Vikan


Vikan - 08.03.1979, Blaðsíða 24

Vikan - 08.03.1979, Blaðsíða 24
Vikan prófar léttu vínin 10. Ymis Mið-Evrópuvín Loksins er aftur hœgt að gefa háar einkunnir Slaga upp í þýsku gæðin Loksins. Eftir langa og dapurlega yfir- reið um hvítvínslönd Evrópu, eins og Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins sýnir þau, er aftur komið að gæðum, sem minna á fyrstu greinarnar um þýsku hvítvinin. Mörg þýsku vinanna í Rikinu fengu sjö í einkunn og sum meira. Frönsku, portúgölsku, spönsku og ítölsku vinin fengu flest fjóra og fimm í einkunn, og er það engan veginn frambærilegt. Frá þessum ágætu vínlöndum má örugglega fá mun betri sendiherra á þessu sviði og það á óbreyttu innkaupsverði. Nú er aftur komið aðeinkunninni sjö. Að þessu sinni er fjallað um vín frá Luxembourg, Sviss, Austurriki og Ungverjalandi. Öll voru þau drykkjar- hæf og flest meira að segja góð. Luxembourg kom á óvart Vínin tvö frá Luxembourg komu þægilega á óvart. Luxemborgarvín eru tiltölulega lítið þekkt, enda lítið flutt út nema þá til nágrannalandsins Belgíu. Vínfróðir menn vita þó, að Luxemborg- arar taka víngerð sína alvarlega og hafa sett um hana strangar reglur. Þessi vin eru öll ræktuð við ána Mósel og minna á þýsku Móselvínin. Þar er sannarlega ekki leiðum að líkjast. Og þar við bætist, að Luxemborgarvinin eru ódýrari í Ríkinu en Móselvínin. Annað vinið er RIESLING; árgangur 1975 frá Domaine de l’État de Dreiborn, framleitt af St. Martin. Riesling er nafnið á vínberinu, sem er hið sama og þýskir vínbændur nota neðar við Mósel. Árgangurinn er einn hinn besti. sem völ er á frá þessu svæði. Allt var Ijúft við þetta vín, útlit, ilman og bragð. Liturinn var fallega grænn. Riesling-ilmurinn leyndi sér ekki. Og bragðið uppfyllti svo þær vonir, sem ilmurinn hafði gefið. Þar á ofan þoldi vínið vel að nálgast stofuhita, en það er öruggt einkenni góðra hvítvína. I gæðaprófun Vikunnar hlaut þetta vín einkunnina sjö. Flaskan kostaði 2.000 krónur, svo að hér er um mjög góð kaup að rasða. Missið ekki af Auxerrois Hitt Luxemborgarvinið er AUXERROIS, árgangur 1975 frá Ehnen Bromelt, framleitt af St. Martin. Auxerrois er nafnið á vínberinu. Mér er ekki kunnugt um, að það sé ræktað annars staðaren í Luxembourg. Þetta vinber er ekki í miklum metum sérfræðinga, sem um það hafa fjallað. í gæðaprófun Vikunnar reyndist það samt vel. Vinið minnti mjög á Riesling. Það var svo líkt hinu fyrrnefnda víni, að ég treysti mér ekki til að greina milli þeirra. 1 gæðaprófuninni hlaut þetta vín einkunnina sjö. Flaskan kostaði ekki nema 1.850 krónur, svo að þetta eru bestu kaup á hvitvíni í Ríkinu, sem mér er kunnugt um. Þýsku hvítvinin, sem fengu átta í einkunn eða hærra, kostuðu öll 2.200 krónur eða meira. Því miður geta viðskiptavinir Rikisins ekki lengur valið milla átta stiga Riesling Kabinett frá 1975 á 2.200 krónur og sjö stiga Auxerrois á 1.850 krónur, þvi að fyrr- nefnda vinið er uppselt, þegar þetta er ritað. 1 staðinn er kominn einfaldur Rieslingfrá 1977. Slik virðast örlög sumra þeirra vína, sem mest er hælt í greinaflokki þessum — að seljast upp. Þeim, sem vilja gott og tiltölulega ódýrt borðvín, er þvi hér með bent á að gripa Auxerrois, áður en það verður uppselt. Ekki er víst, að næsti árgangur verði eins góður. í rauninni er það Sylvaner 1 Sviss er töluverð vinrækt, einkum við ána Rhone, sem rennur um Genfar- vatn. Einkum er það hvítvin, sem ræktað er í sólríkum suðurhlíðum alpanna við mild áhrif fljótsins. Svæðin eru einkum tvö, Vaud við Genfarvatn og Valais við ána Rhone upp frá vatninu. Besta vínberið á þessu svæði er Chasselas, sem gengur undir ýmsum nöfnum, svo sem Fendant og Dorin. Svissneska hvítvínið, sem fæst i Ríkinu, er samt ekki úr þessu beri, heldur Sylvaner, sem þar í landi gengur undir nafninu Johannisberg. Með þessu nafni er verið að reyna að líkja eftir frægasta vínsvæði Þýskalands, þar sem allt annað og merkara ber er ræktað, Riesling. Það er alltaf leiðinlegt, þegar menn reyna að sigla undir fölsku flaggi. GRANBOUQET Johannisberg, ár- gangur 1975 frá Valais reyndist ekki merkilegt vín. Sérkenni þess voru loft- bólur og beiskur eftirkeimur. Kannski hefur verið hleypt í það brennisteins- blönduðu gosi til að halda frískleikanum og lengja ævina. t gæðaprófuninni fékk þetta vín ein- kunnina fimm. Þar sem vínið er sérdeilis dýrt, kostaði 2.250 krónur, verður að tlja í því vond kaup. Gáið að víngæðainnsigli Austurríki er mikilvægara vínland en Sviss, enda fást þaðan tvö hvítvín i Ríkinu. Þar hafa nýlega verið settar strangar reglur um víngerð og vínrækt, Hvað finnst þér eiginlega að matnum minum, Július? Látið nú ekki svona, — einhver varð að vinna á skattstofunni. 24 Vikan 10. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.