Vikan


Vikan - 29.03.1979, Blaðsíða 6

Vikan - 29.03.1979, Blaðsíða 6
Hver er sinnar gæfu smiður VIKAN á fundi með Konráði Adolphssyni og nemendum hans. Það var þétt setinn bekkurinn á Dale 1 gær var ég staddur hjá stórri kassa- Carnegie námskeiðinu, sem VIKAN fór á verksmiðju nú fyrir skömmu. Um 40 manns voru í salnum auk Konráðs og fjögurra aðstoðar- kennara. Viðfangsefni þessa fundar var tvíþætt. í fyrsta lagi átti að fara fram þjálfun i óundirbúinni ræðumennsku, og átti hver nemandi að tala í 1 mínútu. í öðru lagi var ætlunin að láta nemendur fá útrás með því að skammast yfir greinum í dag- blöðum, sleppa sér algjörlega í æsingi og heift, en þó án þess að blóta. Þennan hluta fundarins fengum við ekki að vera viðstaddir — því miður. Fundurinn hófst á því, að aðstoðar- kennararnir, fólk sem hefur staðið sig vel á fyrri námskeiðum, sýndu nemendunum til hvers væri ætlast af þeim. Héldu þeir allir mínútu ræðu um eitthvert smáefni s.s. straujárn, ljósaperu, prjónaskap og þess háttar. Var nú öllum ljóst hvað þeir áttu að gera. Þá kom að upphituninni, en það kalla þeir Dale Carnegiemenn Kassaverk- smiðjuna. Upphitunin er til þess að losa um fólk, taka úr því mesta hrollinn og fer þannig fram að allir fara með vísuna um kassaverksmiðjuna og leika með, sbr. „í skóginum stóð kofi einn”. Vísan um kassa- verksmiðjuna er eitthvað á þessa leið: Hvers vegna fórst þú á Dale Carnegie nómskeið? — Svarið við þessari spurningu er ósköp einfalt. Ég vildi þjálfa mig í ræðumennsku, auka sjálfsöryggið og verða færari í mannlegum samskiptum. Það má lengi manninn bæta, sagði Ólafur Óskarsson, viðskiptafræðingur sem starfar hjá Skattstofunni. Nei, ég tel ekki að það sem kennt er hér sé yfirborðslegt, heldur þvert á móti, — þetta breytir lífsviðhorfum manna. T.d. hélt ég erindi á vegum B.S.R.B. um skattamál að loknu fyrsta námskeiðinu, en það hefði ég aldrei gert hér áður fyrr. sem stendur uppá stórri hæö í kringum ergirðing, svona há gekk ég að hurðinni og hrinti henni upp fyrir innan var hringstigi oggekk ég upp þarna voru stórir kassar meðalstórir kassar og litlir kassar og hrundu þeir á hliðina en égfór heim og lagði mig aftur.. o.sfrv. Þennan texta lék og söng fólkið af miklum móð, og er vist að mesti hrollurinn fór úr flestum. Hófust nú ræðuhöld nemenda og var talað um hin marg- víslegustu efni. Sumir voru betri en aðrir, en enginn komst hjá þvi að tala. Konráð fylgist grannt með öllu og var óspar á að skjóta athugasemdum og leiðbeiningum til ræðumanna. Ein ráðleggingin var á þessa leið: — Góð viðmiðun á lengd óundirbú- innar ræðu er að standa á einum fæti á meðan maður talar og hætta þegar maður er orðinn þreyttur í fætinum. Eftir drykklanga stund höfðu allir lokið máli sínu, og þeim hluta fundarins sem við máttum vera á, var lokið. Þá var drukkið kaffi, og við notuðum tækifærið til að taka fólk tali. — Ég fór á námskeiðið til að verða öruggari og geta sagt nokkur orð í ræðu- stól. Ég er í félagsmálavafstri, og það er ekki líku saman að jafna hvað það gengur betur núna, sagði Þórir Gunnlaugsson, skriftvélavirki. Ég hef önnur viðhorf til náungans núna, — reyni að vera jákvæður og þá er mér svarað í sömu mynt. Ég er aðeins búinn að vera í 5 tíma, en tek strax eftir breytingum ... — Mamma bað mig að koma, og ég fór á kynningarfund, sagði Elín Heiðberg, kennari. Eftir fyrsta námskeiðið varð ég miklu öruggari með sjálfa mig, og mér þótti svo gaman að ég ýtti öllum öðrum áhugamálum til hliðar. Það sem ég hef lært hérna kemur mér að miklu gagni í starfi minu sem kennari. Ég get beitt þeim aðferðum sem hér eru kenndar á nemendur mína, en þeir eru um 30. Auk þess er ég orðin formaður í félagi grunnskólakennara á Suðvesturlandi, og ég hefði varla treyst mér til að taka við því embætti án þess að hafa farið á þetta námskeið. Nú er ég orðin aðstoðarkennari hérna. — Pabbi minn og bróðir höfðu farið á s'vona námskeið, og þar sem ég hafði mikinn áhuga á því að ná betri tökum á mannlegum samskiptum lét ég slag standa, sagði Steinar Birgisson, múrari. Ég vinn við múrverk, sýni dans og leik handknattleik og á öllum þessum sviðum hafa námskeiðin komið í góðar þarfir. Þegar t.d. árekstrar koma upp á vinnustað, eins og gerist og gengur, þá hugsa ég til þeirra reglna, sem kenndar eru hér og beiti þeim með góðum árangri. 6 Vlkan 13. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.