Vikan


Vikan - 29.03.1979, Blaðsíða 50

Vikan - 29.03.1979, Blaðsíða 50
SÁLFARIR Gat þaö verið aö hún liði um í loftinu eins og henni fannst? Eöa var hún dáin og komin til himna? Hin fjórtán ára Mai y Sharp vissi aö [tetta var ekki dauðinn eins og hún skildi hann. Hún hlaut því að vera á lífi. En ef svo var þá var sannarlega eitthvað afarfurðulegt að gerast. Hugur hennar var með fullri vitund á ferða- lagi utan líkamans sem lá kyrrlátur á rúminu í herberginu hennar. Alllöngu síðar lýsti Mary þessu með þessum orðum: „Fyrst fannst mér að ég liði afturábak og hvildi á þessum yndisfögru bláu skýjum sem ég sá alls staðar í kringum mig. Og á þeim sveif ég svo sífellt hærra og hærra!” Satt að segja var hún að dauða komin. Þetta var í júlímánuði 1903 þegar þessi kona í Stillwater i Minnesota í Bandaríkjunum var unglingur. Hún hafði fallið í dá fyrir nokkrum mínútum. Næst þótti henni hún svífa á þessum bláu skýjum sem smám saman urðu ljósrauð á lit. Að lokum var hún algjörlega böðuð gylltu Ijósi. Þá gerðist það að maður nokkur birtist við hlið hennar. „Ég sá andlit hans og hár,” sagði hún siðar, „en það var ljósbrúnt með svolitlum gullnum lit hér og hvar.” Hún minnist þess ekki að hann hafi talað við hana en með einhverjum hætti gat hún numið( hvert nafn hans væri. Það var Edwin Emeny. Þá vatt Mary til höfðinu og horfði til baka yfir hægri öxl sér á herbergið sem hún hafði yfirgefið. Það birtist henni eins og í minni mynd langt fyrir neðan hana. Þó gat hún séð allt herbergið i einstökum atrið- um. Hún tók eftir því að nú virtist búið að snúa likama hennar við í rúminu. Siðar var henni sagt að eftir að hún féll í þetta ómegin eða dá hefði henni verið snúið við og höfði hennar komið fyrir við fóta- gafl rúmsins svo hún fengi svalan andvara frá glugganum. Mary gat séð móður sina standa við rúmið ásamt annarri konu og ókunnum manni (En þetta voru kvíðafullir læknarnir sem önnuðust hana dr. Cora Emeny, fjölskyldulæknirinn, og dr. Henry Fullerton sem kvaddur hafði verið til hjálpar). örvænting móður Mary vegna ástands hennar virðist hafa dregið hana til baka og hún sneri nú aftur úr sinni skýjaparadis, en siðar sagði hún: „Þegar ég kom til líkama míns aftur og fór í hann fannst mér ég ekki hitta alveg rétt á hann með öxlunum og lagaði þær til eins og þegar maður er að koma sér í kápu.” Þessi axlahreyfing var fyrsta lífsmarkið, sem hún hafði sýnt um alllangan tíma og móður hennar og læknunum létti mjög við það. Brátt opnaði hún augun og bað um vatnssopa. Að þvi loknu sofnaði hún eðlilegum svefni og uppfrá þvi tók heilsu hennar að fara fram. Nokkrum dögum síðar spurði Mary Sharpe Coru Emeny lækni hver Edwin Emeny væri. „Edwin Emeny? Hvar grófstu það nafn upp?” spurði læknirinn undrandi. „Jú, það var nafnið á manninum sem ég sá þarna uppi.” Hún hafði reyndar þegar sagt frá flugi sínu en enginn hafði tekið alltof vel eftir því sem hún sagði. Og Mary bætti við: „Hann var reyndar nauðalíkur þér.” Sástu andlit hans?” „Vissulega. Og hárið á honum hafði einmitt sama blæogþitt hár.” Læknirinn sneri sér nú að móður Mary og var UNDARLEG ATVIK XXII ÆVAR R. KVARAN skjálfrödduð þegar hún sagði: „Bróðir rninn Edwin er búinn að vera látinn í fimmtán ár. Hvernig gat barnið þekkt nafn hans eða vitað hvernig hann leit út? Ég hef aldrei minnst á hann hérna.” Eftir þetta hlustaði fjölskylda Mary Sharpe með meiri athygli á raus hennar um hina undarlegu ferð sem hún hafði farið í meðan hún var veikust. En engu að síður lærði hún að sýna varúð í því að segja frá slík- um hlutum. Þótt þetta undarlega atvik hafi verið henni persónulega mjög mikilvægt komst hún að þvi að ekki voru allir jafnhrifnir af því að heyra sagt frá slíku. Sálfarir þóttu mjög varhugavert mál í þá daga. Héldu sumir satt að segja að hún væri ekki með öllum mjalla. En þeim fækkar að sjálfsögðu með hverju ári sem bregðast