman kringum fonduepott og gæða sér á ostafondue eða kjöt- fondue. Þær spjalla og borða, og margir í einu stinga göfflunum sínum í heitan fonduepottinn. Og þá er mikilvægt, að pottur- inn sé stöðugur og öryggið í lagi. Sænsku neytendasamtökin hafa fengið margar kvartanir út af fonduepottum, sem hafa verið þannig úr garði gerðir, að skaftið er skrúfað á og losnar auðveldlega. Þegar potturinn hefur verið fullur af osti eða oliu og þar af leiðandi allþungur, þá hefur skaftið skrúfast til og potturinn hvolfst. Það er heldur ekki auðvelt að FONDUE POTTAR GETA VERIÐ VARASAMIR 10 Vlkan 10. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.