Vikan


Vikan - 08.03.1979, Blaðsíða 17

Vikan - 08.03.1979, Blaðsíða 17
heyrði ekki slitróttan andardrátt sinn, né fann að Wayne snerti handlegg hennar. Þau voru margklöppuð fram við fögnuð áhorfenda og þegar Freddie steig aftur á bak og Emma stóð alein í sviðs- Ijósinu og hneigði sig, var hún ákaft hyllt. Deedee heyrði Emiliu klappa á- kaft og hún brosti til hennar og reyndi að sýnast ánægð. Hún reyndi sjálf að klappa en gat það ekki. Hún brosti á- fram, þrengdi sér fram hjá Emilíu, út úr bekknum og upp ganginn. Siðan hljóp hún niður stigann og inn á kvenna- snyrtinguna, inn í einn klefann og læsti á eftir sér. Um leið og hún var búin að læsa braust gráturinn út og tárin streymdu niður andlit hennar. Hún þrýsti lófunum og enninu að köldum hvitum veggnum. Hún sleppti alveg fram af sér beislinu og grét ákaft yfir því sem hún nú var eða því sem hún hafði verið og gat aldrei orðið framar. Frammi á gangi beið Wayne þolin- móður. í annarri hendi hélt hann á pappaglasi sem hann hafði fyllt vatni og i hinni hélt hann á örlítilli koníaksflösku eins og þeim, sem notaðar eru í flug- vélum. Hann var greinilega við öllu búinn. Þegar hún kom loks út, leit hún betur út en hann hafði átt von á. Hún hafði baðað augun með köldu vatni og endurnýjað málninguna. Emma hefði hvort eð er átt von á að hún felldi tár hennar vegna. Hann brosti til hennar uppörvandi, bætti í glasið og rétti henni það. Hún saup koníakið þakklát á svip. „Hvað sagðirðu við krakkana?” „Ekkert. Ég þurfti þess ekki.” Hann tók við pappaglasinu og henti því í rusla- fötu á gólfinu. „Þau þekkja þig og þau hafa hundrað sinnum heyrt söguna um þig og Emmu þegar þið voruð að æfa fyrirÖnnu Kareninu." Þau gengu upp stigann og hún spurði: „Hvernig fannst þér hún? Ég á við hvernig fannst þér hún dansa." „Mér fannst hún dansa mjög vel." „1 alvöru?” Hann hikaði. „Allt i lagi.) Henni tækist betur ef hún léti vera að gera sumt af þvi sem orðið er of erfitt fyrir hana. Ertu þá ánægð?” ,.Þú lætur mér finnast eins og ég sé óttaleg naðra. Enda er ég það sennilega." „Þú ert það í sambandi við Emmu.” Hann nam snöggt staðar. Hún sneri sér að honum og hallaði bakinu upp að veggnum. „1 guðanna bænum, Deedee, ertu enn að velta því fyrir þér, sem gerðist fyrir tuttugu árum?” „Ég hélt að ég hefði gleymt því.” „Það hefurðu greinilega ekki!” Svipur hans varð blíðlegri og hann kyssti hana. „Viltu gera mér greiða?” „Auðvitað.” „Losaðu þig við þetta. Talaðu við hana.” Deedee kinkaði kolli, en um leið og þau lögðu aftur af stað upp stigann sagði hún: „Ég veit ekkert hvernig er að tala viðhana núna.” Þegar þau komu að sviðsbaki, hikuðu þau áður en þau héldu inn í þann heim. Á KROSSGÖTUM sem áður hafði verið þeim eins og heimili, hrædd um að það væri litið á þau eins og hverja aðra, sem komu til að biðja um eiginhandaráritun. Krakkarnir, meira að segja Janina, störðu á ungu dansarana (vorum við virkilega farin að dansa svona ung? hugsaði Deedee). Sumir voru enn í búningunum, aðrir búnir að skipta um föt, allir á hlaupum inn og út um búningsklefana og upp og niður stigana. Þau náðu setningu og setningu á stangli: Lagleg, dökkhærð stúlka sagði: „Aðeins steik og jógúrt.” „Mér er alveg sama þótt þúhafirefni á því, Sandra, það er alltof dýrt.” „En jógúrt er svo góð fyrir húðina að það er eiginlega sparnaður.” Wayne leit á Deedee og hristi höfuðið: ennþá sömu peningavandræðin. Skyldu þau ennþá vera „laumugestir?” (Það voru þau). „Það var ekki krampi, það var hásinin.” „En leiðinlegt. Hver skyldi fá hlut- verkið.” Vandamálin voru greinilega alltaf þau sömu. „Hvernig ætlarðu að komast í þessa veislu?” „Ertu eitthvað skritin? Ég ætla að þræða barina, þeir eru víst fjórir hér á staðnum!” „En þau dá þig, Sevilla!” Það var ótrúlegt hvað Yuri talaði góða ensku, miðað við hvað hann hafði dvalist stutt í landinu. Eða kannski var þetta setning, sem hann notaði mikið. Hann stakk aðeins við, þegar hann hélt á eftir Sevillu sem var greinilega