Vikan


Vikan - 08.03.1979, Blaðsíða 51

Vikan - 08.03.1979, Blaðsíða 51
því ekki lítið undrunarefni, þegar hann innan mánaðar hengdi sig í ljósastiku á heimili sínu. Lionetti skildi þó eftir sig mila með skýringu á því hvers vegna hann hefði gripið til þessa óyndisúrræðis. Samkvæmt miðanum hafði orsökin verið sú að „eitt- hvað greip sál mína og krafðist þess að ég dæi.” Engu að síður töldu menn hlægilegt að bölvun arabans ætti þar nokkum hlut að máli. Þegar þetta gerðist voru gjaldkerar Genúuborgar fjórir og varð það hlutskipti þeirra að bera ábyrgð á þessum illræmda ránsfeng. Allir höfðu þeir heyrt um bölvun- ina og var kunnugt um dauða þeirra d’Alesios og vitanlega Lionettis en þó reyndust þrír þeirra reiðubúnir til þess að gæta fjársjóðsins. En sá fjórði neitaði að freista gæfunnar. Hann kaus heldur að segja af sér embætti sínu en horfast i augu við hugsanlegar afleiðingar hinnar iUu bölvunar. En ekki var mánuður liðinn áður en allir þrir gjaldkerar Genúuborgar vom dauðir. Og allar sögðu hinar harmþrungnu ekkjur sömu söguna. Eiginmaðurinn hafði orðið vitskertur og verið neyddur til sjálfsmorðs af einhverju eða einhverjum sem hann einn gat séð og skynjað. En maðurinn sem neitaði að taka að sér vörslu fjársjóðsins lést hins vegar ekki fyrr en 28 ámm síðar, 77 ára gamaU, af eðlilegum orsökum. Nú tók skelfing að grípa ibúa Genúu. Ekki fengust einu sinni verðir tU þess að gæta þessa banvæna fjársjóðs borgarinnar. En reyndar var þess engin þörf. Enginn myndi dirfast að nálgast hann eða stela honum. Fimm menn höfðu látið lífið og það var nægilegt tU þess að sanna fyrir borgarbúum raunveruleik bölvunarinnar. Svo var það, fimm árum síðar, haustið 1769, að hungursneyð gekk eins og eldur í sinu um aUa Norður-Ítalíu. Ýmis nauðsyn- leg matvæli gengu óðum til þurrðar. Menn voru því sendir um alla Evrópu og Miðjarðarhafslöndin til þess að reyna að festa kaup á hinum bráðnauðsynlegu matvælum. í Benghazi í Líbiu fannst að lokum kaupmaður sem hafði safnað feiknamiklum birgðum af þessum vandfundnu nauðsynjum. Hann tiUcynnti itölsku fuUtrúunum að hann skyldi selja þeim þessar eftirsóttu birgðir gegn því að fá fjár- sjóð Musaqs í staðinn. Hér bar heldur en ekki vel í veiði, að losna í senn við hinn bölvaða fjársjóð og fá hinar bráðnauðsynlegu matarbirgðir í staðinn. Eins fljótt og mögulegt var útbjuggu Genúumenn tíu skipa flota og var fjársjóðnum komið fyrir um boð í skipi flotaforingjans Arturos Vittis. Það bendir ýmislegt til þess að Vitti hafi hugsað sér að slá eign sinni sjálfur á nokkurn hluta hins mikla fjársjóðs sem honum nú var trúað fyrir. Sé það rétt gerir það skiljanlegt hvers vegna bölvun fjár- sjóðsins lifnaði við að nýju. Þegar skipin nálguðust Norður-Afríku sprakk skip Vittis í loft upp og sökk og bar fjársjóð Musaqs niður á 200 feta dýpi. Þótt ótrúlegt megi teljast björguðust þrír menn af skipi Vittis. Og þeir höfðu allir sömu sögu að segja: Vitti hafði orðið vitstola og sjálfur sprengt upp skipið með því að fleygja logandi kyndli í púður- geymslur þess. Og hluti bölvunarorða Musaqs „. . . og færa fjársjóð minn heim aftur . . ” hafði þannig ræst. Skipið sökk á Sidreaflóa nálægt Tripoli. Þannig var fjársjóðurinn næstum kominn „heim”. En Ahmed Musaq átti eftir að krefjast enn eins mannlífs, 199 árum eftir að þessi fjársjóður sökk á hafsbotn. Sænskur ævintýramaður, Sven Bomholm að nafni, 45 ára gamall hafði skoðað vandlega gömul landabréf. Og í marsmánuði 1968 tókst honum að ná þessum illræmda fjársjóði af hafsbotni þar sem hann hafði dvalið svo lengi. Hann hafði vitanlega til hjálpar kafara og hvers konar nútímatæki. Og þegar hver kassinn á fætur öðmm var opnaður og gersemamar komu í ljós varð Sven Bomholm vitanlega mjög hug- fanginn og hrópaði: „Ég er ríkur! Þetta er ótrúlegt. Þetta er hamingjuríkasti dagur lífs míns.” En næsta mánuðinn var líf hans allt annað en fullt hamingju. Það var satt að segja hreinasta helvíti. Ekkja hans, Ingrid, lýsti síðar hinum skelfilegu breytingum sem á honum urðu eftir að hann kom heim með fjársjóðinn í hótel þeirra í Tangier. „Það voru ekki liðnir nema nokkrir dagar frá því að hann hafði komið fjár- sjóðnum fyrir í fjárgeymslum hótelsins þegar hann tók að hegða sér furðulega. Fyrst var það svefnleysi og eirðarleysi. Síðan tók hann að fá hræðilegustu höfuð- verki,” sagði frú Bornholm. „Næst fór hann að verða utan við sig, gleymdi öllu og gat ekki einbeitt sér í viðtölum.” Konan hans gat ekki fremur en aðrir náð neinu sambandi við hann og stundum varð ásjóna hans eins og skelfingu lostin. Eitt sinn náði kona Bomholms um stund sambandi við hann og ráðlagði honum að leita geðlæknis og hann samþykkti það. Hún pantaði strax tíma hjá frægum lækni í París en á$ur en til þess kæmi að þeir hittust varð hann að hlýða hinni ómót- stæðilegu innri rödd sem aldrei lét hann í friði. Og einn daginn, þegar hjónin sátu á svölum gistihússins, fleygði hann sér með nístandi ópi fram af svölunum á áttundu hæð. Sjálfsmorð hans var talið stafa af andartaks geðbilun en konan hans vissi betur. Hún hafði einnig heyrt um bölvun Ahmeds Musaqs og hún tók fjársjóðinn saman og lét senda hann þegar í stað til afskekkts þorps i Líbíu. Þessar miklu gersemar, virtar á fimm milljónir dollara, em þar enn í dag þvi frúin neitaði með öllu að aflijúpa hvar þetta þorp væri. Hún vildi ekki sjá þennan fjársjóð og ekki heldur verða þess valdandi að hann leiddi aðra í ógæfu. Endir 10. tbl. Vlkan SI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.