Vikan


Vikan - 29.03.1979, Blaðsíða 19

Vikan - 29.03.1979, Blaðsíða 19
ballettskóla Rogers fjölskyldunnar á sumrin. Flestir nemendur Waynes voru börn fólks sem lét sér nægja að fara til norðausturhluta fylkisins um helg- ar. En fjölskyldurnar i Nichols Hills fóru til Minnesota eða Michigan. Fernbacher fjölskyldan átti hús í Michigan en Ken Fernbacher var kominn aftur til borgar- innar. Olían og arabamir sagði hann við Wayne. Hann var farinn að leggja það í vana sinn að lita við hjá Wayne þegar siðustu kennslustundinni var að Ijúka til að deila með honum einum bjór. Yfirleitt minntist hann á hvort þeir ættu ekki að skreppa í bæinn til að fá sér að borða og kannski kíkja á einn skemmti- stað í leiðinni. Hann vissi að Wayne hlaut að vera einmana, sagði hann. Wayne þakkaði honum boðið en sagði að Janina væri búin að elda og biði eftir honum og hann vildi ekki að hún sæti ein (hann nefndi ekki að um leið og búið var að þvo diskana, þá var hún rokin af stað með vinum sínum). Hann vissi reyndar ofur vel hvað það var sem Ken var að leiða getur að. En það fór alltaf í taugarnar á honum að al- menningur áleit það Iíklegast að allir karldansarar væru öfugir jafnvel þó hann vissi að svo var oft. Mest af öllu fóru samt I taugarnar á honum menn eins og Ken Fernbacher sem aldrei gátu horfst í augu við eða viðurkennt kyn- ferðislegar kenndir hverjar sem þær voru. Þeir voru laumulegir i staðinn fyrir að tala opinskátt um hlutina; Ken talaði utan að hlutunum í stað þess að spyrja beint. ibúar Oklahoma lásu um afbrigðileg kynferðismál og jafnvel ræddu þau eins og það væri eitthvað sem einungis fyndist í New York eða Kaliforníu. Þegar Wayne fór að heiman sem ungur maður höfðu þeir þekkt þetta allt og þeir voru enn að og myndu verða áfram. En þá sem nú létust allir vera lausir við allt slíkt nema þegar þeir voru drukknir; eða þegar mennirnir voru einir og eiginkonurnar einhvers staðar viðs fjarri. Þá hét það líka að slíkt væri skárra en að leita á einhverja gleðikonu eða eiginkonu einhvers vinarins sem myndi svo bara kjafta frá öllu seinna meir. Kannski voru konurnar, sem alltaf voru að skipta um vinkonur og sem ekkert vissu hvernig þær áttu að láta eftirmiðdagana líða, opinskárri; þær þurftu kannski ekki að þykjast vera drukknar — eða hvers vegna fóru þær alltaf tvær og tvær saman á klósettið? Hvað ætli væri sagt ef karlmenn höguðu sér þannig? Ken Fernbacher var enn við sama heygarðshornið án þess þó að gerast of ákafur. Hann var ákaflega öruggur með sig eins og svo títt er með ríka menn auk þess sem hann vissi vel að hann var glæsilegur í útliti. Málrómur hans var þægilegur og allt að því letilegur, hann var hávaxinn og grannur og töfrar hans voru annað og meira en brosið sem sýndi mjallahvitar tennurnar í sól- brenndu andlitinu. Hann var laginn við að laða það besta fram í fólki en það var líka augljóst að hann var I eðli sínu fé- lagslyndur. „Það er skritið hvað mér finnst þægi- legt að tala við þig,” sagði hann við Wayne er þeir sátu að sumbli heima hjá Fernbacher. Það var laugardagskvöld og Wayne hafði ekki haft fleiri afsakanir á taktein- unum. Auk þess var Fernbacher fjöl- skyldan ein af ríkustu fjölskyldum í Nichols Hills og ríkisbubbarnir i Nichols Hills voru ákaflega mikilvægur liður í lífsstriti Waynes. Þetta taldi hann sjálfum sér trú