Vikan


Vikan - 14.06.1979, Blaðsíða 15

Vikan - 14.06.1979, Blaðsíða 15
5. HLUTI vissu ekkert um hvað var á seyði. En óvinurinn var kominn með einhvers konar vélbyssu, sem skaut upp i móti fyrir horn, sem þýddi að þeir gátu gert árás neðanfrá. Það fyrsta sem þeir vissu var að sprengikúla kom upp um gólfið hjá þeim. Ég hef lesið um það, sem siðar skeði, en Johnny vildi aldrei ræða það. Föður minum tókst að fá lánað afrit af skýrslu Bunny O'Hara um atburðinn og kom með það heim til að sýna mér. 22/8/43. Sjálfur og áhöfn. Aðgerð nr. 16 Amsterdam. Tími 2.10 (nótt). Ráðist á neðan frá af JU 88-G 15 milur vestur af Den Helder. Leiðsögumaður og vængskytta drepnir. Aftur ráðist frá stjórnborða, efri skytta drepin og véla- maður illa særður. Kompás óvirkur, hæðarstýring óvirk. Gluggi fram brot- inn og ég særður á öxl. Þriðja árás af stjórnborða. Aftari skytta var þá komin í stað efri vélbyssuskyttu og tókst að skjóta nasistavél niður. Súrefnisbirgðir búnar og kalt loftið sem streymdi inn i gataðan stjórnklefann frystandi. Aftur- skytta náði talstöðvarsambandi við aðal- stöðvar. Sem betur fer hafði ég lagt leiðina á minnið og komst til baka með miði á pólstjörnu og mána. Tapaði hæð ákaflega hratt og sprengjumiðari og afturskytta aðstoðuðu mig við að fljúga drekanum. Ytri stjórnborðsvél ónothæf, ytri bakborðsvél í Ijósum logum um fimmtán mílur austur af Docking á strönd Norfolk i tvö þúsund fetum. Náði sambandi við sjó- björgunarsveitir fimm mílum síðar. Stjórntæki ónothæf. Ómögulegt að lenda vél. Sprengjumaður stökk. Fallhlif vélamanns ónothæf. Skipaði afturskyttu að stökkva. Hann neitaði. Batt véla- mann við hann með reipi og hann stökk út um gólfhlerann með vélamanninn i örmum sér. Ég fylgdi þegar á eftir. Tveir prammar frá flugbjörgun þegar í nágrenninu og mér var náð úr sjó klukkan 5.52. Sprengjumaður, afturskytta og vélamaður allir vel á sig komnir, ef undan er skilið sár véla- manns. Þannig var atburðarásinni lýst skýrum stöfum á tæknilegu máli. Niðurstaðan var sú að Johnny hafði stokkið með Ted Ormeroyd í fanginu. Það hafði stundum verið gert áður og það hlýtur að hafa hjálpað þeim að þeir lentu í sjóinn. Bunny var tafarlaust sæmdur flugorð- unni. Og Johnny? Fyrr um árið hafði verið tekin upp fyrir óbreytta hermenn í Konunglega flughernum ný viðurkenn- ing, til að nota i þeim tilfellum þegar yfirvöldin gátu ekki gert upp hug sinn um hvort þau ættu að veita Viktoríu- krossinn. Hún var kölluð hetjuorða og ég held að Johnny hafi verið með þeim fyrstu sem fengu hana. En það sem mest var um vert var að hann fékk hálfsmánaðarleyfi, þó að þetta væri nokkuð erfið leið til að verða sér úti um nokkurra vikna fri, eins og Richie orðaði það. 7. kafli. Borðinn fyrir heiðursorðuna var mjög fallegur. Hann var Ijósblár meðdökkblá- um röndum. Það þurfti aðsauma hann á fyrir ofan flugorðuborðann á alla jakk- ana hans. Ég hef aldrei verið dugleg við saumaskapinn, svo að móðir mín sá um það. Það var auðséð á henni, þar sem hún sat við eldhúsborðið með gleraugun á nefinu, aö hún var hreykin af þessu starfi. Það varð ótrúlega mikil breyting á Johnny strax fyrsta daginn sem hann var i fríi. Spennan hvarf líkt og dögg fyrir sólu. Hann var afslappaður og hamingjusamur, þó að hann væri þreyttur. Hann ætlaði ekki að fara i burtu svoaðfaðir minn krafðist þess að hann eyddi fríinu sínu á prestssetrinu. Við bjuggum um hann í gestaherberg inu. Fyrsta daginn svaf hann í sextán klukkustundir, næsta tólf. Það var viku áður en honum nægðu átta timar. Við riðum út. veiddum og syntum meira að segja i vikinni þegar það var flóð, þó að allt væri fullt af svartri leðju. Johnny sagði að það væri notalegt að finna leðjuna koma upp á milli tánna. Við gengum um mýrina og svo var það auðvitað einnig rapsódían. Hann eyddi miklum tíma i hana og húsið fylltist af tónlist. í vikulokin stakk hann upp á þvi að við færum upp á sjúkrahús til að sjá Ted Ormeroyd og Bunny. Það var óskemmtileg reynsla og mér brá illilega við það sem ég sá. Ég vissi að nienn voru særðir, en ég gerði mér ekki i hugarlund annaðeins og þetta. í anddyrinu sáuni við rnann i nátt- slopp með vinstri handlegginn i fatla, sem blaðaði í timaritum á hillunni. Þegar ég leit upp sá ég hann greinilega í speglin- um á veggnum og ég var gripin óhugn- aði. Hann var með nokkurs konar plastik andlit, húðin var strekkt og glampandi í Ijósinu. Munnurinn var eins og strik og nefið var ólöguleg kúla. Allt virtist lögunarlaust og snúið. Hann hristi blaðið framan í Johnny sem klappaði á öxlina á honurn og sagði: „Jæja, Sæti, hvernig hefurðu það?" Munnrifan opnaðist og einhvers kon- ar brosgretta myndaðist. „Þetta er vin- kona min, Kate Hamilton,” Johnny veif- aði til mín. „Þú þekkir pabba hennar, prestinn.” Hann horfði á mig og brosti þessu draugalega glotti sinu og augun voru þjáningarfull, eins og þau væru að horfa á eitthvað hryllilegt. Skyndilega vék óttinn fyrir skömm sem gagntók mig. „Halló, við ætluðum að hitta Bunny O'Hara og Ted Ormeroyd." „Númer þrjú," sagði hann hægt og skýrt eins og hann veldi orðin með mikilli nákvæmni og benti með höfðinu út eftir ganginum. „Vertu kátur," Johnny klappaði honum á kinnina og hélt af stað út ganginn. Við beygðum fyrir horn. Þá nam ég staðar og hallaði mér að veggnum til að ná stjórn á mér aftur. „Er ekki allt í lagi?" sagði hann. „Ég held að þetta sé það Ijótasta sem ég hef heyrt þig segja," sagði ég. „Að kalla vesalings manninn Sæta." Hann varð steinhissa. „En hann heitir það. Sæti George Jackson. Eða mundir þú frekar kalla hann Ljóta George?" Ég hlammaði mér niður á bekk við vegginn. „Þetta þýðir ekkert, Johnny. 24- tbl. Vikan 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.