Vikan


Vikan - 29.03.1979, Síða 48

Vikan - 29.03.1979, Síða 48
GLA UMGOSINN Hann hélt í vestur eftir Bristolveginum á hægri ferð, þar til hann kom að vega- mótum þar sem verðurbarið skilti benti í norður til Nettleton og Acton Turville og í vestur til Wroxham, Marshfield og Bristol. Hérna stansaði hann til þess að bíða komu áætlunarvagnsins. Ekki leið á löngu þar til hann birtist. Hann kom, grænt og gyllt skrimsli sem sveigði til og frá á miðjum veginum. Hann var með tylft farþega á þakinu, mikinn farangur aftan á og þar var vörðurinn einnig. Sir Richard ók vagninum þvert yfir veginn, kippti i taumana og stökk léttilega niður úr ökumannssætinu. Hestarnir voru rólegir og sýndu engin merki þess að ætla að hlaupa af stað. Þegar vagnstjórinn sá að vegurinn var tálmaður, stöðvaði hann hestana og spurði reiðilega hvað sir Richard héldi að hannværi aðgera. Það er enginn leikur!” sagði sir Richard. „Þér eruð með flóttamann í vagninum og þegar ég hef tekið hann í mína vörslu, er yður frjálst að halda áfram.” „Einmitt það, já," sagði ökumaðurinn og var alls ekki ánægður. „Þetta er vel gert á þjóðvegum konungsins! Þvi eigið þér eftir að komast að.” Einn af farþegunum, rauðbirkinn maður með úfið kjálkaskegg, stakk höfðinu út um gluggann til þess að sjá hvað olli þessari töf um leið og vörðurinn steig niður til þess að tala við sir Richard. Pen klemmd milli feita bóndans og konunnar, óttaðist það að nú hefði lögreglumaðurinn náð henni. Hún heyrði rödd varðarins segja:„Og ef mig grunaði þetta ekki um leið og ég leit hann augum i Kingswood!” og það sefaði ótta hennar síður en svo. Hún sneri fölu andlitinu í átt til dyranna um leið og þær voru opnaðar og þrepin látin niður. Á næsta augnabliki fyllti líkami sir Richards upp í dyrnar og Pen sem fyrst roðnaði en hvítnaði síðan, gat aðeins stamaðuppeinuorði: „Nei!" „Ah!" sagði sir Richard reiðilega. „Svo þarna ertu! Út með þig ungi vinur.” „Aldrei hef ég nú!” sagði konan við hliðina á Pen. „Hvað hefur hann svo sem gert af sér, herra?" „Strokið úr skóla," svaraði sir Richard án þess að hika. „Ég hef ekki gert það. Það er ekki satt!” stamaði Pen. „Ég fer ekki með þér, ég geri þaðekki!” Sir Richard teygði sig inn i vagninn. greip um hönd hennar og sagði: „Ekki það nei? Þú vogar þér að setja þig á móti mér, þú — krakki.” „Rólega nú, herra minn,” sagði góðlátlegur maður úti í homi. „Ég veit ekki hvort ég hef áður verið eins hrifinn af nokkrum dreng og það er engin ástæða til þess að beita valdi. Margir okkar hefðu viljað strjúka úr skóla hér áður fyrr, ha?” „Nú,” sagði sir Richard hörkulega, „en þér vitið ekki helminginn af því. Yður finnst hann ungur og sakleysis- legur, en ég gæti sagt yður sögur af spillingu hans, sem myndu hneyksla yður.” „Hvemig vogar þú þér?” sagði Pen án allrar virðingar. „Það er ekki satt, þaðerþaðekki!" Farþegarnir í vagninum höfðu nú skipst í tvo hópa. Margir sögðu að þá hefði grunað unga þrjótinn frá upphafi um að vera strokumaður, en fylgjendur Pen kröfðust þess að fá að vita hver sir Richard væri og hvaða rétt hann hefði til þess að draga Pen út úr vagninum. „Allan rétt,” svaraði sir Richard. „Ég er lögráðamaður hans. Reyndar er hann systursonurminn.” „Ég er það ekki,” sagði Pen. Augu hans horfðu inn í hennar, með svo mikilli kímni að henni fannst hjarta sitt taka kipp. „Ertu það ekki?” sagði hann. „Nú, ef þú ert það ekki, hvaðertu þá?” Henni svelgdist á: „Richard .... svik- arinn þinn.” Jafnvel góðlega manninum í horninu fannst að spurning sir Richards krefðist svars. Pen leit hjálparvana i kringum sig en sá ekkert nema augnaráð, annað hvort fjandsamleg eða spyrjandi. Hún leit á sir Richard. „Jæja,” sagði sir Richard óbilgjarn. „Ert þú systursonur minn?” „Já — Nei! Ö, þú ert hræðilegur! Þú myndir ekki voga þér.” „Jú, svo sannarlega,” sagði sir Richard. „Ætlar þú að koma út eða ekki?” Pen starði á sir Richard og las ákveðnina út úr kímnissvip hans. Hún lét sig hafa það að vera reist á fætur og dregin út úr rykugum vagninum. „Þegar þér eruð búnir, herra