við frásögnum af þessu furðulega fyrirbæri með slíkum hætti. Það er reyndar engin furða þótt okkur veitist erfitt að trúa því að manninum sé mögu- legt að hverfa úr líkama sínum og lifa utan hans með fullri vitund. Hér er því um ótviræðar sálfarir að ræða. En í þeim sannkallaða heimi undranna sem við lifum i dag erum við orðin ýmsu vön. Atómið hefur verið klofið og eðlisfræðingarnir sem mest um það vita hafa sagt okkur að eigin líkamar okkar, eins og allt annað efni, séu næstum eingöngu samansettir af tómu rúmi! Og ef við getum ekki trúað vísinda- mönnum okkar, hverjum eigum við þá að trúa? Þetta hefur leitt til þess að fólki er farið að vera ljóst að i rauninni gerast fyrirbæri í sífellu þótt ekki sé hægt að útskýra þau samkvæmt núverandi þekkingu okkar á náttúrulögmálunum. Og ég get ekki séð að við þurfum sérstaklega að skammast okkar fyrir það þótt mannkynið eigi margt ólært i þeim efnum. Ég held að við getum komið okkur saman um að það sem hér að framan hefur verið lýst hjá ungu stúlkunni Mary Sharpe hafi verið það sem á íslensku er kallað sálfarir. En nú kann einhver lesandi að segja sem svo; „Jú, víst er þetta merkilegt allt saman en aldrei hef ég nú heyrt getið um neinn sem hefur lent í þessu.” Ég skil það vel. En þú gerir þér ekki grein fyrir því, að þetta kann iðulega að hafa hent þig sjálfan (sjálfa) í svefni! Munurinn er aðeins sá að þú manst þaðekki. Sjálfur á ég hins vegar vin sem þetta hefur hent oftar en einu sinni og hann man fyllilega hvað kemur fyrir hann. Hann býr hér í Reykjavik og á hér heimili. Þetta var það sem kom fyrir hann eitt sinn: Hann lá í rúmi sínu og hafði lesið um stund. Síðan lagði hann frá sér bókina og lét aftur augun. Þá varð hann þess allt í einu var að einhver vera stóð við hvílu hans og gerði honum skiljanlegt að hann ætti að fylgja henni. Það skipti engum togum að hann, það er að segja hans eigið sjálf, stóð fyrir aftan hviluna og horfði á sjálfan sig og konu sína í rúminu. Vinur minn og þessi vera tóku nú á rás út úr húsinu, i gegnum veggi þess og stefndu í suðurátt frá Reykjavík. 1 vitund hans kom nafnið Londnn og hann vissi samstundis að þangað var ferðinni heitið. Fátt eitt er honum minnisstætt á leiðinni til Bretlands þangað til hann eygði bjarmann upp af Lundúnaborg. Stefna þeirra ferðafélaganna virtist hnitmiðuð og hraðinn mikill. Allt í einu beindist athygli hans að stóru húsi. Þeir héldu að kjallaradyrum hússins og inn í gegnum þær lokaðar, inn eftir illa lýstum gangi sem lá til vinstri handar. Þar komu þeir að öðrum dyrum og fóru sem fyrr í gegnum hurðina og gengu niður fáar tröppur. Þar sá hann saman komnar sjö manneskjur. Athygli hans beindist öll að einum karlmanni sér staklega sem sat í stórum hægindastól og var á skyrt- unni fráhnepptri. Aðrir sem þarna voru viðstaddir sátu í hring út frá manninum. Þarna var lítil birta og allir voru hljóðir. Snögglega byrjaði eitthvað hvítt að streyma út úr manninum sem í hægindastólnum sat og flæddi þessi hvita froða fram á mitt gólf i hringnum. Þegar froðan hætti að renna tók hún að hlaðast upp þangað til hún var komin í 5-6 feta hæð. Þá fór vinur minn að greina karlmannsandlit efst í henni sem skýrðist æ betur þangað til hann sá glöggt alla andlitsdrætti. Þvi næst heyrði hann karlmannsrödd sem honum virtist koma frá þessu andliti. Hún sagði: „Þekkir þú Harald Bjömsson, leikara?” Hann svaraði þvi að hann væri honum málkunnugur. Aftur tók röddin til máls og sagði: „Mig langar til að biðja þig að skila fyrir mig til Haralds, sem er bróðir minn, að Guðmundur sé til ennþá og skaltu nú taka vel eftir.” Tók vinur minn þá sérstaklega eftir all- stóru nefi með áberandi sítt miðsnesi. Teygði þessi vera því næst fram vinstri hönd út úr hvitu froðunni og sýndi honum hring á hendinni. Aftur sneri hún að 50 Vikan 13. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.