Vikan - 29.03.1979, Side 17
Á KROSSGÖTUM
En þó vissi hún að enginn dansari varð
góður nema hann gæti leikið líka — það
breyttist ekki einu sinni með öllum
þessum nýju ballettum. Hún hafði verið
klöppuð upp nítján sinnum þegar hún
dansaði í Önnu Kareninu en samt þurft
eftir það að sanna ágæti sitt í Giselle og
Svanavatninu. Og hún hafði unnið stór-
sigur.
Þú getur verið hæstánægð, hugsaði
hún með.sér. Það er rétt hjá Michael og
Adelaide: þú ert orðin of gömul til að
dansa Giselle, þú værir hlægileg sem
saklaus sveitastúlka. Og þú ert líka of
gömul fyrir Svanavatnið. Hún hafði oft
séð eldri ballerínur gera sig að hálf-
gerðum kjánum með því að reyna að
halda of lengi í hlutverk sem þær voru
löngu vaxnar upp úr. Og oft hafði henni
gramist að enginn skyldi segja við þær:
Hættu, sjálfrar þín vegna! Eyðileggðu
ekki minninguna!
Tárin blinduðu augu hennar. Það var
eins og frægð hennar og i rauninni líf
hennar rynni niður vangana með tárun-
um. Hún reyndi að þerra þau burt svo
lítið bæri á og lét sem hún væri að laga
augnskuggana. Hún leit á Freddie til að
athuga hvort hann hefði tekið eftir
þessu. Andlit hans var skelfingin upp-
máluð. Hún klappaði á hönd hans var-
færnislega og þrýsti hana svo. Hún
brosti og neyddi hann til að brosa líka.
Svo þvingaði hún sjálfa sig til að einbeita
sér að því sem var að gerast á sviðinu.
Þótt Sevilla væri frábær ballerína
varð hún samt að leggja hart að sér til að
geta fylgt Yuri eftir því hann var ekki
aðeins betri dansari heldur miklu yngri.
Það var Yuri sem var stjarna kvöldsins
en Emma vissi að þegar þau væru
klöppuð upp myndi Sevilla láta líta svo
út að það væri því að þakka að hún hefði
leyft honum að njóta sín á hennar
kostnað. Þannig yrði hún ekki siður
hyllt en hann. Sevilla kunni ýmis brögð
ekki siðuren Emma.
Það voru einmitt þessi litlu brögð sem
hún þurfti að kenna Emilíu. Þegar rétti
tíminn kæmi, hún var enn svo hrein og
ósnortin. Þetta litla sóló sem hún var að
dansa væri undursamlegt ef hún teygði
aðeins betur úr líkamanum. Og ef hún
gæti haldið stöðunni aðeins lengur — en
það gerði hún einmitt! Þetta hlaut
Deedee að hafa kennt henni. Gott, þá
var ekki eftir neinu að bíða, hún mátti
heldur ekki vera að því. Tíminn var
þeirra versti óvinur. Emilía hafði mikla
hæfileika. Það varð að ýta undir hana og
Emma varð að kenna henni allt sem hún
sjálfkunni ogþaðstrax.
Deedee hallaði sér upp að veggnum
vinstra megin i áhorfendasalnum og
fylgdist stolt með Emilíu enda þótt það
vekti hjá henni minninguna um hana
sjálfa og Emmu. Það var Emmu að
þakka að hún gat gengið inn á hvaða
sýningu sem hún vildi án þess að þurfa
nokkuð að borga. En það var líka Emmu
að þakka að hún stóð nú hér aftast i
salnum í staðinn fyrir að vera uppi á
sviðinu — nei, hún var of gömul til þess,
hún myndi frekar sitja niðri í salnum
eins og Emma án þess að eiga nokkra
dóttur til að horfa á. Og dóttir hennar
dansaði vel, mjög vel. Skyldi hún dansa
eins vel og hún sjálf hafði dansað á
hennar aldri. Það gat verið varhugavert
að trúa minningunum. Auk þess var út-
lit þeirra, líkamar og dansstíll svo gjör-
ólíkur. Emilía dansaði sennilega betur
en hún hafði gert. En hún hafði reyndar
aldrei vitað hversu vel hún dansaði. Oh,
Adelaide, Michael og allir höfðu sagt að
hún væri stórkostleg, hún yrði áreiðan-
lega frábær ballerina. En hún hafði
aldrei fengið neina raunverulega stað-
festingu á þessu svo hún gat ekki vitað
hversu langt hún hefði getað náð. Hún
vissi það ekki enn. Allt vegna Emmu.
Þegar hún kom að sviðsbaki eftir sýn-
inguna var Emma mætt á undan henni.
Sevilla og Yuri voru enn að hneigja sig.
„Fjórtán! Vá! Ljósameistarinn taldi
hvað þau voru klöppuð oft upp.
Á litlum sjónvarpsskermi fyrir
framan sig sá hann Sevillu og Yuri
hneigja sig fyrir framan logagyllt sviðs-
tjöldin. Hún tók blóm úr blómvendi sem
hún hélt á og rétti Yuri. Áhorfendur
hylltu hana ákaft fyrir lítillæti hennar;
Sevilla brosti eins og drottning; Yuri
kraup á kné fyrir framan hana. Meira
lófatak og síðan hlupu þau léttilega af
sviðinu. Þegar þau voru komin á bak við
tjöldin biðu þau án þess að brosa, sveitt
og andstutt. Sevilla kvartaði yfir óþæg-
indum í hægra fæti og Yuri hélt um
aumt bakið. Lófatakið varð enn ákafara.
Þau settu aftur upp sín fegurstu bros og
flýttu sér fram fyrir tjöldin.
Deedee kom auga á Emmu sem stóð
við skrifborð Ijósameistarans yst í gang-
inum sem lá að sviðinu. Hún stóð þar
alein og brosti varfærnislega. Deedee
fann sárt til með henni. Hún lagði af
stað í átt til hennar en í sama bili þustu
Adelaide og Michael fram hjá henni á
leið til stjarnanna á sviðinu. Hún óskaði
þess heitt og innilega að þau næmu
staðar og segðu eitthvað við Emmu.
Adelaide flýtti sér fram hjá til að kyssa
Yuri og Sevillu sem nú stóðu aftur að
tjaldabaki en Michael, guði sé lof, nam
staðar og kyssti Emmu blíðlega á kinn-
ina. En svo varð hann aftur að fram-
kvæmdastjóra ballettsins og flýtti sér að
sviðinu.
Deedee gekk til Emmu og lagði hand-
legginn utan um hana. „Mér fannst bíó-
myndin skemmtilegri.”
Emma hló. „Þau voru hreint ótrúleg.”
„Stórkostleg. Heyrðu, hvar skiptir
Emilia um föt?”
„Bíddu meðan ég óska þeim til ham-
ingju, svo skal ég sýna þér það. Þú mátt
aldeilis vera stolt.”
„0, þú veist hvernig mæður eru,”
sagði Deedee áður en hún vissi af.
Ertu aó byggjq,
arftuaóbœla
Gólfleppi
Gólfdúkar
Mólningarvörur Veggfóöur
RÁÐ nr. 1: Komdu þá við í Litaveri.Það hefur
ávallt borgað sig.
RÁÐ nr. 2: Hringdu í Litaver og fáðu sent
í póstkröfu.
Hefurðu athugað verðið?
LITAVER
Grensásvegi 18 Hreyfilshúsinu Sími 82444
13. tbl. Vlkan 17