minn, vilduð þér þá færa vagninn yðar,” sagði ökumaðurinn hæðnislega. „Richard, ég get ekki farið aftur,” sagði Pen áköf með lágri röddu. „Lögreglumaðurinn tók mig í Bristol og mér rétt tókst að sleppa!” „Það var þá það sem Cedric hefur verið að reyna að segja mér!” sagði sir Richard um leið og hann gekk til hest- anna og teymdi þá út í vegarkantinn. „Svo þú varst handtekin? Þetta hefur verið mikið ævintýri fyrir þig, vina min.” „Og ég skildi farangurinn minn eftir. Það þýðir ekkert fyrir þig að draga mig með þér, þvi ég vil ekki fara. Ég fer ekki!” „Hvers vegna ekki?” spurði sir Richard og leit beint framan i hana. Hún gat ekki komið upp orði. Það var eitthvað i svip sir Richards, sem kom blóðinu til þess að streyma í kinnar hennar aftur og henni fannst sem allur heimurinn snerist i kringum hana. Á bak við hana klifraði vörðurinn aftur upp á vagninn eftir að hafa látið þrepin niður og lokað hurðinni. Vagninn hélt af stað. Pen veitti því enga athygli þó að hjólin snertu hana næstum. „Richard, þú vilt mig ekki! Þú getur ekki viljað mig,” sagði hún óörugg. „Elskan mín,” sagði hann. „Litla heimska ástin min.” Vagninn hélt áfram niður veginn. Þegar hann kom að næstu beygju, litu þakfarþegarnir við til þess að sjá hvað þessir einkennilegu væru að gera. Þá urðu þeir fyrir áfalli sem varð til þess að einn þeirra missti næstum jafnvægið. Gullinhærði unglingurinn var þétt vafinn örmum glaumgosans og kysstur vægðarlaust. „Guð hjálpi okkur! Hvað er að gerast?” stundi farþeginn og settist aftur í sæti sitt. „Þvilíkt hef ég nú aldrei séð! „Richard, Richard, þau sjá okkur frá vagninum!” hrópaði Pen milli tára og hláturs. „Leyfum þeim að sjá,” sagði glaumgosinn. ENDIR. Þetta eru nýju spaghetti-pottarnir, sem voru að koma! NANCI HELGASON ^ í ELDHÚSINU Laukur 6 það til afl mýkjast og spíra, en ráfl er til vifl þvi: Vefjifl hverjum lauk fyrir sig inn i ólpappír, og þeir haldast lengur þéttir og stinnir. Ef þið hafifl flysjafl of margar kartöf lur, skulufl þifl geyma þœr i köldu vatni, sem fóeinum drop- um af ediki hefur verifl bœtt út i. Þœr eiga afl geymast þannig óskemmdar i 3-4 daga i isskóp. Hvitlauksgeirar eiga aldrei afl þoma upp, ef þifl geymifl þó f mataroliu. Þegar búið er afl nota hvftiaukinn, er hœgt afl nota oliuna i salatsósu. Ef þið vefjið klút, vœttum i ediki, utan um ostbita, þó kemur þaði veg fyrir, afl hann þomi. Hellifl aldrei mjólk úr könnu efla glasi aftur f femu. Mjólk, sem nófl hefur stofuhita, getur skemmt kaldari mjólkina. Ís f pökkum, sem tekifl hefur verifl af og lótinn aftur inn i frysti, fær stundum ó sig hóHgerfla skum, sem ekki er til bóta. Til afl koma í veg fyrir þafl, er ógœtt að pakka fsnum inn f ólpappir og loka pakkanum vel. Ósoflifl reykt kjöt geymist vel og lengi, ef þafl er vafifl inn i hreinan klút, sem vættur hefur verifl í ediki og undinn rækilega, og sfflan ó afl pakka öllu saman inn f ólpappfr, óflur en þafl er sett inn i ísskópinn. Þegar bananamir em ó mörk- um þess afl skemmast, er rófl afl merja þó og frysta sfflan til siðari notkunar. Ef brauflið hefur elst og harðnað i brauflskúffunni, skulufl þifl lóta renna yfir þafl volgt vatn i nokkrar sekúndur, pakka því sfðan inn f ólpappir og lóta þafl f heitan ofn f svo sem fimmtón mfnútur. Þó verflur það aftur mjúkt eins og nýbakafl brauð. Grænmeti helst bptur ferskt i grænmetisskúffunni i isskópn- um, ef skúffan er fóflrufl mefl eldhúspappfr. Pappfrinn dregur í sig óþarfan raka fró grænmetinu. Soflið vfn mó geyma mefl þvf afl bæta út i þafl fóeinum dropum af otifuolfu. Ef þið þurfifl afl geyma flysjuð epli, setjifl þau þó f skól mefl létt- söltu vatni efla vatni, sem sftrónusafa hefur verifl bætt út i, svo að þau fói ekki ó sig brúnan IH. Geymifl heilar sftrónur í þétt lokaðri kmkku mefl vatni i f fsskópnum, og þær verfla enn safarikari en þegar þær upphaflega vom keyptar. Skerifl alltaf kólifl fró grænmetinu (gulrótum, rófum o.s.frv.), óflur en þifl setjifl þafl til geymslu. 48 Vikan 13. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.