Vikan


Vikan - 08.03.1979, Blaðsíða 42

Vikan - 08.03.1979, Blaðsíða 42
Framhalds- saga eftir Georgette Heyer Þýð.: Emil Kristjánsson ÚTDRÁTTUR: Sir Richard Wyndham er ungur og eftirsóttur, en ætti vcnjum samkvæmt að vera löngu giftur. Hátterni hans veldur bæði systur hans og móður tals- verðum áhyggjum, og nú hefur George ákveðið að láta að óskum þeirra og kvænast Melissu Brandon, sem er göfugrar ættar, eins og hann sjálfur. Kvöldið áður en hann hyggst bera upp formlegt bónorð við föður Melissu, veitir hann drykkjuhneigð sinni ríkulega útrás, og á heimleiðinni veit hann ekki fyrr til en hann stendur ineð unga stúlku, dulbúna sem pilt, í fanginu. Penelope Creed er á flótta frá ógeðfelldum ráðahag. Hann ákveður að fara með henni til þess að veita henni vernd á flóttanum. Almenningsvagninn, sem þau ferðast með, veltur og þau fara fótgangandi til næsta þorps. Á flóttanum lenda þau í ýmsum óþægindum vegna misindismannanna, herra Yarde og kafteins Trimble, sem hafa tekið demantadjásn lafði Brandon ófrjálsri hendi. Við það nutu þeir aðstoðar sonar hennar, sem er fremur óyndislegur og stamandi ungur maður. Skyndilega birtist frú Griffin ásamt syni sinum á hótelinu sem þau búa á i leit að ungu flóttakonunni. Unga stúlk- an er enn staðráðin í að láta ekki þvinga sig til að giftast hinum leiðin- lega Griffin og vonar að drengsklæðin komi í veg fyrir að hún þekkist. Hún svaraði og óskaði þess að sir Richard kæmi nú niður stigann, þegar hr. Philips spurði hana góðlátlega hvort hún væri hinn ungi frændi sir Richards, samsinnti hún því og vonaði að hann spyrði hana ekki að nafni. Hann gerði það ekki. Hann sagði: „Svo þér voruð með sir Richard þegar hann komst að þessum hræðilega glæp. Ekki satt, ungi maður?” „Ekki beint,” sagði Pen. „Nú, hvernig þá?" „Ég var það og ég var það ekki," út- skýrði Pen hreinskilnislega. „Ég sá ekki likið.” „Ekki það, nei? Segið mér nú hvernig allt atvikaðist. Þér hafið ekkert að hræðast. Ef þér genguð áleiðis með frænda yðar, hvernig urðuð þið þá við- skila?” „Jæja, herra, það var ugla,” viður- kenndi Pen án þess að roðna. „Svona, svona. UGLA?” „Já, það sama sagði frændi minn." „Sagði hvað?” GLA UMGOSINN „Svona, svona. Hann hefur nefnilega ekki áhuga á fuglum.” „Ah, ég skil. Svo þér safnið eggjum, ekki satt?” „jú, og mér þykir líka gaman að skoða fugla.” Hr. Philips brosti. Hann íhugaði hve gamall þessi granni drengur væri og fannst það leitt hve væskilslegur hann var; hann var sjálfur sveitamaður og hann mundi óljóst eftir því þegar hann var ungur og skoðaði fugla. „Já, já, ég skil. Þér fóruð til þess að reyna að koma auga á þessa uglu. Nú, ég hefði gert það sama hér einu sinni. Svo þér voruð ekki með frænda yðar þegar hann kom í rjóðrið?” „Nei, en ég mætti honum þegar hann kom aftur og auðvitað sagði hann mér hvað hann hafði fundið.” „Ég skil, en frásögn annars er ekki sönnunargagn,” sagði hr. Philips og kinkaði kolli um að hún mætti fara. Pen gekk til dyranna og fannst hún hafa komið sér úr erfiðri aðstöðu á auð- veldan hátt. Gestgjafinn hljóp á eftir henni með innsiglað bréf. „Þessu gleymdi ég næstum. Ég biðst afsökunar herra, en það var unglingur sem kom með þetta til yðar fyrir tæpum klukku- tima siðan. Að minnsta kosti var það til ungs herramanns að nafni Wyndham. Gæti það ekki verið til yðar herra?” Pen tók bréfið og leit tortryggnislega á það. „Unglingur?" endurtók hún. „Já, herra, það var ein af þjónustu- meyjum Daubenacys majórs." „Nú,” sagði Pen. „Þakka yður fyrir.” Hún gekk út á þorpsgötuna og eftir að hafa virt full grunsemda fyrir sér bréfið, sem var stílað til herra Wyndham og skrifað með rithönd skólastúlku, braut hún innsiglið og opnaði bréfið. „Kæri herra,” byrjaði bréfið. „Hin óhamingjusama manneskja, sem þér kynntust i gærkvöldi, er í alvarlegum vandræðum og biður yður um að koma í aldingarðinn við veginn klukkan átta timanlega því það er bráðnauðsynlegt að ég nái tali af yður. Bregðist mér ekki. Yðareinlæg, Lydia Daubenacy.” Það var augljóst að ungfrú Daube- nacy