um og það var líka satt. En sannleikurinn var líka sá að hann fann hjá sér æsandi tilhlökkun sem hann hafði ekki fundið fyrir í mörg ár. „Það er auðveldara fyrir mig að ræða við þig um suma hluti en konuna mina,” sagði Ken. „Hvernig getur það verið?” „O, stundum er auðveldara að tala við ókunnuga.” „Heyrðu mig nú. Það er nú ekki eins og þú sért neinn ókunnugur. Þó ég vildi óska að svo væri.” „Hvers vegna?” Ken leit upp og það mátti lesa ákafa löngun úr svip hans. „Því þá myndi ég ekki bera þær tilfinningar til þin sem ég geri,” sagði hann blátt áfram. „Og segðu ekki að þú vitir ekki hverjar þær eru því það gerir þú. Og þú finnur þetta sjálfur.” Þeir sátu í leðurstólum, sitt hvorum megin við langt sófaborð. „Mér finnst eins og ég sé búinn að drekka einum of mikið," sagði Wayne og lagði frá sérglasið. „Við skulum fá okkur sundsprett.” Wayne gat séð glampa á vatnið í sundlauginni rétt fyrir utan opnanlegu gluggana. Hann langaði til að synda; hann langaði til að finna svalt vatnið umlykja nakinn líkama sinn; einhver hluti af honum þráði jafnvel það sem hann vissi að myndi ske í lauginni og á eftir. Siðan hann hafði gifst Deedee hafði hann ekki verið með neinum karl- manni. En ef hann félli fyrir Ken Fern- bacher í kvöld myndu aðrir koma á eftir. Og þá væri hann búinn að vera. Hann leit á úrið sitt og stóð á fætur. „Ég vildi gjarnan fá mér sundsprett en ég verð að ná í Janinu,” laug hann og fór fullur af sektarkennd. Hann hafði að vissu leyti kynt undir Ken og enn einu sinni fann hann að hann var ekki minni hræsnari en hver annar. Þetta var búið að angra hann aftur og aftur árum saman — því það var ekki nóg með að hann hafði aldrei gert hreint fyrir sínum dyrum við Deedee, hann hafði aldrei svo mikið sem minnst á þetta. Ekki einu sinni. Hann hafði alltaf skammast sin of mikið og gerði enn. Þetta var orðinn eins og nokkurs konar þagnarmúr á milli þeirra. Ef hún væri hérna núna myndi hann tala við hana og segja henni frá þessu. Hann saknaði hennar alveg hræðilega, hann var ennþá meira einmana heldur en hann hafði haldið að hann yrði. 1 tuttugu ár hafði hann heldur ekki verið með neinni annarri konu en Deedee. Ekki af því að þau væru alltaf saman heldur vegna þess að hann hafði aldrei þráð neina aðra nema eitt eða tvö augnablik. Þegar honum hafði hlotnast það sem hann þráði mest — og fyrir honum var það Deedee — þá var hann fullkomlega ánægður. Hann hafði enga þörf fyrir sigra og enga löngun til að særa aðra. Hann var að því leyti ekki kröfuharður. En hann var dansari, hafði næmt auga fyrir vaxtarlagi og auk þess hafði heimboð Ken Fernbachers vakið kyn- hvöt hans og gert hann enn meira ein- mana. Hvatir hans beindust þó ekki að Ken, því slíkt þorði hann ekki, heldur að Donnu Michaels sem sótti hjá honum sumartíma fyrir fullorðna. í raun réttri voru þetta eins konar æfingatímar fyrir konur, sem áttu það flestar sameiginlegt að vera ekki lengur kornungar, vera helst til feitar og dálítið ráðvilltar. Donna var reyndar ekkert unglamb en hún var Ijóshærð, mjög íturvaxin og alls ekkert ráðvillt en hún keðjureykti. Hún var hungruð og hún ætlaði sér Wayne. Hún var nógu kæn til að láta það berlega í Ijós án þess þó að nokkur tæki eftir því. Hún var líka þolinmóð enda þótt hún væri þess greinilega full- viss að fyrr eða síðar fengi hún hann. Hann