Vikan


Vikan - 29.03.1979, Blaðsíða 24

Vikan - 29.03.1979, Blaðsíða 24
13. Portúgölsk rauðvín Víkan prófar léttu vínin: Vín er þorskur og loðna Portúgala, mikilvægasta gjaldeyrisafurð þeirra. Mestan gjaldeyri fá þeir fyrir rósavín sín og púrtvín, en hvítvín og rauðvín flytja þeir einnig út i miklum mæli. Fyrr í þessum greinaflokki var fjallað um þau sjö portúgölsku hvitvin, sem fást í Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins. í þetta sinn verður fjallað um rauðvínin sjö frá Portúgal. Lesendur muna kannski, að hvítvínin fengu hraksmánarlega útreið í gæðaprófun Vikunnar. Þau reyndust jafnveist hvítvína Ríkisins, að meðaltali með falleinkunnina fjóra. Aðeins eitt þeirra komst upp í fimm. Til fróðleiks má rifja upp, að einkunnir frá 0 og upp í 3 þýða, að vínið sé ódrykkjarhæft, vond vín fá 4, léleg vin 5, sæmileg 6, góð 7, mjög góð 8, frábær 9 og loks fá 10 vín, sem eru einstök í sinni röð. Fimm í einkunn að meðaltali Rauðvínin fóru betur út úr gæðapróf- un Vikunnar, en samt ekki nógu vel. Þau fengu að meðaltali fimm í einkunn og tvö þeirra komust upp í sex, sem er tæpast nógu hátt til útflutnings. Það tekur þvi varla að flytja nema góð vín milli landa. Samt verður að segja, að góð kaup eru I öðru vínanna, sem fengu sex í einkunn, og mjög góð i hinu. Það stafar af þvi, að verð portúgölsku vinanna er með því lægsta í Ríkinu, og til sliks þarf að taka mikið tillit. Hinar lágu einkunnir portúgalskra vína gefa visbendingu um, að eitthvað sé í verulegu ólagi í vínviðskiptum Portúgals og lslands. Við þurfum ekki á neinu hinna sjö hvítvína að halda og tæpast nokkru hinna sjö rauðvína. Ekkert þeirra er saltfisks virði. Hvítvínin voru öll samsull jrekktra fyrirtækja, án staðfæringar- og gæða- stimpils portúgalska ríkisins. Ástandið er betra á rauðvínunum, því að þrjú af sjö hafa stimpilinn, öll frá héraðinu Dao í Norður-Portúgal. Sandur og klettar til skiptis Næst á eftir púrtvínsdalnum Duoroer Dao markverðasta vínhérað Portúgals, land graníthæða, þar sem skiptast á sandur og klettar. Vinræktin er ekki eins áberandi í landslaginu og i sumum frjósamari hlutum Norður-Portúgals, þar sem heilu dalimir eru þaktir vínviði. Slíkt hrjóstur sem I Dao hentar ræktun gæðavína. Það er segin saga um Og vín allan heim, að mörg bestu vinin fást af stöðum, þar sem ekki þrífst önnur ræktun. Flögubergið í Moseidal, mölin í Graves, klettarnir í Duoro og hnullung- amir í Chateauneuf-de-Pape em önnur dæmi um það. Portúgölum hefur enn ekki tekist að ná hinu besta úr Dao. Helst eru það svo- nefnd „Reserva” vín, fimmtán ára göm- ul, sem minna á góð Bordeaux-vín og eru eftirsótt út um lönd. Venjuleg Dao-rauðvín eru yfirleitt seld fjögurra ára gömul, hreinleg og vel gerð vín, nokkuð hörð og skörp og án alls mildandi sætleika i bragði. Þau eru úr margvíslegum tegundum lítt kunnra vínberja. Orðin „hörð” og „skörp” tákna hér ekki hið sama. Hart er andstæðan við mjúkt, skarpt er andstæðan við flatt. Mjög hart vín má kalla herpt, en mjög skarpt vin má kalla vinsúrt. Hið fyrra er mælikvarði á viðarefnin í víninu, en hið síðara á vínsýruna. Vínblanda skaust framúr Kaldhæðni örlaganna réð því, að ekkert hinna þriggja Dao-rauðvina í Ríkinu varð efst í gæðaprófun Vikunnar á portúgölskum rauðvínum. Það var hversdagsleg vínblanda fyrirtækis, án staðfæringar og gæðastimpils, sem náði fremsta sæti. ALIANCA, án árgangs, frá samnefndu fyrirtæki, borðvín, merkt „velho”, sem þýðir gamalt, bar einkenni Dao-vína. Það var skarpt og hart vín með lítilli ilman. Alianca fékk sex í einkunn. Það er dýrast hinn portúgölsku rauðvína, kostar 1.850 krónur. 