Vikan


Vikan - 29.03.1979, Blaðsíða 62

Vikan - 29.03.1979, Blaðsíða 62
PÓSTIRIW Frekleg móðg- un við yfirstétt- arfólk og sóma- herra Heiðraðir aðstandendur! Ég tel þetta freklega móðgun við jafnháttsett yfirstéttarfólk og Gullrass og Rassmínu og þann sómaherra, Andrés Önd, að stilla þeim upp í blaðinu þar sem lesendur þurfa að slátra þeim, ef þá langar að vera með í heilabrotunum hjá ykkur. Einnig er þetta tillitsleysi af ykkar hálfu gagnvart kaupend- unum, sem kaupa blaðið, nú á yfir 30.000 pr. árgang. Hvar vœruð þið án kaupendanna, ha? t alvöru, það cetti nú ekki að vera óyfirstíganleg hindrun að hafa auglýsingar aftan á seðlunum. Auglýsendur eru búnir að greiða fyrir sínar auglýsingar, lesandinn búinn að lesa þær eða skoða, og þá þarf ekki að ætlast til að þær séu geymdar, dagblöðunum er t.d. fleygt að lestri loknum og þar með öllum auglýsingunum líka. Vonast til að sjá úrbætur að þrem vikum liðnum, því hvað ergaman fyrir þá, sem skoða Vikuna eftir að klippt hefur verið úr henni, að lesa bara hálfar myndasögur. Kveðja. Hörður Jónsson Okkur er þetta ekki síður áhyggjuefni en þér og segja má að flestar leiðir til úrbóta hafi verið reyndar. Síðasta tilraun okkar í þá veru var einmitt samhljóða þinni, en það hefur reynst erfitt að hafa alltaf auglýsingu sem hentar. Hún þarf að vera í fjórlit, helst heil síða eða tvær hálfsíður og síðan þarf þetta að vera auglýsing, sem auglýsandinn sættir sig við að verði á vinstri hlið, en það er oft þannig að beðið er sér- staklega um þá hægri og þá er úr vöndu að ráða. Þetta er nú samt sú leið sem reynt hefur verið að þræða og við verðum víst bara öll að vona hið besta. Við óttumst ekkert að hefðarfólkið Gissur og Rassmína móðgist við okkur og það sama er að segja um sómaöndina Andrés. Þau hafa verið fastir fylgifiskar blaðsins lengur en flestir aðrir. Hagur blaðsins er þeim því hið mesta hjartans mál og fátt það undir sólinni, sem þau ekki vildu fórna í þess þágu. Mamma og strákarnir Hæ, póstur. Hæ Helga. Vonandi ert þú södd, því ég er í hræðilegum vandræðum. Éger 14 ára og á í vandræðum með mömmu mína, hún vill ekki að ég sé í strákastandi. Ég tek það fram að ég hvorki reyki né drekk og er ekki alltaf að skipta um stráka eins og sumar stelpur. — Hún vill ekki að ég sé með strákum fyrr en um tvítugt. (furðulegt, fimnst þér ekki?) Ég er með strák, sem er stórfinn. Algjör bindindis- maður og hann er einu ári eldri en ég. En mamma hótar því að ef ég hætti ekki við hann, leyfi hún mér ekki að vera lengi úti um helgar. Ekki segja: „Gerðu eins og mamma þín segir, ” því ef hún heldur þessu áfram flyst ég að heiman til ömmu eða bara eitthvað. Gerðu þ>að, svaraðu mér. Kærar þakkir fyrir fram. Ein Vandráða Fjórtán ára að aldri ertu nú enginn öldungur, allt lífið fram- undan og mamma þin hefur aðeins áhyggjur af því að þú gerir einhverjar barnalegar vitleysur. Getið þið tvær ekki rætt saman af hreinskilni og hjálpað hvor annarri? Þú gætir örugglega haft gagn af ráð- leggingum hennar og hún hins vegar orðið rórri, þegar hún veit hvað þú hefur í huga. Satt að segja er vandséð hvað þú hefur að gera með að vera lengi úti um helgar nú og næstu tvö árin. Pósturinn vonar að amma þín vilji þér betur en svo að hún Gamlar, mjúkar og karlmannslausar Elskulegi, háttvirti Póstur! Við erum nývaknaðar, hressar og kátar og byrjum daginn með bréfi. Við erum eins og allir hinir með vandamál á takteinum. Við erum orðnar mjög gamlar og karlmannaleysið þjáir okkur mikið. Við erum alveg agalega feimnar og roðnum mjög mikið ef við komumst í færi og þá skemmist alveg tækifærið, því við tölum af okkur með roðanum. Hvað eigum við að gera? Meika okkur kannski? Svo dettur okkur í hug fituvandamál okkar. Heldurðu að strákar vilji ekki FEITAR OG SÍSÆTAR ungar stúlkur eins og okkur. Okkur finnst gamli smekkurinn alveg prýði- legur (þá værum við löngu gengnar út) að karlmenn hafi valið sér feitar stúlkur að eiginkonum, því þá voru hörð ár. Þá hugsuðu þeir sem svo að þær hefðu nægt forðabúr og þá fengju þeir meira að eta. Ef við sjáum uppkomna táninga á förnum vegi þá tökum við vel eftir því að þeim líst mjög vel á okkur, sem erum I feitara lagi. Sumir eru svo elskulegir að klappa okkur á rassinn. Hvað finnst þér um þetta? Við höldum að þægilegt sé að þurfa ekki alltaf að vera að rekast á beinin, en þar sem við erum sakleysingjar á lífið, þá eru þetta bara saklausar getgátur. Hvað finnst þér!!! Gettu í hvaða merkjum við erum fæddar. Jæja, kæri Póstur. Við kveðjum þig með söknuði og treystum á þigað bréfið birtist. Kær kveðja. Tvö roðhænsni úr Djúpinu. Þið ættuð að gæta þess að fara ekki öfugt út úr rúminu á morgnana. Það getur verið stórhættulegt, einkum ef rúmið stendur langsum upp við vegg. Svona feitar, saklausar og sísætar madonnur ættu að teygja sig letilega, setja síðan varlega annan bústna fótinn sinn undan sænginni og rísa á fætur með þeim yndisþokka, sem horgrindum aldrei veitist. Af ungmeyjarroðanum ættuð þið ekki að hafa miklar áhyggjur, því hann hæfir ykkur eins og kjafturinn skelinni. Hryllingsaðferðir eins og að maka andlitið meikleðju ættuð þið að forðast og láta frekar hið nýstrokna yfirbragð njóta sin sem allra best og ekki myndi ilmandi sterk sápulykt spilla heildarsvipnum. Haldið bara áfram að njóta þess þegar ykkur er klappað á bossann, því ekki er víst að eiginmennirnir sættu sig við slíkt og Pósturinn efast ekki um að þeir eru á næsta leiti. 62 Vikan 13. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.