hafði skrifað þetta i töluverðri geðshræringu. Með kænsku komst Pen að því hjá bakaradrengnum hvar hús Daubenacys majórs væri og hélt síðan af staðeftir rykugum veginum. Þegar hún kom á mótsstaðinn var klukkan orðin hálfniu og ungfrú Daube- nacy gekk þar óþolinmóðlega fram og aftur. Þykkt runnagerði setti aldin- garðinn úr sjónmáli við húsið og lágur veggur skildi hann frá götunni. Pen klifraði án erfiðleika yfir hann og var heilsað með ásökunum: „En hvað þér eruð einn! Ég er búin að bíða hér tim- unum saman.” „Mér þykir það leitt, en ég kom um Pen og hoppaði inn i garðinn. „Hvers vegna vilduð þér hitta mig?” Ungfrú Daubenacy neri saman höndum og sagði spenntum rómi: „Það er allt orðið svo flókið. Ég er alveg utan við mig. Ég veit svei mér ekki hvað ég á aðgera.” Pen lét enga huggun i Ijós við þessa átakanlegu ræðu, en virti ungfrú Daube- nacy fyrir sér. Hún var falleg, á sama aldri og Pen var sjálf, en lágvaxnari og mun holdugri. Hún var með sítt kastaniubrúnt, liðað hár, brún augu og lítinn rósamunn. Hún var i hvítum baðmullarkjól, með hátt mitti, rykktum við ökklana og með mikið af Ijósbláum borðum sem löfðu niður. Hún stóð upp, leit á Pen og sagði: „Get ég treyst yður?” Ungfrú Creed var blátt áfram kven- maður, svo að i stað þess að gefa fljótt og riddaralegt svar sagði hún gætin: „Það gæti verið, en ég er ekki viss fyrr en ég veit hvað þér viljið.” Ungfrú Daubenacy virtist verða von- laus eitt augnablik og stundi svo: „Ég á svo bágt. Ég hef hagað mér mjbg bjána- lega.” Pen átti ekki erfitt með að trúa því. Hún sagði: „Nú, standið ekki þarna nú- andi saman höndum. Viðskulum setjast undir tréð.” Lydia virtist efast. „Er ekki of rakt þar?” „Nei, auðvitað ekki. Og þósvo væri?” „En, grasið getur óhreinkað kjólinn minn!" „Mér finnst nú,” sagði Pen, „að ef þér hafið áhyggjur af kjólnum þá getið þér ekki verið i miklum vandræðum.” „En ég er það," sagði Lydia. Hún settist á jörðina og krosslagði hendur á brjósti. „Ég veit ekki hvað þér munuð segja, eða hvað þér munuð hugsa um mig. Ég hlýt að hafa verið sturluð. En þér voruð mér svo góður i gærkvöldi og ég hélt að ég gæti treyst yður.” „Ég hugsa að þér gætuð það," sagði Pen. „En ég vildi að þér segðuð mér hvað er að, vegna þess að ég er ekki enn búinn að fá neinn morgunverð og —” „Ef ég hefði vitað að þér væruð svona ósamúðarfullur, þá hefði ég aldrei sent eftir yður,” sagði Lydia titrandi röddu. „Nú, það er mjög erfitt að vera sam- úðarfullur þegar viðkomandi gerir ekki annað en núa saman höndum og segja hluti sem ekki er hægt að gefa neitt svar við,” sagði Pen hreinskilnislega. „Byrjið á byrjuninni.” Ungfrú Daubenacy drúpti höfði. „Eg er óhamingjusamasta manneskja á jörð- inni,” sagði hún. „Ég á i þeirri ógæfu að vera leynilega trúlofuð manni sem faðir minn þolir ekki." „Já, mér datt það i hug. Ég býst við að þér hafið farið að hitta hann í skóginum i gærkvöldi?” „Já, það er satt. En fordæmið mig ekki. Hann er hreint einstakur, svo ..." „Ef hann er svona einstakur," greip Pen inn i, „hversvegna þolir faðir yðar hann þá ekki?" „Það eru bara illir hleypidómar," stundi Lydia. „Faðir minn deildi eitt sinn við föður hans og því tala þeir ekki saman." „Einmitt. Og út af hverju deildu þeir?" „Út af landskika,” sagði Lydia sorg- mædd. „Það hljómar asnalega." „Það er asnalegt. Bara að þeir tækju það ekki svona alvarlega. Þeir hafa ekki minnstu áhyggjur af þrautum okkar! Við höfum verið neydd til þess leiðinda- úrræðis að hittast i leynum. Ég vildi segja yður að unnusti minn er heiðar- legur og slik undanbrögð eru honum ógeðfelld. En hvað getum við gert? Við elskum hvort annað.” „Hversvegna hlaupist þið ekki á brott?" stakk Pen upp á. leið og ég hafði lesið bréf yðar,” sagði „Kæri herra,” byrjaði bréfið. „Hin óhamingju- sama manneskja, sem þér kynntust í gærkvöldi, er í alvarlegum vandræðum og biður yður að koma í aldingarðinn klukkan átta því það er bráðnauðsynlegt að ná tali af yður . . .” 42 Vikan XO. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.