Vikan - 08.03.1979, Blaðsíða 4
Dagur í lífi hermanns <
Á melnum fyrírofan Kefíavík, þar sem heitir Miðnesheiði, er
bandarísk herstöð. Um þá herstöð hefur verið sagt, að
ekkert þyki bandarískum hermönnum verra en einmitt að vera
sendir þangað. Ogmeðaná Vietnam-stríðinu stóð þótti
hermönnum víst KefíavíkurfiugvöHur vera næst versti staður á
jarðarkringiunni. En fyrir nú utan hvað bandarískir hermenn bera
Vellinum iiia söguna, eru þeir margir ísiendingarnir sem hafa litia
trú á því að þessir fáu dátar sem á Veiiinum eru myndukoma við
miklum vörnum ef til átaka kæmi. Enn öðrum finnst öryggi sínu
ógnað sé herstöðinni halimæft
Aiit um það. Eftir mikla eftirgangssemi fékk ViKAN ieyfi
bandarískra yfirvaida ti/þess að fylgjast með hversdags/egum
degi í lífi óbreytts hermanns. Við ætluðum að fá að sjá hvað hann
gerði jafnt í vinnu sem og frístundum, auk þess sem við hugðum
okkur gott til g/óðarinnar ef við fengjum hann tii að úttala sig
hreinskiinisiega um Keflavíkurflugvöll. Það var blaðafulltrúi
hersins sem gerði okkur þetta kieift, og fyrir það erum við
þakkiátir. En kálið er ekki sopið þó í ausuna sé komið.
Ekki var hann stór — en bros-
mildur
Bob Dorey hét maðurinn sem beið okkar
á skrifstofu blaðafulltrúans. Honum var
ætlað að leiða okkur í allan sannleikann um
daglegt líf hermanns á Keflavíkurflugvelli.
Er við litum hann augum hvarflaði það
ósjálfrátt að okkur hvort ekki væru sett
nein skilyrði um hversu háir bandarískir
hermenn þyrftu að vera til að teljast gjald-
gengir. í eina tíð þurftu íslenskir lögreglu-
þjónar að vera minnst 174 sm, en frá þvi
skilyrði hefur nú verið fallið. Enda má gera
ráð fyrir því að dvergar séu ekkert minna
hættulegir á bak við byssur en risar. En
semsagt, Bob Dorey, þessi nýi kunningi
okkar var varla meira en rúmlega hálfur
annar metri á hæð, en bros hans aftur á
móti einn fjórði þeirrar lengdar.
Blaðafulltrúinn tjáði okkur nú að maður
þessi væri okkur til ráðstöfunar allan þann
dag og mættum við fylgjast með vinnu
hans, ræða við hann og taka eins margar
myndir og okkur lysti. Þetta þóttu okkur
góðar fréttir, því nú myndi okkur að öllum
líkindum takast að gera nákvæmlega það
sem við ætluðum okkur. Við vorum í þann
mund að yfirgefa skrifstofu blaðafulltrúans
með Bob á milli okkar þegar i veg fyrir
okkur gekk kvenforkur mikill i fullum
herklæðum og sagðist mundu fylgja okkur
Bob þennan dag, til að firra okkur óþarfa
vandræðum. Hvort sem það var nú satt eða
ekki, þá tók þessi kona, sem kynnti sig sem
Judy Jones Public Affaires, sér stöðu við
hlið Bobs þaðan sem hún vék ekki allan
daginn.. Hún fylgdist nákvæmlega með
öllum samræðum okkar, auk þess sem hún
hafði orð fyrir honum þegar henni þótti
viðeigandi.
Við birtum hér nokkrar myndir af Bob
Dorey og nánasta umhverfi hans, auk
viðtals sem við hann var tekið. Um viðtalið
verður það eitt sagt, að það ber þess merki
að augu Judy Jones hvíldu þungt á
viðmælanda okkar allan tímann. Af
svörum hans að dæma, hvarflaði það að
okkur að maðurinn hefði verið sóttur sér-
staklega til Bandaríkjanna til þess eins að
ræða við blaðamenn VIKUNNAR. En það
eru einungis getsakir.
EJ
4 Vikan lO.tbl.