Vikan


Vikan - 08.03.1979, Blaðsíða 34

Vikan - 08.03.1979, Blaðsíða 34
Þrír draumar Kæri draumráðandi. Ég ætla að biðja þig um að ráða fyrir mig nokkra stutta drauma. Mig dreymdi að ég fór upp að leiði mömmu minnar (hún er dáin) og ætlaði að ná í skraut af grein sem ég hajði sett þar á afmæli hennar. En þá voru 3 blóm á greininni kramin og ónýt. í næsta draumi var égstödd í boði og var þar mikið af mat. Eg sat við matarborðið og þá datt skemmd tönn úr mér. Síðan datt önnur og loks sú þriðja. Að lokum dreymdi mig að ég var í Kanada að leita að húsinu, sem ég bjó í einu sinni, En þegar ég fann það, var þar risið þriggja hœða hús. Eins og þú sérð er eitthvað þrennt í öllum þessum draumum. En það var ekki í draumnum, þarsem mig dreymdi að ég var I grænum klœðnaði, buxum, peysu, blússu og kápu. Þetta var allt mismunandi grænt. Og I annað skipti dreymdi mig að ég væri í bleikum klæðnaði, en þá var ég ekki I kápu. Ég vona að þú getir ráðið eitthvað úr þessum draumum og þakka þér fyrir hjálpina. SA Þessi draumur er þér fyrir vinarmissi og einhverjum erfiðleikum í því sambandi. Einnig eru þarna ákveðin tákn um að þú saknir móður þinnar meir en þú gerir þér grein fyrir og þurfir að snúa þér að einhverjum verkefnum, sem hjálpa þér að komast yfir söknuðinn. Þarna eru líka fyrirboðar um betri tíma og mikla velgengni í framtíðinni. Jesúbarnið endurfætt Mig langar að biðja þig, draumráðandi góður, að ráða fyrir mig einkennilegan draum sem mig dreymdi að morgni gamlársdags. En fyrst langar mig að segja þér, ef það skiptir nokkru máli, að ég hef stundum hugsað um, að mig langar að vera vitni að einhverjum atburði, sem sannar að guð sé til. Ég vaknaði um morguninn, en dottaði svo aftur. Þá dreymir mig að ég sé að draga litla létta barnakerru upp stiga. Þegar ég kem upp, finn ég að kerran þyngist aðeins. Ég sný mér við og sé að lítið sveinbarn er komið í kerruna. Það fór að gráta og ég tók það upp. Síðan lagði ég það á jörðina til að skoða það betur. Það var hlýtt í veðri og sól. Ég hugsaði með mér: „Einhver móðir hefur ekki getað haft Mig dreymdi barnið sitt og látið það þarna. Hvað á ég að gera við það, ég er að vinna og get ekki haft það?" í þvífer barnið að gráta aftur. Sveinninn var svarthærður og mér fannst hann dálítið munnstór. Ég verð hissa þegar ég sé upp í munninn á barninu, því hann var fullur af alls konar táknum, skrifuð með rauðu oggrœnu að mig minnir. Ég man eftir þríhyrningi og sambgningarmerki (plús). Síðan varð mér litið á hendurnar á barninu. Þar voru líka tákn með sama lit, en í miðjunni voru lítil göt, sem vætlaði aðeins vökvi úr. Mérfannst hann svolítið þynnri en blóð og ekki eins dökkur. Þá byrjar barnið allt í einu að tala með rólegri karlmannsrödd. Og mér fannst það segja: „ Trúir þú á Guð?” Ég vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið, en hugsaði margt. Það hélt áfram og segir: „Ég sé að þú hefur tekið eftir því, að ég er Jesúbarnið endurfætt. ” Ég hugsaði mér að loksins hefði égfengið sönnun fyrir því, að Guð væri til og að hann hefði sent Jesú til jarðarinnar. Og að hann skyldi hafa valið mig af öllu fólki á jörðinni olli mér mikilli gleði. Þegar hann hafði sagt: „Ég er Jesúbarnið, ” þá fannst mér eins og ég væri öll að springa af hamingju. Égget ekki lýst því. í því vaknaði ég. En draumurinn hefur staðið skýrt fyrir mér síðan. Þetta er nú orðið ansi langt, en þið þurfið ekki að birta drauminn. Mig langar aðeins að fá ráðningu. Ykkar einlœg 7432-6412 Þessi draumur gæti verið afleiðing af hugsunum og óskum þínum í vöku. Þrátt fyrir það er þetta mjög góður draumur og að dreyma frelsarann er eitt það besta tákn, sem fyrir getur borið í draumi, ekki síst ef hann talar til þín. Þú verður sennilega aðnjótandi bæði mikillar gleði og sannrar trúarvissu, sem þú hefur svo mjög leitað eftir. Við dánarbeð ókunnugs ungs manns Kæri draumráðandi! Ég sendi þér hérna draum, sem mig dreymdi aðfaranótt gamlársdags sl. Vonandi getur þú ráðið hann. Mér fannst ég vaka yfir dánarbeði ungs manns, sem var mér algerlega ókunnugur. Fannst mér hann í ein- hverju hjálpartæki fyrst og ég sat við stokkinn hjá honum. Síðan fannst mér honum hafa hrakað svo mikið, að hann var aðeins þrjú græn laufblöð. Eitt laufblaðið var stærra en hin tvö og það var farið að fölna mjög. Þegar ég lagði eyrað að bekknum, sem hann lá á, heyrði ég hjartsláttinn og einnig veikan óm af rödd hans. Mérfanhst læknir koma ogskoða laufblöðin. Hann hristi höfuðið og sagði að stóra föla laufblaðið vœri ónýtt, en hin eitthvað skárri. Mér fannst hann mjög ónær- gætinn, því ég vissi að andi mannsins var lifandi á bekknum. Þegar læknir- inn var farinn bað sjúklingurinn um að skrifað væri eftir sér. Hjúkrunar- konan skrifaði upp eftir honum þar sem ég treysti mér ekki til að gera það. Mér fannst ég spyrja hvort ég mætti eiga bréfið eftir að læknirinn væri búinn að lesa það. Ég lagði eyrað á bekkinn og reyndi að heyra svar. Loks var svarað veikum rómi, eins og úr fjarlægð: Já, já og nú skipti ég mér ekki af neinu, mérersama um allt. Hjartslátturinn stöðvaðist og ég vissi að hann var dáinn. Ég hrópaði ánægð upp yfr mig: Hann er laus, hann er laus. Á bréfnu stóð öðum megin orðsending til læknisins um að hann (sjúklingurinn) vissi að hverju stefndi og að hann ættifá andartök eftir. Hinum megin á bréfnu stóð orðrétt: Augu þín, sem hafa vakað 2-3 smfyrir ofan bekkinn hafa létt mér byrðina. P.S. Dulrún D. Ég læt það fylgja með, ef það skiptir einhverju máli, að ég er ófrísk — komin 7 mán. á leið. Sagt er að umönnun sjúkra í draumi merki að dreymandanum verði trúað fyrir einhverju mikilvægu og langþráðu hlutverki í vökunni. Það sem þú segir í lok bréfsins skýrir drauminn í raun og veru. Hlutverkið langþráða er í þessu tilviki móðurhlutverkið og aðrir hlutar draumsins fyrir fremur auðveldri fæðingu barnsins. 34 Vikan 10. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.