Vikan


Vikan - 08.03.1979, Blaðsíða 22

Vikan - 08.03.1979, Blaðsíða 22
ÚRÁSTÍ SKILNAÐ Flestir hafa jákvæðar væntingar til hjónabandsins. Margir vona að hjóna- bandið gefi þeim þá ást sem þeim finnst að þeir hafi farið á mis við. Flestir verða ást- fangnir. Flestir gifta sig eða reyna einhvers konar sambúð. Flestir eignast börn. Þá breytist lífið oft. Börnin taka allan tímann, alla kraftana og alla ástina. Fólk hættir að hafa tíma hvort fyrir annað, byrjar að gleyma hvort öðru og byrjar að verða vonsvikið. Allir draumarnir og vænting- arnar til hjónabandsins eyðileggjast smám- saman og vonbrigðin aukast. Þetta var þá ekki svo gaman og ástríkt eftir allt. Hversdagsleikinn var ekki þessi rólega, ánægjulega sambúð sem búið var ímynda sér heldur eilíf sambúðarkreppa sem mörgum finnst að þeir afberi ekki lengur en sem þeir eiga líka erfitt með að binda enda á. Sambúðin getur orðið þögult og vopnað hlutleysi eða þá að hver setning sem sögð er endar með rifrildi. Það er aldrei talað saman í raun og veru og vandamálin hlaðast upp og verða meiri og fleiri. Að' lokum verður annar aðilinn til þess að brjóta ísinn og vill skilnað. Margir hafa skilið, margir standa i skilnaði og margir eiga eftir að skilja. Ástin er búin og hver fer í sína átt. Margir spyrja þá sjálfa sig ótal sinnum þeirrar spurningar, hvernig hafi staðið á þvi að þetta fór svona. Hvað varð um ástina? Margir breytast frá því að vera ástfangnir yf ir í að verða foreldrar Ein mesta breytingin, sem fólk í samúð verður fyrir, er þegar það eignast barn. Það er erfitt að sjá um lítið krefjandi barn, kannski með ótal andvökunóttum, mikilli vinnu og fjárhagsáhyggjum og samtimis að varðveita og rækta það samband sem hefur bundið fólk saman. Það er líka algengt að fólk hreinlega gleymir því, að það hefur sambúðaraðila, man einungis eftir að það er orðið foreldri. Allt snýst þá um barnið, fólk lifir gegnum barnið og gleymir að það er eitthvað til sem heitir einkalíf. Samfara þessu hættir oft öll virkni út á við og fólk verður félagslega einangrað, sér kannski í mesta lagi fjölskylduna. Ef fólki þykir mjög vænt hvoru um annað, getur tilkoma barns styrkt tilfinn- ingar fólks gagnvart hvort öðru og það megnar að leysa flest vandamál sem koma upp. En ef væntumþykjan er ekki mjög mikil, gerist það mjög oft að öll væntum- þykja færist yfir á barnið. Fólk gleymir þá hvort öðru og að eiga barn verður ekki verkefni sem foreldrarnir leysa í sameiningu. Fjölskylduböndin styrkjast því ekki við tilkomu barnsins. Það er því hægt að segja að það sé slæm lausn til að reyna að bæta hjónaband að eignast barn. Enda gerist það næstum þvi aldrei að sambúð batni við að eignast barn. Sambúð í hversdagsleikanum Flestir gera sér að sjálfsögðu grein fyrir því að sambúð er ekki bara dans á rósum. Margir álíta hins vegar að þegar maður elski einhvern þá breytist maður. Jákvæðar tilfinningar gagnvart sambúðaraðila eiga þannig að gera einstaklinginn hamingju- samari og ánægðari með lífið. Flestir verða síðan fyrir þeirri reynslu að tilfinningin, að vera ástfanginn, minnkar smám saman og uppgötva að ástin hefur ekki breytt manni ýkja mikið. Þau vandamál og sú togstreita sem var fyrir hendi áður en sambúð hófst er enn við lýði. Vandamálin eru kannski bara orðin enn áþreifanlegri, einmitt vegna hinnar daglegu sambúðar við aðra manneskju. Samfara þessu koma oft aðrar upp- götvanir. T.d. að nýjar hliðar á sambýlis- aðilanum eru uppgötvaðar. Annaðhvort
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.