Vikan


Vikan - 08.03.1979, Blaðsíða 18

Vikan - 08.03.1979, Blaðsíða 18
smástelpu hékk utan um beinaberan og samanfallinn líkama hennar. En bak hennar var enn beint eins og hrífuskaft og hún stóð teinrétt og ræddi við Ijósa- meistarann. Við hlið hennar stóð einn af framkvæmdastjórum ballettsins. þolin- móður, með uppgjör yfir miðasölu kvöldsins í höndunum. Þetta var ungur maður i sportjakka, nýr í hópnum. Þegar Adelaide sneri sér að honum kom hún auga á Deedee. ,,Sæl elskan." Alveg eins og þær hefðu hist í gær. Jæja, kannski nauðgun væri það eina sem komið gæti Adelaide á óvart. „Þú hefur haldið þér ágætlega." „Sömuleiðis." „Það heldur mér i góðu formi að sjá um rekstur þessa balletts. Þú þyrftir að missa nokkurkiló." Deedee hló. „Það hefur þér nú alltaf fundist.” Adelaide lét hugann reika til liðinna ára. Hún kyssti Deedee snöggt og sleppti hennijafnsnögglega. „Ég vona að við fáurn engar kökur eða sætindi í kvöld." „Nei. engar kökur." Deedee brosti en Adelaide var farin að glugga í reiknings- uppgjörið. Deedee gekk hægt inn ganginn bak við sviðið. Hún rifjaði upp gamlar minningar, snerti á svörtu, mjúku flaueli, leit niður í kassa með harpeisi og nuddaði öðrum nýja skónum sínum fram og til baka í harpeisnum. „Deedee!” Hún kom auga á mjög virðulegan, sköllóttan mann, hrukkóttan i andliti og með vel snyrt hvitt skegg. Hann var i bláröndóttum fötum sem hann hneppti að sér til að reyna að hylja það að hann var að byrja að fá ístru. Hann tók af sér gullspangargleraugun. „Deedee, þetta er ég, Michael." Michael, ungur og með sítt svart hár og skær augu, horfandi á hana og Emmu í speglinum. Michael, grannvaxinn og vöðvastæltur i þröngum sokkabuxum, svifandi yfir sviðið til móts við Emmu sem hann lyfti hátt upp í loftið. „Ó, Michael! Wayne, þetta er Michael! Michael er hér!” Hún faðmaði hann að sér, fann að hann var orðinn mjúkur og slappholda og faðmaði hann enn þéttar. Síðan sleppti hún honum svo Wayne kæmist að. Þeir föðmuðust og stóðu svo og brostu innilega hvor við öðrum. „Ja hérna, þú ert aldeilis stórkost- legur!” sagði Wayne. „Svo stórkosilegur að Deedee þekkti migekki aftur.” Hún fór hjá sér og hló og kyssti hann aftur. „Ja, þú varst ekki orðinn frægur ballettmeistari þegar við yfirgáfum ballettinn.” „Var það ekki? Ég hélt ég hefði verið það.” „Þú varst bara búinn að stjórna Önnu Kareninu.” Michael hafði alltaf verið eins og hálf utangátta. Hann horfðist í augu við þann sem hann talaði við og hann hlustaði. Samt var alltaf eins og hann væri að einhverju leyti með hugann víðsfjarri. Deedee sá sjálfa sig speglast i augum hans. „Komdu hingað." Hann ýtti henni blíðlega út á sviðið. Leiktjöldin úr ballettinum hans voru enn á sviðinu og í skæru vinnuljósinu sást hvernig reynt hafði verið að lífga upp á þau með nýrri málningu. Emma stóð fyrir framan þau og söng stef úr ballettinum fyrir hljómsveitarstjórann til að gera honum skiljanlegt hvaða hraða hún vildi hafa. Hún hafði vafið að sér notalegum og glæsilegum slopp, var búin að taka af sér hárkolluna en ekki andlitsfarðann. Deedee velti þvi fyrir sér hvort Emma vissi að hún væri þarna og hvort hún væri eins taugaóstyrk og hún sjálf. Hljómsveitarstjórinn þakkaði Emmu mjög hátíðlega fyrir og siðan sneri hún sér við. Hún hafði greinilega ekki vitað að Deedee væri þarna. Andlit hennar ljómaði af brosi, hún rétti fram báðar hendurnar og flýtti sér yfir sviðið. „Þarna ertu!” Deedee brosti en henni fannst hún varla þekkja þessa konu. Hinn mikli andlitsfarði var eins og gríma yfir annarri grímu. Hann -náði þó ekki að fela fegurð hennar, fegurð sent Deedee skorti, né heldur þá staðreynd að þó þær væru jafngamlar leit Emma út fyrir að vera eldri, allmiklu eldri. Rödd hennar var orðin lág og hás og Pennsylvaníu- hreimurinn var horfinn. Rödd hennar hæfði vel konu sem hafði vérið kynnt fyrir kóngafólki, sem sótti kvöldverðar- boð í sendiráðum, og sem hafði verið ballerína lengi, en aðeins á sviði, heldur utan þess. Þær föðmuðu hvor aðra snöggt og eins og hálfvandræðalega og möluðu hvor í kapp við aðra i hálfgerðri ör- væntingu. „Ó, Emma, þú varst alveg dásamleg!” „Nei, en mig langaði mikið til að vera það.” „Þú varst það!” „Ég er hálf slæm i fætinum. Ég skrifaði þér að ég hefði brákað mig..