var líka hræddur um að svo færi. Þar sem hann var frá Oklahoma fann hann til sektar fyrirfram. í örvæntingu sinni sagði hann henni að hún gæti ekki verið áfram i tímunum ef hún héldi áfram að reykja inni í kennslusalnum. Hún kinkaði kolli og fékk sér smá pásur til að reykja i skrifstofunni þar sem Janina hafði nú tekið við bókhaldi Deedee. Emilía fór hjá sér þegar hún fann að geirvörtur hennar stóðu stífar út i þunn- an æfingabúninginn. Hún þvingaði sjálfa sig til að horfa þangað sem hún átti að horfa: í spegilinn þar sem Sevilla, Carolyn og hún sjálf spegluðust en allar voru þær að æfa saman atriðið úr ball- ettinum um Rómeó og Júliu eftir MacMillan. Allar gerðu þær eins nema Sevilla en hún reykti og blaðraði við Yuri, hennar Rómeó, eins og hún var vön. Hún átti það jafnvel til að raula fyrir munni sér meðan hún var á svið- inu, það hjálpaði henni og mótdansarar hennar urðu bara að láta sér það lynda. Þótt Sevilla væri að verða of gömul fyrir Júlíu hafði ballettinn verið upp- færður sérstaklega til að gera henni til geðs. Hún hafði dansað þetta hlutverk við miklar vinsældir í Covent Garden. Carolyn, sem einungis átti að dansa þetta hlutverk nokkur fyrirfram ákveðin kvöld, dansaði á móti nýjum dansara sem sérstaklega hafði verið fenginn sem gestadansari til aö gera henni aftur á móti til geðs. Hann hét Francisco Mor- ales og var á svipuðum aldri og Yuri; hann hafði undraverða tækni og var einna helst eins og leikari úr þöglu Mikhail Baryshnikov laikur sitt fyrsta kvikmyndahlutverk sem Yuri. myndunum en — til mikils léttis fyrir Adelaide og Michael — hann var miklu hærri en Carolyn, meira að segja þegar hún stóðá tánum. Emilía, sú eina þeirra þriggja sem var nógu ung til að dansa Júliu, átti einungis að vera til taks ef hinar yrðu fyrir ein- hverju óhappi, veiktust eða ef skapið hlypi með þær í gönur. Mótdansari hennar, hennar Rómeó, var Clark Schafer dansari sem ekki var síður efni- legur en hún. Hann var yngri en Yuri, Ijóshærðari en Yuri, hann var laglegri og betur vaxinn en Yuri og hann var alltaf i hvítum æfingabúningum og með litla hvíta húfu sem hann hafði sjálfur prjónað. Allir i hópnum sögðu að hann væri réttu megin kynferðislega — og þau hlutu að vita það alveg eins og þau höfðu gert þegar Deedee og Wayne voru i hópnum — en Emilía lét sér fátt um finnast, það skipti engu máti fyrir Emilíu þvi þó henni þætti ágætt að dansa á móti Clark þá var það Yuri sem hún sá í hvert skipti sem hún leit á hann. Allan tímann sem þau höfðu verið að æfa hafði hún verið að dansa við Yuri. Hún hafði leitað að augum hans í spegl- inum, örmum hans — þröngar sokka- buxur hans leyndu engu. Hann var hennar Rómeó, hún var hans Júlia, hún hefði gert hvað sem var fyrir hann. öll pörin þrjú stóðu nú og studdu hvort annað í sams konar jafnvægi. Sevilla sneri höfðinu i átt að speglinum til að sjá hvort staða hennar væri ekki fullkomin og blés um leið sígarettu- reyknum framan i Yuri. Hann sneri til höfðinu og sá Emilíu, sá hvað augu hennar gáfu til kynna. Hann brosti svo- lítið og hún roðnaði. Um leið og þau héldu áfram dansinum varð hann að hennar Rómeó i speglinum, hann dans- aði við hana eins og hann vildi ná i hana og fá hana. Og hún skildi hann. Framhald í næsta blaði. 13. tbl. Vikan 19 L J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.