Vikan


Vikan - 08.03.1979, Blaðsíða 45

Vikan - 08.03.1979, Blaðsíða 45
„Ekki masa.” sagði Pen. „Ég er að hugsa." Lydia þagnaði hlýðin. „Við verðum að mýkja föður yðar.” sagði Pen að lokum. Lydia virtist full efasemda. „Já, mér þætti það best af öllu, en hvernig?" „Nú. með þvi að gera hann þakklátan Piers auðvitað.” „En hvemig ætti hann að verða Piers þakklátur? Hann segir að Piers sé vand- ræðaunglingur.” „Piers.” sagði Pen. „verður að bjarga yður ur lifshættu." „Æ, nei, gerið það ekki!" stamaði Lydia óttaslegin. „Ég yrði svo hrædd. Og hugsið yður hvað það yrði hræðilegt ef hann myndi svo ekki bjarga mér.” „Þér eruð nú meiri músin," sagði Pen fyrirlitningarrómi. „Það verður engin raunveruleg hætta.” „En ef það verður engin hætta, hvernig gelur Piers. ..” „Piers bjargar yður frá mér,” sagði Pen. Lydia starði á hana. „Ég skil ekki. HverniggeturPiers...” „Hættið að segja „hvernig getur Piers”, bað Pen. „Við verðum að fá föður yðar til þess að trúa því að ég sé auralaus ungur maður án nokkurs frama og siðan flýjum við saman.” „En ég vil ekki flýja með yður!” „Nei. bjáni. og ég vil heldur ekki flýja með yður. Þetta verður bara samsæri. Piers verður að riða á eftir okkur. ná okkur og koma yður aftur til föður yðar. Þá verður hann svo ánægður að hann giftir yður Piers eftir allt saman. Vegna þess. eins og þér vitið, hefur hann miklar framavonir." „Já, en þér gleymið sir Jasper,” þrætti Lydia. „Við getum ómögulega verið hindruð af sir Jasper, auk þess er hann að heim- an," sagði Pen óþolinmóð. „Verið nú ekki með frekari mótmæli. Ég fer aftur til George og vara Richard við. Ég mun einnig ræða við Piers og ég held að við getum undirbúið þetta á skömmum tíma. Ég hitti yður í kjarrinu í kvöld til þess að segja yður hvað þér eigið að gera.” „Ó. nei. nei. nei!” sagði Lydia og skalf. „Ekki i kjarrið! Þangað stig ég ekki fæti minum framar." „Nú. jæja, Fyrst þér eruð svona við- kvæmar. Meðal annarra orða. sögðuð þér föður yðar allt saman? Ég á við hvernig þér sáuð kaftein Trimble drepa stamandi manninn?” „Já, auðvitað gerði ég það og hann segir að ég verði að segja hr. Philips það. Mér finnst þetta allt svo hræðilegt. Að hugsa sér, ég gleymdi þvi í öllum mínum vandræðum.” „Mikið eruð þér erfið stúlka!” hrópaði Pen. „Þér hefðuð ekki átt að segja orð um það. Ég þori að veðja að nú kom- umst við í klípu vegna þess að Richard er búinn að segja honum sina sögu. ég er búinn að segja honum mína sögu og nú eigið þér eftir að segja eitthvað allt ann- að. Minntust þér á Richard við föður yðar?” „Nei,” viðurkenndi Lydia og drúpti höfði. „Ég sagði aðeins að ég hefði hlaupið á braut.” „Nú, jæja, ef svo er þá gerir það kannski ekkert til,” sagði Pen bjartsýn. „Ég þarf að fara núna. Ég hitti yður hér aftur eftir hádegisverð.” „En hvaðef haft er augameðmérog ég kemst ekki í burtu?” hrópaði Lydia og reyndi að halda aftur af henni. Pen var komin upp á vegginn og bjóst til að stökkva niður á veginn. „Þér verðið að hugsa um eitthvað." sagði hún höstuglega og hvarf svo sjónum ungfrú Daubenacys. Þegar Pen kom til Goerge var sir Richard ekki aðeins búinn að fá sér morgunverð, heldur var hann að hugsa um að gera leit að reikandi skjólstæðingi sinum. Hún kom inn í stofuna rjóð og móð og sagði áköf: „Ó, Richard, þvilikt ævintýri! Ég hef sko mikið að segja þér. Við verðum að breyta öllum okkar áætl unum? „Þetta kemur mjög snögglega.” sagði sir Richard. „Mætti ég spyrja hvar þú hefur verið?” „Já, auðvitað,” sagði Pen, settist við borðið og smurði óhóflega miklu smjöri á brauðsneið. „Ég var hjá vitlausu stúlk- unni. Þú myndir ekki trúa þvi að nokkur gæti veriðsvona vitlaus. herra." „Jú, ég býst við því. Hvað hefur hún verið að gera og hversvegna fórst þú til þessaðhitta hana?” „Það er löng saga og mjög flókin.” „Fyrst svo er." sagði sir Richard, „þá væri kannski betra að þú segðir mér hana ekki með fullan munninn.” Augu hennar lýstu kátinu. Hún kyngdi og sagði: „Afsakaðu, en ég er svo svöng.” „Fáðu þér epli,” stakk hann upp á. Hún deplaði augunum. „Nei þakka þér. ég fæ frekar af þessari skinku. Kæri herra, hvað heldur þú að þessi voðalega stúlka hafi gert?” „Það hef ég ekki minnstu hugmynd um.” sagði hann og skar margar sneiðar afskinkunni. „Nú, hún sagði pabba sínum að hún hefði farið i kjarrskóginn i gærkvöldi til þess að hitta mig.” Sir Richard lagði frá sér hnifinn og gaffalinn. „Guð minn góður. hvers- vegna?" Af einhverri hiánaleeri ástæðu. sem f • Ridgeway L & Jones 7 V" Og leikararnir eru \ . eins og apar. ' L. J XO. tbl. Vlkan 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.