Vikan


Vikan - 08.03.1979, Blaðsíða 14

Vikan - 08.03.1979, Blaðsíða 14
Útdráttur: Emma og Deedee höfðu verið mjög nánar vinkonur sem ungar stúlkur. Þær höfðu báðar möguleika á að ná langt á ballettsviðinu, og þær kepptu einmitt um sama hlutverkið, þegar það gerðist, sem breytti öllu. Deedee varð barns- hafandi. Hún fórnaði framavonum fyrir fjöiskyldulifið, meðan stjarna Emmu skein skærar með hverju árinu. Deedee og Wayne reka ballettskóla i Okia- hóma og lifa hamingjusömu fjölskyldulifi með börnum sinum. Þó er Deedee ekki alls kostar ánægð. Og nú er von á ballettflokknum, sem þau dönsuðu eitt sinn með, til Oklahoma. Deedee bæði hlakkar til og kviðir fyrir að hitta Emmu eftir 20 ára aðskilnað. Ein þessara hjóna F voru Fernbach- ers hjónin. Þau voru ung og forrík, feður beggja olíufurstar. Þau buðu Deedee og Wayne gjarnan i gleðskap á laugardags- kvöldum og í sundlaugina á sunnu- dögum. Ken Fernbacher fylgdi oft sjálfur litlu dætrunum sinum tveimur í ballettima og fékk sér þá gjaman bjór með Wayne. Hann var mjög hrifinn af kúrekum, enda var hann líkastur kúreka á að lita og hann hafði mikið yndi af að rifja upp með Wayne þegar þeir sem smástrákar höfðu horft á kúreka reka nautahjarðir. Deedee grunaði að það væri vegna Wayne sem Ken Fernbach- er var alltaf að bjóða þeim til sin. Þó þetta hræddi hana og hún skammaðist sín fyrir þennan grun sinn, gerði hún grín að þessu við Wayne. Þau voru stundum boðin í mat til tveggja kynvillinga. Annar þeirra rak blómabúð í verslunarhúsinu þar sem ballettskólinn var til húsa, en sambýlis- maður hans var ungur læknir. Það var ballettinn sem vdrð til þess að þau kynntust. Ekki svo að skilja að ungu mennirnir tveir hefðu neinn sérstakan áhuga á ballett; þeir álitu einfaldlega og réttilega að tveir fyrrverandi dansarar myndu ekki hafa neitt út á sambúð þeirra að setja. Þeir vildu líka gjarnan komast i kunningsskap við venjuleg hjón. Þau ræddu öll fjögur um plöntur, kvef, verðbólgu, drykkjusiði náungans og nýbyggingar í borginni. Þeir voru ekkert ólíkir öðrum kunningjahjónum Deedee og Waynes, nema að því leyti að þeir gátu ekki umgengist aðra kunningja jæirra; vinskapurinn varð að skiptast milli allra annarra vina og svo þessara tveggja. Það var samt hægt að bjóða þeim og þeim var boðið með fólki sem Deedee og Wayne þekktu í arkitektadeildinni í há- skólanum. Þetta var allt fólk sem var mjög frjálslegt og lét sér fátt koma á óvart. Þau voru öll mikið gefin fyrir skemmtanir, en það voru Deedee og Wayne ekkert sérstaklega og líf þessa háskólafólks var eiginlega ofvaxið þeirra skilningi. Það sem þau þekktu best og það sem henni þótti vænst um og saknaði mest að geta ekki rætt um, var ballett. Það sem þau höfðu komist næst að eignast raunverulega vini var þegar Mummers hjónin opnuðu nýtt leikhús með atvinnuleikurum. Þau voru fljót að samlagast leikurunum. Þeim fannst eins og þau væru hluti stórrar fjölskyldu, næstum eins og þau höfðu verið í ballett- hópnum. Það var eins og að umgangast ættingjana, borgin öðlaðist nýjan svip. En íbúar Oklahoma fóru aðeins einu sinni í leikhúsið, rétt til að sjá hvernig þar væri umhorfs. Það var þeim nóg, þeir komu ekki aftur. Svo það var ekkert leikhús, engar danssýningar, ekkert tónlistarlíf í borginni (það virtist ekki einu sinni vera grundvöllur fyrir um- ferðarleikhús að koma við í Oklahoma). Mummers hjónin fóru að starfa með áhugafólki um leiklist. Deedee og Wayne heimsóttu þetta áhugamanna- leikhús tvisvar; þó leikarana skorti bæði hæfileika og getu, þá var þó enn ömurlegra að finna áhugaleysið sem var þar rikjandi. Þvi varð þessi vinskapur ekki langlifur. Þó þau þekktu marga og væru stöðugt að kynnast fleirum, fannst Deedee þau ekki eiga neina raunverulega vini. Ekki vini eins og hún og Emma höfðu verið. Jafnvel hún og Michael. Stundum fengu þau óvænt póstkort frá Michael — vildi að þið væruð hér í Tokyo, eða Oakland — hann var orðinn einn af framkvæmda- stjórum American Ballet, auk þess að vera frægur ballettmeistari. Emma skrifaði ennþá, þó það væri nú sjaldnar og sjaldnar, aðeins nokkrar línur, engin löng bréf. En hún mundi samt alltaf eftir guðdóttur sinni; á jólum og afmælum sendi hún Emiliu alltaf litinn pakka ein- hvers staöar að úr heiminum. Venjulega frá New York en stundum frá London, París eða Róm, borgum, sem Deedee hafði