Vikan


Vikan - 08.03.1979, Blaðsíða 50

Vikan - 08.03.1979, Blaðsíða 50
BÖLVUN FJÁR- SJÓÐSINS UNDARLEG ATVIK XIX ÆVAR R. KVARAN Undir bláum öldum Miðjarðarhafsins lá í 200 ár fjársjóður sem var yfir 500 milljón dollara virði. Meðan hann lá í djúpi hafsins var með honum grafin bölvun Ahmeds Musaqs. En árið 1968 var hinum ramgerðu kistum, sem höfðu að geyma gull, silfur og skartgripi hins löngu dauða Musaqs, lyft af botni hafsins og þá leystist enn úr læðingi hin forna bölvun þessa morðingja og harð- stjóra. Skal nú horfið aftur í söguna og gerð nokkur grein fyrir þessum dularfulla bölvaða fjársjóði. Á átjándu öld stóð á Miðjarðarhafi mikil ógn af sjóræningjum sem réðust þar á kaupskip, myrtu sjómennina, rændu auðugum farþegum og stálu hverju sem hönd á festi. Einkanlega girntust þeir gull, silfur og dýra skartgripi en næst á eftir því kom svo hvers konar dýrt krydd, matvæli og dýrmætar viðartegundir. Mörg þessara sjóræningjaskipa áttu athvarf undan evrópskum yfirvöldum í borginni Tripoli á strönd Norður-Afríku, en sá sem réð lögum og lofum í þessari borg hét Ahmed Musaq og hagnaðist á því að loka augum fyrir ránum og ofbeldi sjó- ræningjanna gegn prósentuskatti af því sem þeir stálu. Þetta fyllti fjárhirslur Musaqs af hvers konar stolnu verðmæti. í kvennabúri hans var gnótt evrópskra ungra og fagurra kvenna og ekkert skorti i hvers konar óhófi matar og drykkja. En hér fór sem oft áður að græðgin varð afkvæmi auðsins. Honum nægði að lokum ekki að hljóta hluta ránfengsins, hann varð að fá hann allan, þótt hann væri að verða stór- auðugur maður á þessum viðskiptum. Og snemma árs 1764 skipaði Musaq her- mönnum sínum að taka herskip sjóræn- ingjanna herskildi og drepa þá alla. Þessi ráðagerð tókst í skjóli myrkurs. Komið var að sjóræningjunum sofandi því þeir töldu sig trygga í þessari höfn. Og í stað þeirra setti Musaq sínar eigin skipshafnir á ræningjaskipin. Nú var ætlunin að hefja eigin útgerð í sjóránum og myndi nú allur hluturinn falla honum í skaut. Það var aðeins ein veila á ráðagerð hans og hún var mikilvæg. Eitt var að vita af sjóræningjum hér og þar á Miðjarðarhafi, annað ef stjórnandi viðurkennd ríkis tók að hefja persónulega útgerð á þessu sviði. Þetta varð til þess að Evrópuríkin við Miðjarðarhafið tóku höndum saman og mynduðu sameiginlegan flota ítalskra, franskra og enskra herskipa sem send voru til höfuðs sjóræningjanum í Tripoli. Snemma vors 1764 sigldi floti sex herskipa undir flotastjórn d’Alesios aðmíráls frá Genúa í átt til Tripoliflóa. Tilgangur leiðangursins var augljós, að eyðileggja flota sjóræningjans og endur- heimta eins mikið af ránsfengnum og mögulegt var. Skip aðmírálsins voru skipuð þaulæfðum leiguhermönnum og ekki voru margar klukkustundir liðnar frá lendingu þegar þessir hermenn ruddust inn í höll Musaqs. Það eð Musaq varð þá ljóst að ef hann næðist myndi hann verða látinn þola hinar hræðilegustu pyndingar og dauða flúði þessi ríkasti arabi Norður-Afríku í fjár- hirslu sína og lét læsa hinum miklu og þungu hurðum hennar gegn innrásar- mönnum. Orrustan innan hallarinnar var bæði blóðug og grimm og stóð í margar klukku- stundir. Innrásarmennirnir fundu felustað Musaqs að lokum og brutu niður hinar þungu og ramgerðu hurðir. Og þegar arabanum varð ljóst að leiknum var lokið sneri hann hnífi sínum gegn sjálfum sér og féll svo með sársaukaópi blæðandi á gólfið. Það tók hann nokkurn tíma að geispa golunni og voru þetta síðustu orð hans hér á jörðu: „Þessi fjársjóður tilheyrir mér að eilífu. Hver sá sem stelur honum skal fá yfir sig bölvun mína nú og að eilífu. Ég mun koma úr myrkri dauðans og kalla