Vikan


Vikan - 29.03.1979, Blaðsíða 26

Vikan - 29.03.1979, Blaðsíða 26
Honum fannst dimmt í anddyrinu þegar hann kom út úr björtu svefn- herberginu. Það lýsti aðeins á litlum lampa yfir símaborðinu. Læknirinn hafði tekið upp simtólið þegar hann tók eftir konunni. Hún stóð eins og þegar hann yfirgaf hana fyrir stundu og hallaði sér upp að bókaskápnum. Rauður kjóllinn var ósiðlega þröngur. Dökkt hárið var úfið og hann sá að hún hafði grátið. Þvi hikaði hann með símtólið í höndunum? Hún hreyfði sig aðeins til, riðaði og hann lagði tólið aftur á og hljóp til hennar. — Nei, nei, sagði hún, — allt í lagi, ég bjarga mér. Hann lagði handlegginn um mitti hennar, honum var ekki ljóst hvort leiddi hitt uppstigann. Húsið vitnaði um auðæfi en það var vistlegt og stofurnar heimilislegar. íburðurinn var ekki óþægilegur. Það var ennþá glóð í arninum. Konan laut fram og kastaði nokkrum stórum viðarbútum á eldinn og blés í glæðurnar. Þegar hún reisti sig upp var andlitið svipbrigða- laust, það sáust engin tár eða merki sorgar eða angistar. Rödd hennar var eilítið hás þegar hún spurði: — Má bjóða yður eitthvað að drekka? — Já, þökk fyrir, svaraði læknirinn þó hann hefði átt að segja nei, fara frá henni og hringja. Hún blandaði drykkinn handa honum af natni, bjó sér líka drykk, fyllti glas sitt upp að börmum. Hún dró andann djúpt. — Ó, guð, sagði hún stilltri röddu. — Ég vissi ekki að það yrði svona sárt. Orðin lágu í loftinu og eins og til að breiða yfir þau sagði hún við sjálfa sig fremur en hann: — Það er spurning um aðelska nóg. Hann fann til meðaumkunar með henni og var argur sjálfum sér. Hann litaðist um í stofunni, sá dýru persnesku teppin, verðmætu málverkin og sagði svogegn vilja sínum: — Þér verðið mjög rikar. — Já, og ég hefi verið mjög fátæk. Þar sem hún stóð og hallaði sér upp að arninum líktist hún þeirri drós sem hún hafði verið, það var eitthvað litil- fjörlegt við hana. — Segið það bara, sagði hún,... að ég hafi gert það fyrir peningana. Allt fyrir þá, allan timann. — Gerðuð þér það? — Það halda allir. Fólk hugsar ekki um annað en peninga. — Því gerðuö þér það þá? — Og þér spyrjið svo, læknirinn sjálfur. Þér ættuð heldur að segja .... nei, þér ættuð ekkert að segja. Farið bara niður og hringið. E N hann fór hvergi, kannski var það af því að hún sagði þetta svo stillilega, án fjandsemi. Hún lék sér með glasið sem hún hafði tæmt, sneri því hring eftir hring. — Það var eins og ævintýri, sagði Smásaga Þýð.: Svanhildur Halldórsdóttír Sönn ást Eftir Yigdis Stokkelien hún. — Og enginn trúir á ævintýri í dag. Hvernig við hittumst, skiptir það nokkru máli? Jú, að visu, þér vitið það jafnvel og allir aðrir hér í bænum að hann sótti mig á Reeperbahn. Það er satt. Á einn af skuggalegustu börunum þarna niðurfrá. Það var ekkert rómantískt við það. Hvernig ég hafnaði þar? Vegna þess að það er svo niðurlægjandi að vera krýnd fegurðardrottning, fara að heiman til að sigra heiminn og snúa aftur án þess að hafa tekist það. Það er gamla sagan. Maður skrifar heim, segir að allt gangi I haginn. Hvað ég gerði á barnum? Hvað gerir stúlka á slíkum bar? En honum stóðá sama þó hann fyndi mig þar. Hún horfði beint í augu læknisins. falleg föt, þó ótrúlegt sé af fegurðar- drottningu að vera. Og þarna í Frakklandi gerðist nokkuð merkilegt. Hann uppgötvaði nýja stúlku, það er að segja, hann fann mig. Stúlku sem gat sagt — Það er satt sem þið haldið, hann sótti mig í ræsið og skammast sin ekki fyrir það. Mig langar til að þér skiljið þetta. Hann gaf mér reisn á ný, gleðina, drauminn. Og þá var ég líklega ekki ástfangin af honum. Ég held að það hafi skeð I Englandi. Við giftum okkur þar. Kvöld nokkurt fórum við inn á bjórkrá. Þetta var i óvirðulegu hverfi, og ég hefði haldið að Eitthvað í augnaráði hennar minnti hann á augnaráð annarrar manneskju fyrir löngu. Hann var snortinn. Hann langaði til að teygja fram hendurnar, þrýsta hvítar hendur hennar, vagga henni eins og litlu barni. — En yður stendur