1 samanburði við önnur rauðvín Ríkisins er þetta lágt verð, svo að líta má þannig á, að góð kaup séu í því. GRANADO, árgangur 1974, frá Vinicola, lenti í öðru sæti, einnig með sex í einkunn. Þetta vin er „Dao Regiao Demarcada” með tilheyrandi stimpli og númeri frá portúgalska ríkinu. Granado var ekki hart og skarpt eins og flest hinna. Það var mjúkt og þægi- legt á bragðið og fremur hlutlaust. Dauf ilman þess minnti örlítið á Bordeaux. Þar sem Granado kostar aðeins 1.700 Mér liður djöfullega. Það er eins og verið sé að stinga mig með nálum i bakið allan daginn. Mamma! Mér tókst loksins að fá Balla til að stinga upp garðinn. krónur, verða að teljast í því mjög góð kaup. Léleg rauðvín má kæla DAO, án árgangs, frá Alianca, varð þriðja í röðinni í gæðaprófun Vikunnar með fimm í einkunn. Það er „Dao Regiao Demarcada”, kostar 1.800 krónur, hart vín og skarpt, en að öðru leyti hlutlaust. QUINTA DO MORANGAL, án árgangs, frá Nacionais, var einnig hart og skarpt. örlítið vottaði fyrir hreinsi- lagarlykt, sem hvarf við kælingu. Einkunnin var fimm og verðið 1.700 krónur. CAMARATE CLARETE, árgangur 1969?, frá Fonseca fékk líka fimm í einkunn og kostar 1.700 krónur. Þetta var greinilega gamalt vín — vottaði fyrir brúnu í kantinn, þegar glasinu var hallað. En það hafði ekki mildast með aldrinum, var enn hart og skarpt. SOLAR, án árgangs, frá samnefndu fyrirtæki, hafði, eins og Morangal, daufa ólykt, sem minnti á hrein- gerningarlög. Þessi ólykt hvarf við kælingu, svo að best er að drekka vínið beint úr ísskáp. Bragðið var hart og skarpt. Magnið var 70 sentilítrar í stað 75 sentilítra i hinum flöskunum. Ein- kunnin var fjórir og verðið 1.700 krónur. . . . en ónýtum verður ekki bjargað CABIDO, án árgangs, frá Real, rak lestina með þrjá í einkunn, þótt vínið hefði „Dao Regiao Demarcada” stimpil portúgalska ríkisins. Það var korklykt af því, og bragðið sýndi, að um skemmda vöru var að ræða. Þetta vín þoldi ekki að standa, sennilega orðið of gamalt. Það lagaðist ekki við kælingu. Einkunnin var þrír og verðið 1.700 krónur. Þessi yfirleitt hörðu og skörpu vin frá Portúgal eru tæpast líkleg til mikilla vinsælda hér á landi, enda má vafalaust fá betri Dao-vín á sama verði frá þessu fræga vínræktarlandi. 25 er of mikið Ofan á sjö hvítvín og sjö rauðvín býður Ríkið upp á ellefu rósavín frá Portúgal. Samtals eru þetta 25 létt vin, sem er óhóflega mikið í samanburði við jafngóð og betri vinlönd. Að minnsta kosti má segja það um rauðvínin og hvítvínin, að þau stuðla ekki að auknu jafnvægi í viðskiptum íslands og Portúgals. Þau eru lítið keypt, skemmast í geymslu á löngum tima og koma óorði á portúgölsk vín. Um rósavínin veit ég minna. En rósa- 24 Vikan 13. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.