Vikan


Vikan - 29.03.1979, Blaðsíða 63

Vikan - 29.03.1979, Blaðsíða 63
tæki því fagnandi að aðstoða við að eyðileggja það, sem mamma þin er að reyna að byggja upp. Almennar lækn- ingar? Háttvirti Póstur! Þér hlýtur að vera sama þótt ég komi mér strax að efninu, en sé ekki að semja neinn formála á undan, svo sem „Svo er mál með vexti...” eða eitthvað í þá áttina. Styttir plássið hjá þér, ekki satt? Hvað tekur mörg ár að læra almennar lækningar? Þarf nokkuð að fara erlendis, nema maður ætli sér að taka sérgrein? Nægir ekki fyrir heimilis- lœkni að hafa bara almennar lækningar? Annað var það nú ekki, en þú mátt lesa úr rithöndinni í leiðinni, þótt hún sé ekki í lagi þessa dagana, er háð tíma og rúmi! En sem sagt, afsakaðu skriftina! Pikkið var ekki í lagi svo ég neyðist til að hafa þetta svona. Bless. Fía feikirófa Var þessi formáli í raun og veru nokkuð styttri? Almennar lækningar getur þú að mestöllu leyti lært hér á landi og tekur námið mismunandi langan tíma, en algengast mun vera að það taki sex til sjö ár. Segja má að það nægi fyrir heimilislækni að hafa almennar lækningar en Pósturinn lætur ósagt hvort hei.nilislækningar sem sérgrein verði orðin almenn krafa þegar þú kemst til vits og ára. Æ, æ skriftin — jú úr henni má lesa áhuga á heimiiislækningum, ha, ha! Plakat af KR- ingum Kæra Vika. Við erum fjórar stelpur og höfum aldrei skrifað þér áður. Við erum ekta KR-ingar og okkur langar að biðja þig um að hafa viðtal við KR-inga í körfubolta (úrvalsdeUdinni) og einnig að birta plakat af þeim í Vikunni. Við grátbiðjum þig um að gera þetta fyrir okkur. KR-ingarnir fjórir Kata, Gudda, Anna, Laila Plakötin hafa yfirleitt verið af vinsælum poppstjömum en það er ekkert því til fyrirstöðu að ihuga uppástungu ykkar og tillagan er komin á sinn stað í hugmyndabankanum. Stelpa skrift- vélavirki Halló, halló, kœri Póstur! Viltu vera svo vænn (eins og oftast) að svara þessum spurningum? Finnst þér nokkuð athuga- vert við það að stelpa sé skrift- vélavirki? Hvaða menntun þarf til þess að geta orðið það? Ég vona að Helga sé ekki svöng, því þessar spurningar eru mikil- vægar fyrir mig, þó að þér finnist þær ekki vera neitt mikilvœgar. Ég veit að skriftin er hræðileg og líka hvað ég er gömul. Bið að heilsa öllum, sem vinna á Vikunni. Bless, bless, kæri Póstur! Inga P.S. Karámellan er handa Helgu. Inga Þessar spurningar eru á engan hátt lítilvægar að mati Póstsins og því óþarfi að afsaka þær. í huga Póstsins er harla fátt, sem honum finnst líklegt að stelpur geti varla orðið sakir kynferðis síns, nema ef til vill baðverðir karla í sundi og íþróttum. Nám í skriftvélavirkjun tekur um það bil fjögur ár og á þeim tíma þarf nemándinn að vera á samningi hjá meistara og stunda nám í Iðnskólanum. Það væri ef til vill betra að taka fyrst forskólann í Iðnskólanum, grunndeildina í rafiðnaðargreinum. Að því loknu getur nemandinn fengið umsögn hjá kennurum og það auðveldar honum að komast á samning hjá meistara. Helga fær alltaf tannverki af karamellum, svo það varð að samkomulagi að hún fengi umslagið og Póstur- inn þessa indælu karamellu. Kærar þakkir. Gott hjá þér, Svenni minn! Farðu og náðu i fleiri skeljar og raðaðu þeim upp hérna við hliðina á mér. Meatloaf á plakati Kæri Póstur! Mig langar að spyrja þig hvort ekki eigi að birta plakat af Meatloaf eins og mörgum öðrum söngvurum og hljóm- sveitum? Einnig langar mig að spyrja hvert sé hans rétta nafn og hvort þú vitir hve gamall hann sé. Hann á sér marga aðdáendur hérlendis um þessar mundir, þannig að margir myndu fagna því ef þið birtuð eitthvað um hann ogkœmuð með plakat. Að lokum vil ég þakka Vikunni fyrir gott blað. Meatloafaðdáandi P.S. Hvað þýðir orðið dashboard? I Það hefur lengi verið á áætlun að birta plakat af Meatlöaf en allar framkvæmdir strandað á myndaskorti. Góðar myndir af þeim mæta manni virðast ekki á hverju strái. Nýjustu fregnir herma að hann vinni að gerð nýrrar plötu, sem koma á út nú í vor og þá mun hefjast auglýsinga- herferð mikil og væntanlega fjúka með myndir af kappanum. Þá mun Vikan grípa tækifærið og birta plakat af honum í allri sinni dýrð og þá frásögn af kappanum sjálfum. Þangað til það verður ættuð þið að veita þolinmæðinni útrás. Dashboard þýðir mælaborð. Tðkum bara hvitu flisarnar, það er orðið svo framorðið. 13. tbl. Vikan 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.