Vikan


Vikan - 08.03.1979, Blaðsíða 25

Vikan - 08.03.1979, Blaðsíða 25
M, Eddfraiilein MU8KAT OTTONKL INr.DE IA MOSELLE LUXEMBOURGEf ^íuxerrotö Ehncn Brómclt (Eoues $l.'lTlactin Hcrtticti á/Hlos.*$uxcmboucg .• * VIN DE IjA MOSELLB LUXEMBOURGEOISIfi mteöltns Domainc dc I'État dc Drciborn 70 cl | ðíaoes $t.liTlartm-iHcmicty e/lTIos -£uxcmboncg ! lenz cfíoseR AUXERROIS 1975 1.850 krónur. Bestu kaup. RIESLING 1975 7 stig. 2.000 krónur. MJög góð kaup. KREMSER EDELFRÁU- LEIN 1976 7 stig. 2.050 krónur. MJÖg góð kaup. TOKAJI SZAMORODNI 1975 stig. 1.450 krónur (50 sl). GRANBOUQET Johannisberg 1975 stig. 3.250 krónur. Vond kaup. KREMSER GRÚNER VELTLINER 1976 # stig. 3.200 krónur. sem minna á þýsku reglurnar. Óhætt á að vera að treysta þeim austurrísku vínum, sem hafa víngæðainnsigli rikis- ins á flöskuhálsinum, svokallað „Weingutesiggel”. Það eru nær eingöngu hvítvín, sem Austurríkismenn framleiða, einkum austast í landinu í nágrenni Vínar- borgar. Þar eru vinhéruðin Steiermark, Wachau, Wien, Burgenland og Wein- viertel. Bæði austurrísku hvítvínin í Ríkinu eru frá Wachau. nánar tiltekið úr nágrenni bæjarins Krems við Dóná. Bestu hvítvínin frá þessu svæði eru talin vera úr berjunum Riesling (þýskum) og Gruner Veltliner. Eitt er dýrt og annað ódýrt KREMSER GRÚNER VELTLIN- ER, árgangur 1976 frá Samvinnufélagi vinbænda í Krems, fékk ágæta útkomu I gæðaprófun Vikunnar. Það var gott og gallalaust, en ekkert fram yfir það og hlaut einkunnina sjö. Því miður er þetta mjög dýrt vin, kostar 3.200 krónur. Þess vegna er ekki unnt að mæla með kaupum á því í samanburði við önnur hvítvín jafngóð og betri, sem fást á lægra verði í Rikinu. Það hefur þó víngæðastimpil Austur- rikis. KREMSER EDELFRÁULEIN. Muskat Ottonel, árgangur 1976 er frá Lenz Moser, frægasta víngerðarmanni Austurríkis. Hann hefur fundið upp nýjar aðferðir við vínrækt. Meðal annars strengir hann vírana fyrir vín- viðinn helmingi hærra yfir jörð en áður hafði tíðkast. Með því nær hann meiri og betri afurðum með minni fyrirhöfn. Þetta vín fékk líka einkunnina sjö i gæðaprófun Vikunnar. Það var galla- laust með góðu kryddbragði, sem stafar af vínberinu Muskat Ottonel. Verðið er líka tiltölulega hagstætt eða 2.050 krónur flaskan, svo að hér er um mjög góð kaup að ræða. Geta ber þess þó, að vínið hefur ekki víngæðastimpil Austur- ríkis. Ennfremur að austurrísku vínin tvö eru heldur síðri en Luxemborgar- vínin tvö, þótt einkunnin sé hin sama. Tókavinið var brúnt og brennt Öll vínin, sem sagt hefur verið frá hér að framan, eru meðalþurr. Sjötta og síðasta vínið er hins vegar sætt, hið sögufræga Tókavín frá Ungverjalandi. Ýmis góð vín eru framleidd i Ung-' verjalandi, en Tokaji er þó talið skara fram úr. Það er sumt framleitt með „hinni göfugu rotnun” eins og sum gæðavín Þýskalands og Sauternesvínin frönsku. Og það er eingöngu ræktað í nágrenni bæjarins Tokaji í norðaustur- hluta landsins. Vinberið heitir Furmint. Venjulegt Tókavín heitir TOKAJI SZAMOR ODNI og er framleitt án hinnar göfugu rotnunar. Hin finni Tókavín heita TOKAJI AZU l og upp í AZU 2 PUTTENOS eftir því, hve mikið er af rotnuðum vínberjum í víninu. Hér í Ríkinu fæst aðeins Szamorodni, sæmilegt dessertvín, sem minnti á Madeiravín [gæðap.rófun Vikunnar. Af því var brennd lykt, eins og af brenndum brjóstsykri og bragðið var lika brennt. Þetta var þungt vín, nálega brúnt á litinn. I gæðaprófuninni fékk þetta vín einkunnina sex. Verðið er 1.450 krónur fyrir 50 sentilítra flösku og jafngildir það um 2.150 krónur á venjulegt 70-75 senti- lítra rúmmál. Þetta var sérkennilegt vin, sem reyndist heldur betra en hin frönsku Loupiac og Sauternes, sem fengu líka sex í einkunn í fyrri gæðaprófun. Það á því erindi hingað til lands, þótt vissulega væri meira gaman að geta keypt Tokaji AZU 3 eða 4. Sómasamlega valin vín. I heild má segja um hvitvinin í þessum flokki, önnur en hið svissneska, að þau eru sómasamlega valin og eiga hingað erindi. Spurningin er kannski sú, hvort Luxembourg með tvö vín sé ekki gert of hátt undir höfði i samanburði við Austurríki með tvö vín og Ungverjaland með eitt. Nú líður að lokum þessa yfirlits um hvítvínin í Ríkinu. Eftir er aðeins að fjalla um vin frá Búlgariu og utan Evrópu, þar á meðal Bandaríkjunum. I næstu Viku víkur sögunni að þeim. Jónas Kristjánsson. ínæstu Viku: Hvítvín frá ýmsum álfum ÍO. tbl. Vikan 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.