Vikan - 29.03.1979, Blaðsíða 10
í nútíma þjóðfélagi, þar sem flokkun
manna hefst strax við fæðingu, kynnist
venjulegur maður langdvalarsjúklingum
ekki neitt. Við verðum í hans augum öðru
vísi, annar þjóðflokkur. Þetta viðhorf
þyrfti að breytast. í raun og veru er enginn
munur þar á, við höfum sömu langanir,
þrár, þarfir og meira að segja framtíðar-
áætlanir. Við erum engir hornpúkar eða
rolur, sem ekkert geta vonað, heldur erum
eins og allir aðrir og þyrftum helst að hafa
sömu möguleika til að ná því marki, sem
við æskjum helst.
Þar að auki erum við ekkert öðru vísi en
annað fólk hvað það varðar, að okkur
langar að eiga eigið heimili, sitja i eigin stól,
elda mat í eigin eldhúsi og geta boðið heim
kunningjum, þegar okkur hentar. Eitt
herbergi, eða horn i herbergi með fjölda
annarra, getur seint orðið notalegt
umhverfi. Húsgögn þau, sem hælin hafa til
umráða, eru ekki hugsuð sem slík, heldur
miklu fremur sjúkrahússjónarmið, sem þar
ráða við val og hönnun. Hér á Reykjalundi
hef ég verið það lengi, að ef til vill hefur
fólk verið mér betra en almennt gerist. Nú
á ég sér herbergi, sem mér í sjálfu sér þykir
mjög vænt um. Það sæmir mér ekki að
kvarta, ef hugsað er til þess, að hér eru
dæmi þess, að jafnvel séu þrír saman á
herbergi, og geta má nærri, hvort venju-
legur heilbrigður maður, sem er úti í lífinu,
sætti sig við slíkt til langframa. Meira að
segja langdvalarsjúklingar hljóta að hafa
rétt á einkalífi eins og annað fólk.”
Áður var ég bara Brynja, nú er
ég blinda stúlkan
„Eftir að ég missti sjónina hef ég orðið
vör við feimni hjá örfáum, en flestir virðast
taka mér eins og áður. Nú geta allir læðst
framhjá manni, án þess að segja orð, svo nú
finn ég ef til vill betur, hvað að mér snýr.
Kunningjarnir flokkast niður í þá, sem vilja
hafa af manni afskipti, og svo þá, sem ekki
eru eins sannir vinir. Ef til vill heldur fólk
líka, að ég hafi breyst við þetta.
Þegar maður er orðinn blindur, tekur
maður meira eftir hinum raunverulega
innri manni, því önnur atriði, sem trufla,
svo sem ytra útlit, verður marklaust. Allt,
sem viðmælandinn segir, kemst til skila, og
skyndilega gerir maður sér ef til vill ljóst, að
manneskja, sem maður áður gjörþekkti,
segir aldrei neitt af viti og allt hennar tal í
lífinu aðeins marklaust hjal. Það eru
ótrúlega margir, sem hugsa aðeins um ytra
útlit, skrokkinn á sér, klæðnað og annað
því skylt, og það sem raunverulega skiptir
máli í lífinu er stórlega vanrækt.
í raun og veru hefur þessi sjúkdómur
minn verið að þróast í þá átt sem nú er í
mörg ár og ég því fengið talsverðan aðlög-
unartíma. Fyrst missti ég annað augað í
slysi. Það var ekki tekið úr fyrr en ári eftir
slysið, því verið var að reyna að halda i
„Ég skrífast á vifl fólk bœfli 6 íslandi og eriendis
mefl þvi afl nota snældur. Nú þarf óg afl svara
mörgum snældum, sem hafa hlaðist
upp undanfarið."
það. En þetta olli mér næstum stöðugum
kvölum og því var ég mjög fegin að losna
að lokum við það. Fyrst þegar ég kom heim
með gerviaugað, sem var sett í staðinn, var
ég búin að steingleyma, hvernig átti að
setja það í aftur eftir skolun. Mér tókst það
engan veginn, var búin að reyna að hafa
það rangeygt, út á hlið og að lokum lenti öll
fjölskyldan í þvi að reyna að hjálpa mér.
Þetta var orðið hin hlægilegasta gestaþraut,
þegar ég loksins fann lagið. Nú finnst mér
allt í lagi að hafa gerviauga, finnst bara
stórkostlegt, að það skuli vera mögulegt.
Enda er þetta listasmíð, fylgir öllum
hreyfingum, þannig að það virðist mjög
eðlilegt.
Eftir að sjónin tók svo að daprast á því
síðara og ég hafði farið í fyrri uppskurðinn í
Englandi fór ég að gera framtíðaráætlanir í
því sambandi.”
Hár þyrfti afl vera völ á góflum hjálpartækjum
fyrir blinda. Þetta er til dæmis kúla mefl tveimur
þráðtsn, misiöngæn. Kúiuna er auflveit afl setja á
bollabarm og þá gefur hún frá sár væl, þegar
bollinn er fullur. Kúluna keypti ég í Englandi,
ásamt blindraúrinu, vekjaraklukku fyrir blinda og
flesu. í Engiandi eru vakostir á þessu svifli óikt
meiri og varla mikifl átak að gera eitthvafl slíkt
hér heima.
Undirbjó ferðina inn í myrkrið
„Eftir ráðleggingum blindraráðgjafa fór
ég á blindraskóla, þegar ég hafði næstum
alveg misst sjónina. Áður en ég fór lærði
ég blindrastafróf og vélritun hér heima og
undirbjó mig sem best undir ferðina löngu
inn í myrkrið. Svo fór ég á blindraskólann,
sem er þriggja mánaða skóli í Englandi.
Hann er einstakur í sinni röð í heiminum,
held ég. Skóli þessi er sárstaklega ætlaður
fólki, sem svipað er ástatt um og var með
mig sjálfa, það er að missa sjónina smátt og
smátt. Þetta er eins konar endurhæfing
fyrir fólk til þess að það geti farið út i lífið
aftur og orðið fullgilt á vinnumarkaðnum.
lOVikan 13. tbl.