„” „Ég sá það ekki, í alvöru...” „Þakka þér fyrir blómin. Ég var svo taugaóstyrk, af þvi að þú varst viðstödd...." „Það sást ekki, þú varst alveg stór- kostleg.” „Það varstu svo sannarlega Emma.” Wayne hafði komið i tæka tið. Þær voru að drukkna i þessum tilgangslausa orða- flaumi. „Yndisþokki þinn snart mig eins og venjulega.” „Ó, Wayne.” Hún faðmaði hann að sér hömlulaust. „Það er svo langt síðan ég hef séð þig!” Allir brostu hver til annars. Það var Wayne sem rauf hina þvingandi þögn. „Heyrðu mig! Hvernig líst þér á guðdóttur þína?” Emilía hafði staðið aftast á sviðinu og fylgst með þeim, ákaflega hljóðlát. Ethan og Janina voru hálf hulin bak við hana. Nú gekk hún feimnislega til þeirra. „Siðast þegar ég sá þig,” sagði Emma, „gat ég ennþá tekið þig í fangið.” Hún sneri sér að Deedee. „Hún er yndisleg.” „Já,” sagði Deedee, það er hún." Hin börnin mjökuðu sér áfram i átt til þeirra. „Og þetta er Janina,” sagði Emma, ,,og.„.” „Ethan,” sagði Ethan ákveðinn. „Ethan. Auðvitað.” Emma brosti glaðlega. „Ja hérna, að sjá ykkur öll!” Hún brosti til barnanna og til föður þeirra og móður. „Þau gera sér ekki grein fyrir hvað timinn er fljótur að liða. eða heldurðu það?" sagði hún við sina gömlu, góðu vinkonu og brosið var horfið af andliti hennar. „Nei,” sagði Deedee blíðlega, það gera þau ekki.” „Ó, Deedee.” Rödd Emmu skalf. Allt i einu var griman á andliti hennar ekkert annað en ballettfarðinn sem þær höfðu báðar verið vanar að nota, og þetta var Emma, besta vinkona hennar, sem var farin aðgráta. „Þetta er allt i lagi,” sagði Deedee. „í alvöru, þetta erallt I lagi.” Blindaðar af tárunum. vöfðu þær hvor aðra örmurn og þrýstu sér fast hvor að annarri, eins og til að árin kæmust ekki milli þeirra. Kafli 2. Wayne fór á undan heim með krakkana og skildi Deedee og Emmu eftir masandi inni i búningsherbergi Emntu. Samtal þeirra féll ekki einu sinni niður meðan Emma var i sturtunni. Þegar hún kom úr sturtunni. dáðist Deedee og öfundaðist yfir líkama hennar. „Je minn góður! Ég er viss um að þú ert minna en fimmtiu kíló.” „Lærin eru mitt vandamál.” „Ja, þú færð minnsta kosti aldrei að sjá mín framar. Eða bakhlutann á mér!” „Óafvitandi strauk Deedee niður eftir kjólnum sínum, yfir stór brjóstin, sem enn voru stinn og falleg. En Emma sá það i speglinum yfir snyrtiborðinu og hraðaði sér meir en venjulega við að klæða sig. Siðan settist hún niður og byrjaði á því sem var aðalvinnan: að laga til andlitið og hárið. Málningar- dótinu hennar var snyrtilega raðað á hvitt handklæði. Fjórar eða fimm myndir í litlum gamaldags römmum gerðu borðið persónulegra, það varð heimilislegt, þó ekki væri nema um tvær nætur að ræða á þessum stað. „Þú ert ennþá jafn hræðilega hirðusöm.” Deedee mjakaði sér nær, skuggar fortíðarinnar drógu hana eins og segulstál í átt að snyrtiborðinu svo hún gæti sest við hlið Enimu eins og hún hafði verið vön. „Ég er alveg hræðilegur sóði, var þaðekki?” „Ja, þú fékkst lánaðan hjá mér augn- skugga og skilaðir honum ekki aftur.” „Nei, ekki á réttan stað. Hún gaut augunum á eina myndina og lyfti henni svo upp í birtuna. „Ó, Emma! Ekki þvælistu með þetta hvert sem þú ferð?” „Þetta...” Emma benti á aðra mynd, „og mömmu.” Aðrar myndir koma og fara og enda svo i úrklippubókinni.” Deedee horfði á myndina og gretti sig. „Var ég virkilega með þennan hatt í mínu eigin brúðkaupi?” „Finnst þér ekki ótrúlegt hvað við erum unglegar?” „Ég er alveg ömurleg.” „Við erum það öll, í samanburði við Wayne. Var hann ekki dásamlega lag- legur?” „Meira að segja i þessum fötum.” Deedee setti myndina aftur á sinn stað. Sími 21487. Ný þjónusta Heimkeyrt á hverju kvöldi Öl — gos — pylsur — tóbak — ískubbar í pokum — hreinlœtis- vörur o.fl. SÖLUTURNINN NÚRI HÁTEIGSVEGI52 - SÍMI 21487 18 Vikan lO. tbl,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.