Vikan


Vikan - 29.03.1979, Blaðsíða 21

Vikan - 29.03.1979, Blaðsíða 21
tímar á dag. Þetta leiðir óhjákvæmilega af sér spurninguna: Hvar eru börnin á meðan foreldrarnir vinna? í skýrslu frá Sumargjöf kom í ljós að í Reykjavík sá bæjarfélagið um gæslu 2869 barna (dagheimili, leikskóli, einkagæsla á vegum borgarinnar). Á sama tíma var fjöldi barna í Reykjavík á aldrinum 0-5 ára ca. 8.800. Þannig kom fram að um 60% giftra kvenna voru útivinnandi á meðan ca. 30% barna fengu gæslu á vegum borgarinnar. Hvar eru hin börnin? Til að gefa smá vísbendingu um það var birt skýrsla frá Kvennaársnefnd um gæslu barna. Rannsóknin sýnir eftirfarandi tölur. Heimaein 26,4% Hj á dagmömmu 15,1% Hjá ömmu 26,4% Ádagheimili 3,8% Áleikskóla 11,3% Á leikskóla + hjá dagm. 9,4% Annað 7,6% Sérstök athygli var vakin á tölunni 26,4% sem náði yfir börn er voru ein heima. Hvaða afleiðingar hefur mikil vinna foreldra fyrir börnin? Nefndar voru ýmsar afleiðingar sem hin mikla vinna á íslandi getur haft í för með sér fyrir börn. Hafa ber í huga, að þessir hlutir hafa ekki verið rannsakaðir hér á landi, en það var hinsvegar álit þeirra er sömdu greinina að vinna þeirra með sálrænt sködduð börn færi í flestum tilvikum fram á börnum foreldra sem ynnu geysimikið. Helstu afleiðingar: Þróunarmöguleikum barna eru mikil takmörk sett. Vanrækt börn. Aukning á sálrænum sjúkdómum barna. Árið 1961 sendu Sameinuðu þjóðirnar frá sér umfangsmikla skýrslu sem fjallaði m.a. um félagslegar afleiðingar vinnu for- eldra og barna. Þar kemur fram að sálræn vandamál barna eru álitin aukast með aukinni vinnu foreldra. Samfélagið þarf að koma til móts við nýtt fjölskyldumynstur Ein mesta breyting sem hefur átt sér stað á undanförnum áratugum er aukin þátt- taka kvenna í atvinnulífinu. Fyrir börnin hefur þetta haft í för með sér að báðir foreldrar eru í burtu frá heimilinu langan tíma. Það hefur orðið til nýtt fjölskyldu- mynstur. Þetta mynstur er æskilegt á margan hátt m.a. vegna þess að það eykur jafnrétti kynjanna. En nýtt fjölskyldu- mynstur kallar á nýjar aðstæður og hefur í för með sér auknar kröfur til samfélagsins varðandi börn. Það verður að sinna börnunum vel og þau verða að fá verkefni við hæfi á meðan foreldrarnir vinna. Þetta á við um lítil börn, börn á forskólaaldri, skólabörn og ungl- inga. íslenskt samfélag hefur ekki komið til móts við hið nýja fjölskyldumynstur og það er langt á eftir í þeirri þróun miðað við Norðurlönd. Á meðan svo er er samfélagið fjandsamlegt börnum útivinnandi foreldra. Foreldrar ættu ekki að taka því þegjandi að samfélag sem krefst vinnu þeirra stefni heilsu barna þeirra í voða. IJ.tbl. Vlkanll
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.