Vikan


Vikan - 08.03.1979, Blaðsíða 43

Vikan - 08.03.1979, Blaðsíða 43
Undrunaraugu litu á hana. ..Hvert?" „Til Gretna Green, auðvitað.” „Það gæti ég ekki. Hugsið um hneykslið.” „Eg held að þér ættuð að reyna að vera ekki svona huglaus. En hvað sem því liður þá held ég að þér getið ekkert við því gert.” „Þér eruð ruddalegasti drengur sem ég hef hitt,” hrópaði Lydia. „Ég vildi að ég hefði ekki sent eftir yður.” „Sama segi ég, vegna þess að mér finnst þetta asnaleg saga og svo kemur hún mér hreint ekkert við,” sagði Pen hreinskilnislega. „Æ, farið ekki að gráta. Mér þykir þetta leitt. Ég ætlaði ekki að vera dónalegur. En hversvegna senduð þéreftir mér?” „Vegna þess að þó að þér séuð rudda- legur og hræðilegur þá virtust þér ekki vera eins og aðrir ungir menn og ég hélt að þér mynduð skilja mig en ekki not- færa yður mig.” Pen hélt niðri i sér hlátrinum. „Það myndi ég aldrei gera! Guð minn góður hvað ég er orðinn svangur. Segið mér nú hversvegna þér senduð eftir mér.” Ungfrú Daubenacy þerraði sér um augun með vasaklút. „Ég var svo utan við mig I gærkvöldi að ég vissi varla hvað ég gerði. Þegar ég kom heim gerð- ist hið hræðilega. Pabbi sá mig! Ó herra, hann ásakaði mig fyrir að hafa farið að hitta P — að hitta unnusta minn og sagði að ég myndi strax I dag verða send aftur til Bath til þess að dveljast hjá Ágústu frænku. Hræðileg og leiðinleg gömul kerling! Ekkert nema spil og slúðursögur og allt andstyggilegt! Herra, ég var í voðalegri klípu. Ég sagði það áður en ég hafði haft tíma til þess að ihuga afleiðingarnar.” „Sögðuð hvað?” spurði Pen, leið en þolinmóð. Ungfrú Daubenacydrúpti höfði aftur. „Að það væri ekki sá maður sem ég hefði farið að hitta, heldur annar sem ég hitti i Bath þegar ég var send til Ágústu frænku til þess að lækna I mér það sem pabbi kallaði ástsýkina. Ég sagði að ég hefði verið að hitta þennan mann á laun, vegna þess að ég taldi að þá myndi pabbi verða hræddur við að senda mig til Bath og myndi jafnvel sættast við þann eina ogsanna.” „Nú,” sagði Pen. „Gerði hann það?” „Nei. Hann sagðist ekki trúa mér.” „Það finnst mér ekki ótrúlegt.” „Já, en að lokum trúði hann mér og þá óskaði ég þess að ég hefði aldrei sagt það. Hann spurði hver það væri ef það væri annar maður.” „Þér hefðuð átt að hugsa út i það. Hann myndi örugglega spyrja þeirrar spurningar og þér hljótið að hafa orðið mjög bjánaleg, þegar þér gátuð ekki svarað þvi.” „En ég gat svarað því,” hvíslaði ung- frú Daubenacy og virtist ætla að yfir- bugast. „Hvernig gátuð þér það, þegar það var enginn annar maður?” „Ég sagði að það væruð þér,” sagði ungfrú Daubenacy örvæntingarrómi. 10.KAFL1. Áhrifin sem þessi játning hafði á Pen voru ekki alveg eins og Lydia hafði ímyndað sér þau. Hún tók andköf, hóst- aði en fékk síðan óstöðvandi hláturkast. Móðguð sagði ungfrú Daubenacy: „Ég skil ekki hvað er svona fyndið.” „Nei, það get ég vel skilið,” sagði Pen og þurrkaði sér um augun. „En það er samt alveg ógurlega fyndið. Hvað kom yður til að segja nokkuð svo bjánalegt?” „Mér datt ekki neitt annað I hug. Og hvort það er svo bjánalegt veit ég ekki. Þér haldið kannski að ég njóti ekki neinnar hylli, en ég hef þegar fengið fjöl- marga biðla.” „Mér finnst þér vera fríð, en ég ætla mér ekki að verða biðill,” sagði Pen ákveðin. „Ég vil ekki að þér verðið það! 1 fyrsta lagi, þá eruð þér andstyggilega dóna- legur og i öðru lagi eruð þér alltof ungur. Það er þess vegna sem ég valdi yður. Vegna þess að þá hélt ég að ég væri alveg örugg.” „Það eruð þér svo sannarlega, en ég hef aldrei heyrt neitt eins bjánalegt á ævi minni. Hvað kom yður til þess að segja föður yðar slíkar skröksögur?” „Ég sagði yður það,” sagði Lydia reiðilega. „Ég vissi varia hvað ég var að segja, og