hann til ábyrgðar og færa fjársjóð minn heim að nýju!” Þetta virtist flestum hégómahjal hálf- vitskerts deyjandi manns. Enda var það engu líkara. Hvernig getur líka dauður maður ráðskast með lifandi menn? En þegar þess er gætt með hve dularfullum hætti dauða þeirra hefur að höndum borið, sem afskipti hafa haft af þessum fjársjóði, renna á menn tvær grímur. Þegar höllin var trygg orðin tók d’Alesio aðmíráll sjálfur að sér stjórn á flutningi fjársjóðsins. Samningur hans við stjórnir Ítalíu, Frakklands og Englands hafði verið mjög hagstæður: Hann átti að vinna bug á sjóræningjunum í Tripoli og endurgjald hans skyldi vera það að hann mætti slá eign sinni á öll þau auðæfi sem honum kynnu að falla i skaut. Þótt d’Alesio, eins og öðrum, væri kunnugt um bölbænir Musaqs meðan hann var að gefa upp öndina komst hann svo að orði við einn foringja sinna: „Dauður maður getur ekki unnið manni neitt mein.” Nokkrum dögum síðar, þegar búið var að koma þessum dýrmæta farmi um borð í skip d’Alesios aðmíráls, hélt hann til Genúu á ítaliu rúma 2000 km í norður. Skipsbækurnar bera með sér að þegar skipið var komið um hálfa leið yfir Miðjarðarhafið varð aðmírállinn skyndi- lega veikur. „Einhvers konar taugasjúk- dómur” stendur þar. Brátt tók kvíði manna um borð að færast í aukana þegar það fór að kvisast að aðmírállinn væri víst að missa vitið. Hann tók iðulega að hrópa: „Rekið hann burt!” og „Hann er að kvelja mig. Að reyna að draga mig til sín!” í káetu aðmírálsins reyndu yfirmenn skipsins að róa hann. Þeir fullvissuðu hann hvað eftir annað um það að enginn myndi vinna honum tjón. En aðmírállinn vissi betur. Skipstjóri bókaði í dagbók sína: „Aðmirállinn æpti stöðugt að einhver rödd væri að kalla á sig. Hann sagði að Musaq væri þar kominn og vildi fá hann til sín.” Þannig þjáðist d’Alesio dögum saman af þessum hugarkvölum. En þegar þeir áttu ekki eftir nema 300 km til heimahafnar birtist aðmírállinn allt i einu á þilfarinu. „Hann gekk eins og maður í svefni,” sagði skipstjóri hans. Kvíðafullir horfðu skips- menn á aðmírálinn rauðeygðan af svefn- leysi, andlitið rúnum rist, föt hans rifin í æðisköstum, hanga á borðstokknum. Þá tók hann allt i einu að slá um sig hönd- unum, eins og hann hefði orðið fyrir árás einhvers ósýnilegs árásarmanns, og virtist hann beita öllum kröftum til varnar. Þannig sáu þeir manninn, sem hafði hæðst að bölvunum Musaqs, bersýnilega berjast við ósýnilegan anda arabans. En allt i einu lauk svo þessum átökum. D’Alesio aðmiráll, sem nú var búinn að slá eign sinni á fjársjóð Musaqs, kastaðist fyrir borð og hvarf í ólgandi hafið. Skipið var vitanlega stöðvað þegar í stað og hans var leitað á þessum slóðum klukkustundum saman en árangurslaust. Líkami hans fannst ekki. Musaq hafði heimt sitt fyrsta fórnar- lamb. Þegar skipið kom í höfn í Genúu og gefin var skýrsla um slysið vakti þetta eðlilega nokkra undrun en ekki urðu þó opinberir aðilar nokkrum ótta slegnir af þessu. Það lék lítill vafi á því að þótt sumir hörmuðu hinn undarlega dauða d’Alesios aðmíráls voru aðrir sem hörmuðu ekki sérstaklega að aðmírállinn skyldi ekki hreppa allt þetta gull og silfur sjálfur. En frásagnir af því að á þessum fjársjóði hvíldi bölvun létu menn sér í léttu rúmi liggja. Það var borgarstjóri Genúu, Francesco Lionetti, sem var falið að hafa þennan fjár- sjóð undir höndum. Hann lét koma honum fyrir í vörugeymslum borgarinnar undir herverði allan sólarhringinn, og nú tók hann að brjóta heilann um það hvernig best væri að notfæra sér þetta mikla fé. Það varð vinum Lionettis borgarstjóra 50 Vikan lO.tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.