samkvæmis- klædd. „Ó, Yuri, þeir dá okkur öll. Þetta eru algjörir asnar.” Hún nam staðar, kreisti blómvönd í annarri hendi og með hinni fálmaði hún niður í veskið sitt til að finna aðra sígarettu í langa munnstykkið sem hún var með á milli tannanna. Emilia starði á hana stóreyg; Ethan starði á Yuri sem tók veskið henar og fann sigarettu og kveikjara meðan Sevilla hélt áfram að masa. „Hvaða tilgang hefur það eiginlega að eyða öllu lífinu í að ná einhverju full- komnu spori sem áhorfendurnir hafa svo engan skilning á? Ég var alveg hryllileg í kvöld, en samt fannst þeim ég vera stórkostleg.” Hún saug að sér eins og fýsibelgur. „Ég vildi helst aldrei þurfa að koma í þessar smáborgir.” Hún skellti aftur veskinu sinu. „Ég ætla beint á hótelið og leggjast í heitt bað.” Deedee gekk feimnislega í veg fyrir Sevillu. „Afsakið, ungfrú Haslam. Ég er Deedee Rogers. Wayne, eiginmaður minn — Það myndi gleðja okkur mjög ef....” „Alveg sjálfsagt.” Sevilla brosti þrautæfðu brosi sem hún var búin að nota í hundruðum leikhúsa og teygði sig eftir leikskránni sem Deedee hélt á. „Ég hef því miður víst engan penna...” „Ó, ég átti við að við ætlum að halda...” „Geturðu notað blýant?” Wayne stakk blýantinum í hönd Sevillu og rétti fram leikskrána sina. Hún skrifaði nafnið sitt með glæsilegri sveiflu og sveif síðan út um dyrnar. Yuri brosti til Deedee. Á ég að koma með gítar i veisluna?” „Ó, það væri gaman!” „Hvernig er hnéð?” spurði Wayne sem fyrrverandi dansari, þó það hljóm- aði frekar eins og hann væri læknir að tala við sjúkling. „Brotið.” Yuri glotti. Hann þreif í lagalega ballerínu sem gekk framhjá, hallaði sér þunglega upp að henni og var lagður af stað i átt að búningsherbergi sínu þegar Ethan skaust allt í einu fram og hristi hönd Yuris. „Þú ert frábær,” muldraði hann. „Það ert þú líka,” svaraði Yuri há- tiðlega. Ethan roðnaði af gleði og huldi andlitið upp við Janinu. Deedee og Wayne leið betur, þeim var léttara i skapi: Einn af fremstu dönsurum heimsins ætlaði að koma í veisluna þeirra og koma með gítar lika! Nú fannst þeim þau eiga hér heima. 1 truasti þess gengu þau áfram inn ganginn og skimuðu eftir andlitum, ekki þeim ungu og nýju, heldur t>eim sem þau þekktu — þeim gömlu — þeim sem til- heyrðu gömlu fjölskyldunni þeirra. „Almáttugur, Wayne! Deedee!” Þetta var ekki hinn glæsilegi, sjálfumglaði Vronsky, heldur Freddie Romoff sem hafði elst ennþá verr en þau. Andlit hans var þreytulegt og svitinn braust í gegn- um andlitsfarðann sem hann hafði enn ekki fjarlægt. Baðsloppurinn hans var flekkóttur af andlitsfarða þúsunda sýn- inga. Hann var búinn að nota þennan slopp allt frá þeim tíma, þegar hann og Wayne höfðu deilt búningsherbergi: Freddie var hjátrúarfullur. Þau hlupu til og féllust í faðma, öll þrjú í einu. Þau vildu ekki þurfa að horfast i augu við þær breytingar sem orðið höfðu á undanförnum árum, og samt var eins og það skipti ekki máli lengur. Þau þrýstu sér hvert að öðru, kysst- ust, hlógu og töluðu hvert í kapp við annað. Svo birtist annar dansari sem þau þekktu, meiri hróp og meiri fagnaðar- læti. Siðan annar og annar. Sumir þeirra urðu núorðið að láta sér nægja smáhlut- verk, sumir máttu vera fegnir að fá að vera með i hópnum og fá borgað fyrir nokkuraukahlutverk. Þetta vorugamlir vinir sem voru fegnir að hitta Deedee og Wayne aftur, eins og það færði þá nær því sem þeir voru einu sinni; þeir buðu þau velkomin aftur, velkomin aftur í faðm fjölskyldunnar. Deedee horfði yfir axlir þeirra og leitaði að Emmu. Hana langaði til að geta virt hana fyrir sér smástund áður en Emma kæmi auga á hana. Annað andlit sem ekki var henni eins minnis- stætt, birtist og truflaði hana; það var Adelaide Payton sem enn lifði einungis fyrir balletthópinn. Hár hennar, sem orðið var silfurgrátt og sums staðar hvítt var ennþá eins greitt, tekið saman í hnakkanum með flauelsborða eins og á ungri stúlku; kjóll sem hefði betur hæft lO.tbl.Vlkan 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.