aldrei komið til. Hún safnaði úr- klippubók um Emmu og nú var Emilía búin að taka við henni. Inn í hana límdi hún viðtöl, greinar og myndir klipptar úr ýmsum blöðum og jafnvel af forsíðum blaða og tímarita. Á hillu í herbergi þvi sem Emilía deildi með Janinu voru tvær bækur um Emmu. Upp á siðkastið hafði þó þessum greinum og myndum fækkað. Síðustu blaðsíðurnar í úrklippubókinni voru tómar, þær biðu eins og Deedee eftir því að Emma kæmi. Emma var hennar eina raunverulega vinkona. Fyrstu árin hafði þetta ekki skipt máli. Hún hafði ekki tíma til að sakna vinanna, varla tíma til að svara bréfum Emmu. Hún átti of annríkt við að eign- ast og ala upp börnin, hjálpa til við að stofnsetja skólann, njóta þess að vera ástfangin og alls þess er ástarlíf þeirra veitti henni. En ástríðurnar minnkuðu VIÐ STÆKKUM 0G BREYTUM bjóðum við flestar byggingavörur á sama stað í nýinnréttuðu húsnæði á 1. og 2. hæð, samtals 600 m2. Komið og skoðið. — Það er hagkvœmt að verzla allt á sama stað. Útveggjasteinn Þakpappi Eldhúsinnréttingar Veggfóður Milliveggjaplötur Múrnet Plaströr & fíttings VeRKStrigi Spónaplötur Rappnet Gluggaplast Gólfflisar Grindaefni Skrúfur Alpappír V eggfiísar Plasteinangrun Þakrennur Garðastál Lím Glerullareinangrun Hreinlætistæki Lamir & skrár Gólfdúkur Steinullareinangrun Blöndunartæki Rafmagnsverkfæri Korkflísar Glerullarhólkar Viðarþiljur Málningarvörur Saumur Þakjárn Baðskápar Verkfæri ALLT UNDIR EINU ÞAKI BYGGINGARVORUDEILD JÓN LOFTSSON HF. HRINGBRAUT121 14 Vlkan 10. tbl. eins og eðlilegt er og ástarlíf þeirra varð ekki eins spennandi, það varð vana- bundnara. Skólinn gekk vel, þau höfðu það ágætt fjárhagslega; undanfarin ár hafði henni skilist, að það yrði ekki svo langt þar til bömin yrðu farin að heiman. Og hún var komin yfir fertugt. Nærri helming af ævi sinni hafði hún eytt í ballett, hafði lifað í hinum sér- staka og einangraða heimi ballettsins. Nú var hún farin að sakna þessa heims eins og það væri hennar eigin fjölskylda. Það var henni ekki lengur nóg að kenna klunnalegum krökkum sem flestir hvorki gátu né vildu verða dansarar. Wayne var vinur hennar, en vinur úr ballett- heiminum, hennar heimi, var ekki lengur nóg. Ekkert var lengur nóg. Hún var jafnvel farin að velta því fyrir sér hvort það hefði nokkurn tíma nægt henni. Það var orðið hættulegt að líta til baka. Wayne hafði allt sem hann þarfnaðist. Fataskápurinn hans í svefn- herbergi þeirra var fullur af öllum þeim fötum, sem hann hafði dreymt um sem drengur. 1 skúffunum hans megin og hans megin á borðinu var allt í röð og reglu. Hann vildi ekki láta neitt koma sér á óvart og það gerðist heldur ekki. Hann hafði farið að heiman til að full- nægja löngunum sínum og þrám, en allt slíkt hafði hann lagt að baki og hann hafði enga löngun eftir þessu æviskeiði. Hann var feginn að vera aftur kominn heim á flatlendið, sem hann þekkti svo vel. Hann kunni vel við sig meðal þessa fólks, sem Deedee kallaði flatneskjulegt, en honum fannst vera opinskátt og vin- gjarnlegt. Samheldnin og hinn náni kunningsskapur sem skapast í ballettinum hafði verið honum vanda- mál. Hann hafði búist við að það yrði erfitt að koma aftur til Oklahoma sem ballettkennari. En það hafði orðið honum styrkur að vera giftur og eiga þrjú börn, auk þess sem hann hafði jú verið þar uppalinn. Hann hafði notið þess að vera einn í balletthópnum, sérstaklega eftir að hann giftist Deedee. Þau höfðu dansað áfram í rúmt ár eftir að Emilía fæddist. Það höfðu liðið sex mánuðir þangað til Deedee gat aftur farið að dansa, og hæfileikar hennar urðu aldrei þeir sömu. Sennilega vegna þess að hún gat ekki lagt sig eins fram. Og að ferðast um með smábam var hvort eð ómögulegt, bæði fjárhagslega og allra hluta vegna Það var ógjörningur að ala upp barn á sífelldum ferðalögum og hann vissi líka að hann langaði til að eignast fleiri börn. Hann elskaði börn og sennilega var það þess vegna sem hann var betri kennari en Deedee. Hún naut sín best ef nemandinn hafði hæfileika. Hann hafði jafn gaman af að kenna þeim öllum, hann var alltaf jafn þolinmóður og hvetjandi, sama hver átti i hlut. Það var sama hvort þau höfðu mikinn eða lítinn áhuga eða mismunandi hæfileika, hann vildi að þau lærðu að nota líkama sinn og njóta hans. Hann sá að mestu leyti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.