Vikan


Vikan - 29.03.1979, Blaðsíða 12

Vikan - 29.03.1979, Blaðsíða 12
eftir því sem líða tekur á daginn, og allt verður næstum grábrúnt og ljóst. Á margan hátt hefur þetta ástand mitt hjálpað mér að skilja aðra í þeirra erfið- leikum og finna til með þeim. Það eru margir, sem hafa orðið að þola meira en ég, og gert það án þess að kvarta. Hér á Reykjalundi og á þeim sjúkrahúsum, sem ég hef dvalist, hef ég kynnst mörgum ógleymanlegum manngerðum, fólki, sem ég hefði ekki undir neinum kringum- stæðum viljað missa af kynnum við. Ein stúlka, sem ég kynntist, hafði djúp áhrif á mig. Hún dó úr krabbameini eftir mikla og hetjulega baráttu, þá sautján ára gömul. Ég var litlu eldri, og oft hefur mér verið hugsað til þess síðar, hve mjög það hefur orðið mér til hjálpar fordæmið, sem hún setti, því hún barðist án þess nokkurn tíma að bugast. Það er mjög þroskandi að kynnast slíku og jafnvel þakkarvert, því ekki er öllum veitt slík reynsla í þessu lífi. Og það hjálpar mér, að ég get sagt, að ég hafi mína eigin trú á líf eftir dauðann, get í rauninni ekki ímyndað mér, að það slokkni á manni eins og ljósaperu. Ef svo væri — til hvers var þá þetta, og var þá til einskis barist?” Allir erfiðleikar eru gróði „Það sagði eitt sinn gamall maður, afi vinkonu minnar, að allir erfiðleikar væru í rauninni gróði. Það er heilmikið rétt í því, og ef til vill eru það aðeins forréttindi að fá að þjást og kynnast erfiðleikum. Það er nú einu sinni svo, að maðurinn virðist þurfa að lenda í erfiðleikum sjálfur til þess að þrosk- ast. Sársauki er í mörgum tilvikum illbæri- legur, en hann getur líka verið flestu öðru meira þroskandi. Ég hef hitt fólk á mínum aldri, sem mér hefur fundist ótrúlega óþroskað, og jafnvel miðaldra manneskjur, sem einhvern veginn hafa farið á mis við það, sem eykur nianni skilning og þroska í lífinu. Undir niðri vissi ég alltaf, að ég gæti orðið blind, þótt ég væri alltaf að vona. En þetta er bara mitt líf, sem er svona. Það hefur þróast í þessa átt, og við því er ekkert að gera. Á þessum tíma hef ég kynnst fólki, sem hefur átt um sárt að binda, og ef ég er að fara í aðgerð, sem ég kvíði, hugsa ég til ákveðinna persónuleika innan sjúkrahús- veggjanna og segi við sjálfa mig: „Verra gæti það nú verið.” Ég er alveg ákveðin í því að láta ekki þessa blindu hafa neikvæð áhrif á mig. Lífið heldur nú einu sinni áfram, hvað sem gerist, og það er alveg nóg að vera fatlaður líkamlega, þótt maður fari ekki að láta það eyðileggja sig andlega líka. Dagarnir eru að sjálfsögðu misgóðir, en ég er svo heppin að hafa fengið gott skap i vöggugjöf. Það er í rauninni ómetanlegt, því það hefur átt ríkan þátt í því að forða mér frá þeirri einangrun, sem margir i mínum sporum lenda í.” Stúdentspróf í örorku? „Það gefst i rauninni lítill tími til að vorkenna sjálfum sér og láta sér leiðast, hafi maður nóg að starfa. Á daginn er ég í endurhæfingu, sem ætlað er að gera mig sterkari líkamlega, sérstaklega þó hægri Hamingjan er ekki bundin líkamlegu ástandi „Eftir þessa lífsgöngu geri ég mér grein fyrir, að ég á ekki bót fyrir rassinn á mér, eins og þar stendur, sef ekki einu sinni í eigin rúmi. Alltaf þegar ég hef eignast einhvern aur, hef ég reynt að ferðast sem Umferðin er hœttuleg þeim *em ekkert sér, þvf allt er miðað við heilbrigða f heimi hinna sjáandi. Snjó er illa mokað af umferöareyjum og þvf slæmt fyrir blinda að átta sig á umhverfinu. hliðina, sem sjúkdómurinn hefur lagst verr á. Einnig hef ég fengið að starfa tvo tíma á dag hér á Reykjalundi sem aðstoðarmaður félagsráðgjafa og einn tíma eftir hádegi við að fara á herbergin og tala við sjúklingana. Þetta hjálpar mér fjárhagslega, en venju- leg öryrkjalaun eru 560 krónur á tímann. Við slíkar tekjur falla hins vegar tólf þúsund krónurnar niður. Það eru því miður ekki allir jafnlánsamir og ég að geta drýgt tekjurnar með slíku, fyrir utan hvað þetta er ómetanleg andleg upplyfting. Mér líkar starfið mjög vel og hef mikinn áhuga á því að læra félagsráðgjöf. Reyndar held ég, að ég eigi auðveldara en ella að skilja þá, sem eiga við sjúkdóma að stríða, vegna lífs- reynslu minnar. Hins vegar mun sú reynsla ekki verða numin eða mæld í skólakerfinu og því við ramman reip að draga. Ég var sjúklingur strax áður en ég hafði lokið nokkru undirstöðunámi, þvi ég hef verið á stofnunum að mestu leyti frá sextán ára aldri, bráðum 13 ár. Þar af leiðandi yrði ég að taka stúdentspróf strax í upphafi, og þar er blindan mér talsverður fjötur um fót. Einhver yrði að lesa alit inn á band fyrir mig, og hvernig ætti ég að komast í tíma og geta fylgst með? Tólf eða þrettán ára reynsla mín í örorku yrði víst seint metin í punktakerfi menntaskólanna. Þó má ef til vill segja, að „stúdentspróf’ mitt í örorku sé ekki síðri undirstaða fyrir nám í félagsráðgjöf en margt annað, sem metið er til menntagráða í þjóðfélaginu.” íslendingar virðast almennt ekkert vita um hvita stafinn, þvi enginn gerir sig liklegan til að rótta blindri stúlku hjálparhönd. Græna Ijósið er komið, en ekkert hljóðmerki er fró þessum götu- Ijósum svo ógerningur er fyrir hana að átta sig á hvort óhætt er að ganga yfir. Vegfarendur veita hvíta stafnum enga athygli og ganga i sveig framhjá henni. llVlkan 13. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.