Vikan


Vikan - 08.03.1979, Blaðsíða 35

Vikan - 08.03.1979, Blaðsíða 35
Fimm mínútur með ' ''' WILLY BREINHOLST ENGIN BORG JAFNAST Á VIÐ PARÍS París. Borgin, þar sem allt getur gerst. Fyrirvaralaust. Þaö er dásamlegur vordagur. Úti- kaffihúsin við Champs-Élysées eru sneisafull af fólki. Hinn ungi franski flagari og kvennabósi, Jean Petit, hefur tryggt sér síðasta lausa körfustólinn við eitt af litlu, kringlóttu borðun- um fyrir utan Café George. Við borðið situr auk þess falleg, ung kona. Jean Petit sendir henni sitt fegursta bros. Hún svarar með kurteislegu, en kuldalegu augnaráði. En það þarf meira til að Jean Petit gefist upp. Hann gerir tilraun til að halda uppi samræðum. Hún svarar með einsatkvæðisorðum — á ensku. Hún er greinilega ferða- maður. Jean býður henni vindl- ing. Hún afþakkar, greiðir reikning sinn og sýnir á sér farar- snið. Jean reynir að fá hana til að lita á sig. — Sjáumst við aftur, mademoiselle? Getum við ekki farið i óperuna í kvöld, spyr hann ákafur. — leyfið mér að sýna yður Louvre, Tuillerienne, Concordetorgið . . . alla París. Ég get fullvissað yður um það, ungfrú, að ég hef ekkert illt í huga. — Ég er engin ungfrú. — Það var leitt. Þér eigið þá mann? — Já. — En þér eruð ein. Hvar er maðurinn yðar? — Ég get ekki skilið, að það komi yður neitt við. En ef þér viljið endilega vita það, þá er hann í London. — Og þér hafið skroppið í smáleyfi til þessarar borgar borganna? — Já. — Það er indælt. Þá getum við vel... — Nei, það getum við hreint ekki. Ég er hamingjusöm í hjónabandinu, herra minn. — Það var leitt. En maðurinn yðar er skepna. Ef hann elskaði yður, mundi hann ekki hleypa yður einni til Parísar. Þér gætuð lent í slæmum félagsskap — jafnvel verið dregin á tálar. Leyfið mér að vernda yður . . . Hvar búið þér? — Hótel Chatillon. — Stórkostlegt. Mér datt einmitt dálítið snjallt í hug. Ég flyt inn á hótel Chatillon, og svo sýni ég yður alla borgina . . Sacré-Coeur, Versailles, Palais- Royal... — Nei, segir hún brosandi. — Þetta er alveg fráleit hugmynd. Ég hef sagt þeim á hótelinu, að ég sé gift og að maðurinn minn sé í London. Ef ég birtist svo á hótelinu með bláókunnugan mann í eftirdragi, væri mannorð mitt gjörsamlega eyðilagt. Þið Frakkar eruð enn ágengari en ég hélt. Hjálpi mér, hvílík hugmynd! Jean Petit sat andartak grafkyrr og horfði þunglyndis- lega út í bláinn. Svo færðist breitt og ljómandi bros yfir andlit hans. Hann hafði fengið nýja og enn betri hugmynd. — Hvað heitið þér, madame? — Frú Harrison. — Og að fornafni? — Kathleen. — Heyrið mér nú Kathleen .. kæra vina . . . Þér segið bara á hótelinu, að maðurinn yðar hafi skrifað yður, að hann komi til Parísar í kvöld. Og svo flytjið þér... auðvitað á minn kostnað . . . inn í dýrustu svítuna á hótelinu, og ég kem á eftir með allar mínar ferðatöskur. Þá heldur allt starfsfólkið, að ég sé maðurinn yðar. Ég tala mjög góða ensku, engan getur grunað neitt. Og við munum skemmta okkur stórkostlega. — Aldrei í lífinu. Ég er heiðvirð kona. Jean Petit greip um hönd hennar. — Lífið er stutt, sagði hann ákafur. — Njótið þess. Það er óhugsandi fyrir svo fagra konu að fara heim án þess að hafa lent í einu einasta ævintýri. Þér munduð aldrei geta fyrirgefið sjálfri yður það. Jean Petit gaf þjóninum merki, og frú Harrison bar ekki fram nein mótmæli, er hann pantaði tvo drykki. Þau luku úr glösunum, og Jean pantaði tvo í viðbót. Hin unga, enska kona mótmælti heldur ekki í það skiptið. Eftir klukkutíma bjuggust þau til ferðar, og hún gleymdi líka að mótmæla, er hann kyssti hana riddaralega á höndina. — Ætlið þér nú að gera það sem ég segi yður, sagði hann biðjandi. — Kannski. Frú Harrison sendi honum uppörvandi bros og hvarf svo i mannþröngina á Camps-Élysées. Um kvöldið flutti Jean Petit á hótel Chatillon með allar sínar ferðatöskur. — Ég er William Harrison frá London, sagði hann. — Hefur konan mín sagt ykkur, að mín væri von? — Já, herra minn. Svítan er tilbúin. Jean Petit andvarpaði af létti. — Gott, sagði hann. — Ég vil, að okkur verði sendur upp kvöldverðurinn — og besta kampavinið, sem þið hafið upp á að bjóða. — Já, en frú Harrison fór héðan fyrir klukkutíma síðan, herra minn. — Fór hún? — Já, herra minn. — Skildi hún ekki eftir nein skilaboð handa mér? — Jú. Hún skildi eftir reikning fyrir þriggja vikna dvöl hér. Hún sagði, að þér munduð borga hann, er þér kæmuð. Endir XO. tbl. Vikan 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.