ekki á sama, hefi ég ekki rétt fyrir mér? — Mér kemur það ekki við. — O, jú, jú, yður kemur það við og nágrönnum okkar, já, öllum bænum. Og þeir slá því upp i blöðunum núna. Mín vegna gerir það ekkert til. Þér skulið ekki halda að ég hafi ekki hugsað út í það. Ég hefi spurt mig hvort ég ætti nóga elsku. Og svo er það Anna litla. Hún kinkaði kolli i átt til hliðardyranna. — Hún er sofandi. Hann hafði gleymt litlu stúlkunni. Það skipti svo sem engu máli. Hann varð að gera skyldur sínar. Skyldur? Hvað i fjandanum eru skyldur? Læknirinn hafði sagt það upphátt. Hún brosti dauft og endurtók. — Já, skyldur, hvað eru skyldur? H ANN fór með mig frá Reeperbahn til Frakklands, sagði hún litlu síðar. — Og við keyptum föt. Hann keypti handa mér ótrúlegustu hluti, rauða kjóla og minkakápur. Ég hefi aldrei hirt um hann teldi slíkan stað varla virðingu sinni samboðinn. Hann pantaði gin handa okkur. Svo lék hann á píanó og allir gestimir sungu með okkur, það var svo indælt og gott að vera til. Hann var eins við alla. Hann fyrirleit aðeins þá sem hann sagði „fátæka af ást”. Ég vildi óska að ég gæti lýst honum eins og hann var. Þegar við komum hingað heim, þegar bærinn lokaði dyrum sínum fyrir okkur, hló hann og sagði: — Hvað varðar mig um svona fólk, er þér ekki sama um það? Ég sagði jú, þvi að mér var sama um það. — Veistu, sagði hann þá, . . . að ég elska þig vegna þess að þú hefir séð svo mikið af hinu illa en samt varðveitt þitt rétta eðli. Ég vissi ekki alveg hvað hann átti við. AÐ varð hljótt í stofunni. Hún sat i sófanum við hlið læknisins og allt í einu laut hún höfði. Tárin féllu niður á hvítu fallegu hendurnar. — Ég held að þér ættuð að fara og hringja núna, sagði hún. — Ég veit ekki... — Jú, þér verðið að hringja. Rödd hennar var æst. — Ég var ekki að biðja um miskunn, það var bara svo gott að tala. — Eigið þér foreldra? — Eruð þér að hugsa um barnið? — Hugsuðuð þér ekki um það? — Jú, sagði hún, — ég hugsaði allan tímann um barnið. En ég gat ekki annað. Eigið þér foreldra? endurtók hann. — Þau eiga smájörð fyrir vestan. Það er svo hrjóstrugt þar, þau eru mótuð af umhverfi sínu. Illt er illt, gott er gott. Þau trúa á hefnd guðs. Hverja ánægju- stund verður að endurgjalda með sorg. Kannski er það rétt þannig. Þau geta ekki tekið barnið. Þá myndi hún hata mig í framtíðinni. Hann þorði ekki að spyrja: — Hvað svo? Hvað gerist? Honum kom það ekki við. Skyldur eru skyldur. Hún leit upp og eitthvað í augnaráði hennar minnti hann á löngu liðna tíð, augu annars manns. Hann var snortinn. Hann langaði að rétta fram hendurnar og þrýsta hvitar hendur hennar, vagga henni eins og litlu barni. Svita sló út á andliti hennar og á hálsi. — Endurgjalda, sagði hún, allt verður að endurgjalda. Svo fól hún andlitið í höndum sér, orðin hrutu af vörum hennar hvert um annað, hratt. — Skiljið þér ekki. Ég varð. Varð. Hvernig er hægt að efa það. — Nei, sagði hann. Enginn hefur rétt tilaðsviptamannlifi. Af Af hverju skaut liðnum atburði upp i huga hans, af hverju þurfti hann að minnast þess. Að hann sjálfur... Var það vegna þess sem hann vildi hringja núna, vera löghlýðinn. Virða læknaeiðinn, fylgja reglunum. Vegna þess aðsjálfur hafði hann eitt sinn ... Ekki hugsa um það núna. — Ég ímyndaði mér oft að ég væri knúppur, sagði þessi ókunna kona sem var orðin honum svo nákomin — Reeperbahnknúppur. Hún brosti angur- vær. Líklega var ég það. Og hann lét mig springa út svo ég ljómaði af hamingju yfir að vera til. Kvöldin í kofanum þegar við leiddumst niður að vatninu og þoku- slæðingurinn lék við vatnsflötinn og tók á sig ýmsar myndir. Hönd hans um mína, hlý og sterk, þögnin sem aldrei var þrúgandi, við skildum hvort annað án orða. Kvöldin hér heima framan við arin- inn. Hann hélt utan um barnið okkar. Því varð hann veikur? — Ég vil ekki, sagði hann eitt kvöldið, að þú þurfir að horfa upp á mig þannig. Það er niðurlæging í veikindum, það er 26 Vikan 13. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.