ég hélt — en það hefur allt fariðí handaskolum.” Pen leit tortryggin á hana. „Hvað eigið þér við?” „Pabbi ætlar að hitta frænda yðar í dag.” „Hvað!” hrópaði Pen. Lydia kinkaði kolli. „Já, hann er ekki vitund reiður. Hann er mjög ánægður.” „Ánægður? Hvernig getur hann verið ánægður með það að þér séuð að hitta ókunnugan mann á laun?” „Ef satt skal segja, þá sagði hann að það væri ekki rétt. En síðan spurði hann hvað þér hétuð. Auðvitað vissi ég það ekki, en frændi yðar sagði að nafn hans væri Wyndham svo ég sagði að það væri yðar nafn.” „En þaðer þaðekki.” „Hvernig átti ég að vita það?” spurði Lydia örvæntingarfull. „Eitthvað varð ég að segja.” „Þér eruð samviskulausasta stúlkan I heiminum. Þar að auki fæ ég ekki séð hversvegna hann hefði átt að vera svona ánægður með það eitt að frétta að nafn mitt væri Wyndham?” „Að því er virðist,” sagði Lydia dauf- lega, „er allt Wyndham fólkið stórauð- ugt.” „Þér verðið án tafar að segja honum að ég eigi enga peninga og að ég sé ekki Wyndham!” „Hvernig get ég sagt honum annað eins? Mér finn-t þcf vera óréttlátur. Hugsið málið. Ef ég segði honum nú að ég hefði ekki farið rétt með nafn yðar, þá myndi hann halda að þér hefðuð verið að skrökva að mér.” „En þér getið ekki ætlast til þess að ég láti sem ég sé ástfanginn af yður,” sagði Pen. Lydia hnussaði. „Ekkert væri fjarri' mér. Ég sé strax eftir þvi að hafa minnst á yður við pabba. Ég bara vissi ekki 10. HLUTI hvað ég ætti að gera. Hann myndi verða svo reiður ef hann kæmist að þvi að ég hefði skáldað þetta allt upp.” „Nú, mér þykir það leitt, en þetta er algerlega yður að kenna og ég þvæ hend- ur mínaraf því,” sagði Pen. Hún leit á viðkvæma persónu ungfrú Daubenacy og uppgötvaði svolitið. Fin- gerð haka ungfrúarinnar hafði tekið á sig þrjóskusvip; brún augun störðu á hana hvort tveggja i senn biðjandi og ákveðin. „Þér getið ekki þvegið hendur yðar af þvi. Ég sagði yður að pabbi ætl- aði að ná tali af frænda yðar i dag.” „Þér verðið að koma i veg fyrir það.” „Ég get það ekki. Þér þekkið ekki pabba." „Nei, og ég kæri mig ekkert um að kynnast honum,” benti Pen á. „Ef ég segði honum að ég hefði við að skrökva veit ég svei mér ekki hvað hann myndi gera. Ég geri það ekki. Mér er sama hvað þér segið, ég geri það ekki.” „Nú, þá mun ég þræta fyrir hvert orð af sögu yðar.” „Þá,” sagði Lydia með sigurhreim, „mun pabbi gera yður eitthvað hræði- legt, vegna þess að þá heldur hann að það séuð þér sem skrökvið.” „Mér finnst nú, nema hann sé al- gjör bjáni, að hann ætti að þekkja yður nógu vel til þess að skilja að það séuð þér sem skrökvið,”sagði Pen hörkulega. „Það hjálpar ekkert að vera dónalegur og leiöinlegur,” sagði Lydia. „Pabbi heldur að þér hafið elt mig til Queen Charlton.” „Þér eigið við að þér hafið talið honum trú um það,” sagði Pen reiðilega. „Já, það gerði ég. Það er að segja, hann spurði mig og ég sagði já án þess að hugsa.” „Þér eruð eins og skynlaus skepna. Hugsið þér aldrei?” sagði Pen æst. „Sjáið bara hvaða vandræðaástand þér hafið skapað. Annaðhvort mun faðir yðar koma og spyrja hvað ég meini með þessu, eða — sem mér finnst mun lík- legra — mun hann koma og kvarta við Richard vegna hegðunar minnar. Hvað ætli Richard segi við þessari óvæntu truflun?” Það var augljóst að þetta skipti ungfrú Daubenacy engu máli. Fyrir kurteisis- sakir sagði hún að sér þætti þetta leitt, en bætti við: „Ég hafði vonað að þér gætuð hjálpað mér. En þér eruð dreng- ur. Þér skiljið ekki hvernig það er að vera þvingaður eins og ég er.” Þess setning hlaut að snerta samúðar- streng. „Ef satt skal segja þá veit ég hvernig það er,” sagði Pen „En ég hjálpa yðpr ekki ef það kostar það að ég þurfi 10. tbl. Vikan 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.