Vikan


Vikan - 08.03.1979, Blaðsíða 23

Vikan - 08.03.1979, Blaðsíða 23
hefur ekki verið tekið eftir þessum hliðum á meðan fólk var ástfangið eða að það hefur verið lokað augunum fyrir þeim. I kjölfarið á slíkum uppgötvunum kemur gjarnan að erfitt verður að þola ýmsar venjur og persónuleg sérkenni viðkomandi manns. Sambúð tveggja aðila verður alltaf að sambúð í hversdagsleikanum. Það er líðan fólks i hinum gráa hversdagsleika sem skiptir langflesta mestu máli þegar til lengdar lætur. Ef hversdagsleikinn verður ekki annað að lokum en sífelldar áhyggjur (fjárhagsáhyggjur, áhyggjur út af húsnæðismálum, áhyggjur út af leiðinlegri vinnu o.s.frv.), árekstrar, óstýrilát börn sem ef til vill taka bæði frá manni svefn og hindra mann í að fara út af því að þau eru veik, þá er hætt við að sambúðin verði lítið ánægjuleg og geti liðið undir lok. Flest fólk dreymir um hamingju og ást þrátt fyrir að fæstir geri sér grein fyrir hvað þessi hugtök eigi að innihalda. Ef þessi draumur breytist í ömurlegan hversdags- leika og sífelld vonbrigði ásamt stöðugri fjarlægð fólks hvers frá öðru, er skilnaður oft endalokin á slíkum vonbrigðum. Af hverju skilur fólk? Það eru að sjálfsögðu fjölmargar og flóknar ástæður fyrir skilnaði. En það má benda á nokkra þætti sem hafa áhrif á skilnað. Margir sem hafa það að starfi að hjálpa fólki yfir „tilfinningalegan skilnað”, hafa bent á að tvær manneskjur sem hefji sambúð hafi oft algjörlega óraunhæfar væntingar hvor til annarrar, til sjálfrar sín og til sambúðarinnar. Það er líka bent á að það sé næstum þvi ómögulegt að sjá fram á hvernig maður „verður” i nýjum, aðstæðum með nýjum aðila, og að fæstir hafi fengið nokkra reynslu í og vitneskju um hvernig þeir eru innan um aðra og hvernig þeim tekst að lynda við aðra. En þó það sé erfitt að setja sig fyrirfram inn í hvernig maður verður í sambúð, er ennþá erfiðara að geta sett sig inn í hvernig maður reynist sem foreldri og hvernig tilkoma barns muni breyta sambandi. Það er ekki hægt að vera í sambúð án þess að komi til árekstra og ýmissa vanda- mála. En það kemur yfirleitt til skilnaðar þegar fólk getur ekki leyst vandamálin eða árekstrana saman. Árekstrar þurfa ekki einungis að vera neikvæðir og í formi rifrildis og slagsmála. Árekstrar geta t.d. líka verið fólgnir í því að sambúðaraðili sé ekki fær um að vera i djúpu og innilegu tilfinningalegu sambandi. Sambúð sem er langvarandi gerir yfirleitt alltaf kröfu til slíks. Fleiri þættir hafa verið nefndir í tengslum við skilnað, t.d. mikil vinna og ef annar sambúðaraðilinn fær sínum þörfum fyrir félagslegt samneyti fullnægt fyrir utan sambúðina. Einnig hefur verið bent á að margar konur séu hræddar við mjög náið og tilfinningalegt samband við karlmann- inn þegar kynferðislíf er annars vegar. Jafnframt því geta konur gengið svo mikið upp i móðurhlutverki sínu að þær útiloka manninn. Slikt ástand getur varað lengi áður en kemur til átaka. Sambúð sem er álitin góð út á við þarf ekkert að vera betri en sú sambúð sem opinberar fyrir öðrum að til árekstra komi. Þeir sem hafa allt slétt og fellt á yfirborðinu komast ekki síður í kreppu en hinir og þeir lenda alveg jafnauð- veldlega i því að geta ekki leyst mál sín sjálfir. Kreppan snýst oft í þessum tilvikum um gamla óleysta árekstra og vandamál sem menn hafa flúið og ekki getað rætt. Ef fólk skilur á þessum forsendum þá þýðir lítið að fordæma það á eftir eins og oft er gert, því að slíkar aðstæður krefjast yfirleitt hjálpar sérfróðra. Kreppuástand í fjölskyldu þarf ekki að vera lokað eins og lýst er í framangreindu og oftast er um opna kreppu að ræða áður en sambúð verður að skilnaði. En hver svo sem ástæðan er fyrir skilnaði, er hann alltaf alvarleg kreppa. Það heyrir lika til undan- tekninga að skilnaður endi í sátt og samlyndi. Og yfirleitt situr fólk eitt eftir með sinn „tilfinningalega skilnað”. XO. tbl. Vikan 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.